„Reynum allt til að missa þetta ekki í sömu stærð“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2024 14:27 Gróðureldar hafa komið upp við gosstöðvarnar. Vísir/Vilhelm Slökkvilið Grindavíkur gerir nú hvað það getur til að koma í veg fyrir að gróðureldar við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga breiði úr sér og verði jafn stórir og þeir urðu í gosinu í júlí á síðasta ári. Hjálpin kemur víða að. „Við erum svona að kljást við þetta og erum að sækja okkur liðsauka bæði frá brunavörnum Árnessýslu og brunavörnum Suðurnesja,“ segir Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs Grindavíkur. Auk mannaflans fær liðið lánaðan tankbíl frá Landsbjörgu, sem kemur frá Vík í Mýrdal síðar í dag. Slíkir bílar koma að góðum notum þegar flytja á mikið af vatni sem nota þarf til að sinna slökkvistarfi þar sem aðgengi að vatni er ekki gott. Einar Sveinn Jónsson er slökkviliðsstjóri í Grindavík.Vísir/Arnar Ekki af sömu stærðargráðu og í fyrra Á síðasta ári þurfti slökkviliðið að kljást við mikla og stóra gróðurelda eftir að eldgos varð við Litla-Hrút í júlí. Einar segir aðgerir slökkviliðsins nú miða að því að missa eldana ekki upp í sömu stærðargráðu og þá. „Þetta er miklu minna í augnablikinu. Við erum að bregðast fyrr við og reynum allt til að missa þetta ekki í sömu stærð.“ Starfið felist í því að bleyta í gróðrinum og rjúfa samfelldan gróðurvöxt, þannig að erfiðara sé fyrir eldinn að dreifa úr sér. Engin rigningarspá Einar segir aðgengið ekki með besta móti, en þó viðri ágætlega til slökkvistarfs. „Það er mjög gott veður. Sól úti og hægur andvari.“ Í veðurkortunum sé spáð því sem almennt myndi kallast gott veður, þó að slökkviliðið kunni að vera því ósammála. „Auðvitað mætti vera rigningarspá þegar maður er að kljást við gróðurelda. Þetta er gott veður en það mætti vera meiri raki í loftinu,“ segir Einar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Grindavík Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
„Við erum svona að kljást við þetta og erum að sækja okkur liðsauka bæði frá brunavörnum Árnessýslu og brunavörnum Suðurnesja,“ segir Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs Grindavíkur. Auk mannaflans fær liðið lánaðan tankbíl frá Landsbjörgu, sem kemur frá Vík í Mýrdal síðar í dag. Slíkir bílar koma að góðum notum þegar flytja á mikið af vatni sem nota þarf til að sinna slökkvistarfi þar sem aðgengi að vatni er ekki gott. Einar Sveinn Jónsson er slökkviliðsstjóri í Grindavík.Vísir/Arnar Ekki af sömu stærðargráðu og í fyrra Á síðasta ári þurfti slökkviliðið að kljást við mikla og stóra gróðurelda eftir að eldgos varð við Litla-Hrút í júlí. Einar segir aðgerir slökkviliðsins nú miða að því að missa eldana ekki upp í sömu stærðargráðu og þá. „Þetta er miklu minna í augnablikinu. Við erum að bregðast fyrr við og reynum allt til að missa þetta ekki í sömu stærð.“ Starfið felist í því að bleyta í gróðrinum og rjúfa samfelldan gróðurvöxt, þannig að erfiðara sé fyrir eldinn að dreifa úr sér. Engin rigningarspá Einar segir aðgengið ekki með besta móti, en þó viðri ágætlega til slökkvistarfs. „Það er mjög gott veður. Sól úti og hægur andvari.“ Í veðurkortunum sé spáð því sem almennt myndi kallast gott veður, þó að slökkviliðið kunni að vera því ósammála. „Auðvitað mætti vera rigningarspá þegar maður er að kljást við gróðurelda. Þetta er gott veður en það mætti vera meiri raki í loftinu,“ segir Einar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Grindavík Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira