Vandræðalega kvöldsvæfur framkvæmdastjóri Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. mars 2024 10:00 Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og annar stofnandi indó sparisjóðs, deilir ristabrauði með fjögurra ára syni sínum snemma á morgnana en segist líka vandræðalega kvöldsvæfur og það teljist afrek ef hann er ekki skriðin upp í rúm fyrir tíu á kvöldin. Vísir/Einar Árnason Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og annar stofnandi indó sparisjóðs segir morgnana besta tíma dagsins en þá situr hann með fjögurra ára syni sínum og deilir með honum ristabrauðsneið áður en aðrir á heimilinu vakna. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég hef alltaf verið mikill morgunhani og fer á fætur á milli klukkan hálf sjö og sjö.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Morgnarnir eru besti tími dagsins, fjögurra ára sonur minn vaknar yfirleitt á sama tíma og ég, og við feðgar sitjum tveir í eldhúsinu og deilum ristuðu brauði þangað til annað heimilisfólk tínist á fætur. Ég kíki annars í blöðin og hlusta á Morgunvaktina, enda mjög vanafastur í minni morgunrútínu. Mér þykir óendanlega vænt um þessa gæðastund með minnsta manninum enda oft mjög skemmtilegar umræður sem þar myndast.“ Þungarokk eða diskó? „Ég er alæta á tónlist og hlusta á svo að segja alla tónlist, svo fremi að hún hafi verið samin fyrir 1990. En ef ég ætti að velja þá myndi ég segja diskó því þessa dagana er ég mjög upptekinn af því að hlusta á breska nýbylgjutónlist frá níunda áratugnum og þar er ansi mikið diskóskotið. Svo voru náttúrúlega Bee Gees og Michael Jackson gríðarlega miklir listamenn.“ Haukur er að virkja sjálfan sig í afahlutverkinu en í dagsins amstri reynir hann að halda fundarsetum í lágmarki enda segir hann markvissan tölvupóst mun betri en ómarkvissan fund. Haukur reynir að skipuleggja sig vel fram í tímann.Vísir/Einar Árnason Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Það er náttúrulega öll þessi endalausu handtök sem þarf að vinna í ört stækkandi sparisjóði; mann óraði ekki fyrir hversu mikinn meðbyr indó hefur fengið og hvað verkefnum fjölgar ört samhliða því. En það sem ég helst að einbeita mér að er að virkja afahlutverkið, enda á ég eina yndislega afastelpu sem er að verða eins árs nú í apríl.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég held að ég virki örugglega ansi óskipulagður í vinnu, en mér finnst það samt ekki. Ég vinn best ef ég er með marga bolta á lofti í einu og þýt úr einu í annað, þannig hef ég alltaf unnið skilvirkast og best. En ég reyni að halda fundasetu í lágmarki, ómarkviss fundur er aldrei betri en markviss tölvupóstur. Annars er eðli míns hlutverks í indó þannig að erfitt er að skipuleggja sig vel fram í tímann, engar tvær vikur eru eins.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það er eiginlega vandræðalegt að segja frá því en ég er mjög kvöldsvæfur. Ef ég næ að tóra fram til klukkan tíu án þess að skríða upp í rúm og lesa þá telst það vera mikið afrek.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Gæðasamtöl við dótturina, mömmu eða vinkonu á leið í vinnu Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Verði Tryggingum, nýtir tímann vel á leiðinni til vinnu á morgnana. Því þá á hún góða gæðastund með dótturinni í bílnum og eftir að hafa skutlað henni í skólann, hringir hún oft í vinkonu eða mömmu sína og tekur stutt spjall. 23. mars 2024 10:00 Sofnar í leikhúsi, á tónleikum, í kirkjum og fleiri stöðum Þótt Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventurues, vakni snemma á morgnana, er hann B-maður að eðlisfari, sofnar seint á kvöldin en freistast til að mæta uppsafnaðri svefnþörf á öðrum stöðum, til dæmis í leikhúsi, flugvélum, á tónleikum eða í kirkjum. 16. mars 2024 10:01 Nú er hægt að kúra og slappa af á morgnana Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir morgnana nokkuð rólegri nú en þegar börnin voru lítil og læti dagsins hófust við fyrsta hanagal. Í dag nýtur hún þess að horfa út um gluggann og fylgjast með barnabörnunum í leikskólanum. 9. mars 2024 10:00 „Það er fátt skemmtilegra en að taka einn Tene dag“ Arnar Már Magnússon, framkvæmdastjóri Flurekstrarsviðs Play og flugstjóri, segir fáa koma sér í betra skap en Sveppa og Pétur Jóhann. Skemmtilegasta eldamennskan er á föstudögum og eftir uppvaskið er það Gísli Marteinn. Að taka einn og einn dag í flugi til Tene er líka á topplistanum. 2. mars 2024 10:00 Tímabilið þegar allir fóru í tíu ljósatíma fyrir fermingu María Rún Hafliðadóttir forstjóri Gleðipinna, sem rekur tíu veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu, segist ein þeirra sem túperaði hárið í rot á Duran Duran tímabilinu og fór í tíu ljósatíma í beit fyrir fermingu. Eins og allir unglingar gerðu á þeim tíma. 24. febrúar 2024 10:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég hef alltaf verið mikill morgunhani og fer á fætur á milli klukkan hálf sjö og sjö.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Morgnarnir eru besti tími dagsins, fjögurra ára sonur minn vaknar yfirleitt á sama tíma og ég, og við feðgar sitjum tveir í eldhúsinu og deilum ristuðu brauði þangað til annað heimilisfólk tínist á fætur. Ég kíki annars í blöðin og hlusta á Morgunvaktina, enda mjög vanafastur í minni morgunrútínu. Mér þykir óendanlega vænt um þessa gæðastund með minnsta manninum enda oft mjög skemmtilegar umræður sem þar myndast.“ Þungarokk eða diskó? „Ég er alæta á tónlist og hlusta á svo að segja alla tónlist, svo fremi að hún hafi verið samin fyrir 1990. En ef ég ætti að velja þá myndi ég segja diskó því þessa dagana er ég mjög upptekinn af því að hlusta á breska nýbylgjutónlist frá níunda áratugnum og þar er ansi mikið diskóskotið. Svo voru náttúrúlega Bee Gees og Michael Jackson gríðarlega miklir listamenn.“ Haukur er að virkja sjálfan sig í afahlutverkinu en í dagsins amstri reynir hann að halda fundarsetum í lágmarki enda segir hann markvissan tölvupóst mun betri en ómarkvissan fund. Haukur reynir að skipuleggja sig vel fram í tímann.Vísir/Einar Árnason Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Það er náttúrulega öll þessi endalausu handtök sem þarf að vinna í ört stækkandi sparisjóði; mann óraði ekki fyrir hversu mikinn meðbyr indó hefur fengið og hvað verkefnum fjölgar ört samhliða því. En það sem ég helst að einbeita mér að er að virkja afahlutverkið, enda á ég eina yndislega afastelpu sem er að verða eins árs nú í apríl.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég held að ég virki örugglega ansi óskipulagður í vinnu, en mér finnst það samt ekki. Ég vinn best ef ég er með marga bolta á lofti í einu og þýt úr einu í annað, þannig hef ég alltaf unnið skilvirkast og best. En ég reyni að halda fundasetu í lágmarki, ómarkviss fundur er aldrei betri en markviss tölvupóstur. Annars er eðli míns hlutverks í indó þannig að erfitt er að skipuleggja sig vel fram í tímann, engar tvær vikur eru eins.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það er eiginlega vandræðalegt að segja frá því en ég er mjög kvöldsvæfur. Ef ég næ að tóra fram til klukkan tíu án þess að skríða upp í rúm og lesa þá telst það vera mikið afrek.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Gæðasamtöl við dótturina, mömmu eða vinkonu á leið í vinnu Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Verði Tryggingum, nýtir tímann vel á leiðinni til vinnu á morgnana. Því þá á hún góða gæðastund með dótturinni í bílnum og eftir að hafa skutlað henni í skólann, hringir hún oft í vinkonu eða mömmu sína og tekur stutt spjall. 23. mars 2024 10:00 Sofnar í leikhúsi, á tónleikum, í kirkjum og fleiri stöðum Þótt Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventurues, vakni snemma á morgnana, er hann B-maður að eðlisfari, sofnar seint á kvöldin en freistast til að mæta uppsafnaðri svefnþörf á öðrum stöðum, til dæmis í leikhúsi, flugvélum, á tónleikum eða í kirkjum. 16. mars 2024 10:01 Nú er hægt að kúra og slappa af á morgnana Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir morgnana nokkuð rólegri nú en þegar börnin voru lítil og læti dagsins hófust við fyrsta hanagal. Í dag nýtur hún þess að horfa út um gluggann og fylgjast með barnabörnunum í leikskólanum. 9. mars 2024 10:00 „Það er fátt skemmtilegra en að taka einn Tene dag“ Arnar Már Magnússon, framkvæmdastjóri Flurekstrarsviðs Play og flugstjóri, segir fáa koma sér í betra skap en Sveppa og Pétur Jóhann. Skemmtilegasta eldamennskan er á föstudögum og eftir uppvaskið er það Gísli Marteinn. Að taka einn og einn dag í flugi til Tene er líka á topplistanum. 2. mars 2024 10:00 Tímabilið þegar allir fóru í tíu ljósatíma fyrir fermingu María Rún Hafliðadóttir forstjóri Gleðipinna, sem rekur tíu veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu, segist ein þeirra sem túperaði hárið í rot á Duran Duran tímabilinu og fór í tíu ljósatíma í beit fyrir fermingu. Eins og allir unglingar gerðu á þeim tíma. 24. febrúar 2024 10:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Gæðasamtöl við dótturina, mömmu eða vinkonu á leið í vinnu Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Verði Tryggingum, nýtir tímann vel á leiðinni til vinnu á morgnana. Því þá á hún góða gæðastund með dótturinni í bílnum og eftir að hafa skutlað henni í skólann, hringir hún oft í vinkonu eða mömmu sína og tekur stutt spjall. 23. mars 2024 10:00
Sofnar í leikhúsi, á tónleikum, í kirkjum og fleiri stöðum Þótt Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventurues, vakni snemma á morgnana, er hann B-maður að eðlisfari, sofnar seint á kvöldin en freistast til að mæta uppsafnaðri svefnþörf á öðrum stöðum, til dæmis í leikhúsi, flugvélum, á tónleikum eða í kirkjum. 16. mars 2024 10:01
Nú er hægt að kúra og slappa af á morgnana Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir morgnana nokkuð rólegri nú en þegar börnin voru lítil og læti dagsins hófust við fyrsta hanagal. Í dag nýtur hún þess að horfa út um gluggann og fylgjast með barnabörnunum í leikskólanum. 9. mars 2024 10:00
„Það er fátt skemmtilegra en að taka einn Tene dag“ Arnar Már Magnússon, framkvæmdastjóri Flurekstrarsviðs Play og flugstjóri, segir fáa koma sér í betra skap en Sveppa og Pétur Jóhann. Skemmtilegasta eldamennskan er á föstudögum og eftir uppvaskið er það Gísli Marteinn. Að taka einn og einn dag í flugi til Tene er líka á topplistanum. 2. mars 2024 10:00
Tímabilið þegar allir fóru í tíu ljósatíma fyrir fermingu María Rún Hafliðadóttir forstjóri Gleðipinna, sem rekur tíu veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu, segist ein þeirra sem túperaði hárið í rot á Duran Duran tímabilinu og fór í tíu ljósatíma í beit fyrir fermingu. Eins og allir unglingar gerðu á þeim tíma. 24. febrúar 2024 10:00