Verstappen efstur á óskalista Mercedes: Ummæli Toto kynda undir sögusagnir Aron Guðmundsson skrifar 28. mars 2024 14:01 Max Verstappen er afar sigursæll ökumaður. Sá besti í Formúlu 1 þessi dægrin. Vísir/Getty Þrefaldi heimsmeistari ökumanna, Hollendingurinn Max Verstappen, er fyrsti maður á lista hjá Mercedes yfir þá ökumenn sem liðið vill fá til liðs við sig til að fylla upp í skarð Lewis Hamilton á næsta tímabili. Ummæli Toto Wolff, framkvæmdastjóra Formúlu 1 liðs Mercedes um Verstappen hafa vakið mikla athygli og virkað sem olía á eld orðróma. Sjöfaldi heimsmeistarin Lewis Hamilton er á leið yfir til Ferrari eftir yfirstandandi tímabil og það sér til þess að Mercedes er nú í leit að ökumanni til þess að mynda ökumannsteymi liðsins með Bretanum George Russell. Þó nokkrir ökumenn hafa verið orðaðir við ökumannssætið hjá Mercedes. Þeirra á meðal er reynsluboltinn Fernando Alonso, samlandi hans Carlos Sainz sem víkur fyrir Hamilton hjá Ferrari og téður Max Verstappen sem hefur ráðið lögum og lofum í Formúlu 1 undanfarin tímabil. Toto Wolff, framkvæmdastjóri Mercedes Vísir/Getty Toto Wolff var spurður út í möguleikann á því að Verstappen yrði ökumaður Mercedes og það er ekki annað hægt að segja en að svar hans hafi vakið athygli. „Þetta er þannig tegund af samstarfi að það þarf að eiga sér stað á einhverjumn tímapunkti. Við vitum hins vegar ekki hvenær,“ svaraði Toto sem þekkir Verstappen feðgana frá fyrri tíð í undirmótaröðum Formúlu 1. „Það er laust sæti hjá okkur. Eina lausa sætið hjá einu af toppliðum Formúlu 1, ekki nema að Max ákveði að halda frá Red Bull. Þá er okkar sæti ekki enn á lausu.“ Verstappen og Hamilton elduðu grátt silfur saman tímabilið ótrúlega þar sem að Verstappen hafði að lokum betur í baráttunni um heimsmeistaratitil ökumanna á síðasta hring í síðustu keppni ársins. Glæst saga Hamilton hjá Mercedes mun að eilífu vera meitluð í stein en hins vegar gæti það ekki talið vera annað en áfall fyrir hann að sjá sinn allra helsta erkióvin fylla upp í sæti sitt hjá þýska risanum. Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sjöfaldi heimsmeistarin Lewis Hamilton er á leið yfir til Ferrari eftir yfirstandandi tímabil og það sér til þess að Mercedes er nú í leit að ökumanni til þess að mynda ökumannsteymi liðsins með Bretanum George Russell. Þó nokkrir ökumenn hafa verið orðaðir við ökumannssætið hjá Mercedes. Þeirra á meðal er reynsluboltinn Fernando Alonso, samlandi hans Carlos Sainz sem víkur fyrir Hamilton hjá Ferrari og téður Max Verstappen sem hefur ráðið lögum og lofum í Formúlu 1 undanfarin tímabil. Toto Wolff, framkvæmdastjóri Mercedes Vísir/Getty Toto Wolff var spurður út í möguleikann á því að Verstappen yrði ökumaður Mercedes og það er ekki annað hægt að segja en að svar hans hafi vakið athygli. „Þetta er þannig tegund af samstarfi að það þarf að eiga sér stað á einhverjumn tímapunkti. Við vitum hins vegar ekki hvenær,“ svaraði Toto sem þekkir Verstappen feðgana frá fyrri tíð í undirmótaröðum Formúlu 1. „Það er laust sæti hjá okkur. Eina lausa sætið hjá einu af toppliðum Formúlu 1, ekki nema að Max ákveði að halda frá Red Bull. Þá er okkar sæti ekki enn á lausu.“ Verstappen og Hamilton elduðu grátt silfur saman tímabilið ótrúlega þar sem að Verstappen hafði að lokum betur í baráttunni um heimsmeistaratitil ökumanna á síðasta hring í síðustu keppni ársins. Glæst saga Hamilton hjá Mercedes mun að eilífu vera meitluð í stein en hins vegar gæti það ekki talið vera annað en áfall fyrir hann að sjá sinn allra helsta erkióvin fylla upp í sæti sitt hjá þýska risanum.
Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira