Ferðaóðir Íslendingar þyrpast í ferðalög innanlands sem utan Magnús Jochum Pálsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 27. mars 2024 20:17 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var við umferðareftirlit í Ártúnsbrekkunni síðdegis þegar Íslendingar streymdu út á land. Á Keflavíkurflugvöllur var spennan vegna páskafrísins áþreifanleg. Nú þegar páskarnir eru handan við hornið flykkjast Íslendingar í ferðalög. Á Keflavíkurflugvelli eru öll langtímastæði full þrátt fyrir að 300 hafi bæst við á síðustu dögum. Í Ártúnsbrekkunni síðdegis var stöðugur straumur bíla út á land. Spennan var áþreifanleg á Keflavíkurflugvelli þegar fréttamaður leit við þar í dag og ræddi við ferðalanga á leið út. Þar kenndi ýmissa grasa en flestir voru að sjálfsögðu með páskaeggin í töskunni. Um helgina var greint frá því að langtímastæði Isavia við Keflavíkurflugvöll væru uppbókuð yfir páskana. Ferðalangar voru því hvattir til að nýta sér aðra samgöngumáta: rútur, leigubíla eða strætisvagna. Ekki væri mögulegt að koma á völlinn nema stæði væri bókað fyrir fram. Isavia ákvað að bregðast við ástandinu með því að hraða framkvæmdum á 300 nýjum bílastæðum. Þau voru hins vegar fljót að fyllast og er ekki hægt að fá langtímastæði á Keflavíkurflugvelli fyrr en á laugardaginn. Ekki allir roknir af stað út á land Fréttamaðurinn Margrét Björk kíkti einnig í Ártúnsbrekkuna þar sem lögreglan var við umferðareftirlit. Varðstjóri umferðardeildar býst ekki við miklum umferðartoppum yfir helgina þó umferðin sé töluverð. Er umferðin farin að þyngjast? „Jú, hún er jafnt og þétt að þyngjast úr bænum. Það er samt sem áður töluverð umferð búin að vera í bænum í dag. Þannig það eru ekkert allir að rjúka af stað,“ sagði Lúðvík Kristinsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hvenær búist þið við að umferðin nái hámarki? „Ég held að við sjáum ekkert svakalega toppa um þessa helgi en það eru klárlega margir á faraldsfæti,“ sagði Lúðvík. Hann segir ómögulegt að segja til um hvert fólk stefni helst, það sé allur gangur á því. Aukinn hraðakstur með hækkandi sól Á Facebook-síðu lögreglunnar í dag var greint frá því að um þessar mundir væru margir að kitla pinnann. Lúðvík segir lögregluna finna fyrir auknum hraðakstri á vorin þegar veðrið batnar. „Með hækkandi sól og fallegu veðri vill það fylgja. Ég veit ekki hvort það er samasem milli páskasykuráts og hraðaksturs,“ sagði hann. Þið verðið með aukið eftirlit um helgina ekki satt? „Við verðum með töluvert eftirlit alla helgina og fram yfir helgi,“ sagði Lúðvík. Hver eru helstu skilaboð til ökumanna? „Bara að slaka á og njóta páskanna og páskaeggsins,“ sagði Lúðvík að lokum. Umferð Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Páskar Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Spennan var áþreifanleg á Keflavíkurflugvelli þegar fréttamaður leit við þar í dag og ræddi við ferðalanga á leið út. Þar kenndi ýmissa grasa en flestir voru að sjálfsögðu með páskaeggin í töskunni. Um helgina var greint frá því að langtímastæði Isavia við Keflavíkurflugvöll væru uppbókuð yfir páskana. Ferðalangar voru því hvattir til að nýta sér aðra samgöngumáta: rútur, leigubíla eða strætisvagna. Ekki væri mögulegt að koma á völlinn nema stæði væri bókað fyrir fram. Isavia ákvað að bregðast við ástandinu með því að hraða framkvæmdum á 300 nýjum bílastæðum. Þau voru hins vegar fljót að fyllast og er ekki hægt að fá langtímastæði á Keflavíkurflugvelli fyrr en á laugardaginn. Ekki allir roknir af stað út á land Fréttamaðurinn Margrét Björk kíkti einnig í Ártúnsbrekkuna þar sem lögreglan var við umferðareftirlit. Varðstjóri umferðardeildar býst ekki við miklum umferðartoppum yfir helgina þó umferðin sé töluverð. Er umferðin farin að þyngjast? „Jú, hún er jafnt og þétt að þyngjast úr bænum. Það er samt sem áður töluverð umferð búin að vera í bænum í dag. Þannig það eru ekkert allir að rjúka af stað,“ sagði Lúðvík Kristinsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hvenær búist þið við að umferðin nái hámarki? „Ég held að við sjáum ekkert svakalega toppa um þessa helgi en það eru klárlega margir á faraldsfæti,“ sagði Lúðvík. Hann segir ómögulegt að segja til um hvert fólk stefni helst, það sé allur gangur á því. Aukinn hraðakstur með hækkandi sól Á Facebook-síðu lögreglunnar í dag var greint frá því að um þessar mundir væru margir að kitla pinnann. Lúðvík segir lögregluna finna fyrir auknum hraðakstri á vorin þegar veðrið batnar. „Með hækkandi sól og fallegu veðri vill það fylgja. Ég veit ekki hvort það er samasem milli páskasykuráts og hraðaksturs,“ sagði hann. Þið verðið með aukið eftirlit um helgina ekki satt? „Við verðum með töluvert eftirlit alla helgina og fram yfir helgi,“ sagði Lúðvík. Hver eru helstu skilaboð til ökumanna? „Bara að slaka á og njóta páskanna og páskaeggsins,“ sagði Lúðvík að lokum.
Umferð Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Páskar Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira