Hvar er stóraukna fylgið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 30. mars 2024 10:00 Mögulega hefur það farið framhjá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, en þjóðin ræður því hverjir taka sæti á Alþingi. Það er kjósendur. Þeir tveir stjórnmálaflokkar sem hafa í gegnum tíðina talað fyrir inngöngu í Evrópusambandið og þjóðaratkvæði í þeim efnum, flokkur Þorgerðar og Samfylkingin, fengu í síðustu þingkosningum haustið 2021 samanlagt um 18% fylgi. Minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Fylgi Samfylkingarinnar hefur nær þrefaldast samkvæmt skoðanakönnunum. Meðal annars og ekki sízt í kjölfar þess að flokkurinn lagði áherzluna á inngöngu í Evrópusambandið til hliðar. Á sama tíma mælist fylgi Viðreisnar, eina flokksins sem leggur nú áherzlu á málið, 7,5% samkvæmt síðustu könnun Gallups. Minna en í síðustu kosningum. Í stjórnarandstöðu. Væri raunverulegur áhugi málinu ætti fylgi flokksins að stóraukast. Viðreisn er ekki einungis eini flokkurinn sem leggur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið. Flokkurinn var beinlínis stofnaður í kringum þá stefnu. Ólíkt Samfylkingunni. Öll önnur stefnumál Viðreisnar taka í raun mið af þeirri stefnu. Þá annað hvort sem liður í undirbúningi fyrir inngöngu í sambandið eða að þau standi allavega ekki í vegi þess að af henni geti orðið. Pólitísk tilvist flokksins er beinlínis grundvölluð á þeirri stefnu. Forsendan samstíga ríkisstjórn Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um að það verði gert. Að öðrum kosti verða engar slíkar ákvarðanir teknar. Flokkar, sem buðu fram fyrir síðustu kosningar með þá stefnu að taka ekki slík skref, geta ekki staðið að slíku nema með því að hafa það að engu sem þeir sögðu við kjósendur. Meira að segja liggur fyrir að Evrópusambandið sjálft lítur þannig á málið. Þannig lýstu fulltrúar sambandsins ítrekað yfir áhyggjum sínum af því, þegar misheppnuð umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var í gangi á sínum tíma, að ríkisstjórn flokkanna væri ekki samstíga í afstöðu sinni til þess hvort ganga ætti þar inn. Mikilvægt er að hafa í huga í því sambandi að umsóknarferlið tekur mörg ár. Velta má því fyrir sér, fyrir utan annað, hver viðbrögð ráðamanna Evrópusambandsins yrðu ef ríkisstjórn, sem væri ekki aðeins með einn stjórnmálaflokk innanborðs sem andvígur væri inngöngu í sambandið heldur þar sem allir þrír stjórnarflokkarnir hefðu þá stefnu að standa áfram utan þess, stæði að umsókn um inngöngu þegar klofin stjórn gagnvart málinu olli þeim ítrekuðum áhyggjum. Þeir yrðu varla mjög uppveðraðir. Fylgið þvert á móti dregizt saman Fylgisleysi Viðreisnar veldur Þorgerði Katrínu eðlilega bæði miklum vonbrigðum og áhyggjum. Ekki sízt þar sem kjöraðstæður ættu að vera fyrir, að vísu innistæðulausan, málflutning flokksins. Eftir að Samfylkingin setti málið á ís hvatti Þorgerður Katrín Evrópusambandssinna til þess að styðja Viðreisn í grein í Fréttablaðinu í nóvember 2022. Fylgi flokksins samkvæmt Gallup mælist hins vegar talsvert minna nú en það gerði þá. Vitanlega er það eingöngu á ábyrgð Viðreisnar að vinna að eigin stefnumálum og að afla flokknum fylgis út á þau en ekki annarra. Ábyrgðin í þeim efnum liggur eðli málsins samkvæmt einkum og sér í lagi hjá formanni hans. Ekki er hægt að ætlazt til þess að aðrir flokkar vinni að stefnumálum Viðreisnar þvert á eigin stefnu. Nokkuð sem ætti ekki að þurfa að taka fram en þarf ljóslega miðað við málflutning forystumanna flokksins. Væri innganga í Evrópusambandið á forgangslista kjósenda ætti það líkt og áður segir að skila sér í stórauknu fylgi við Viðreisn, eina flokkinn sem leggur áherzlu á málið. Ekki sízt í ljósi þess að þingmeirihluti fyrir því að taka skref í þá átt, kosinn af íslenzkum kjósendum, er forsenda þess að slíkar ákvarðanir verði teknar. Flest bendir einfaldlega til þess að í bezta falli sé í raun afar takmarkaður áhugi á inngöngu í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Viðreisn Evrópusambandið Samfylkingin Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Mögulega hefur það farið framhjá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, en þjóðin ræður því hverjir taka sæti á Alþingi. Það er kjósendur. Þeir tveir stjórnmálaflokkar sem hafa í gegnum tíðina talað fyrir inngöngu í Evrópusambandið og þjóðaratkvæði í þeim efnum, flokkur Þorgerðar og Samfylkingin, fengu í síðustu þingkosningum haustið 2021 samanlagt um 18% fylgi. Minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Fylgi Samfylkingarinnar hefur nær þrefaldast samkvæmt skoðanakönnunum. Meðal annars og ekki sízt í kjölfar þess að flokkurinn lagði áherzluna á inngöngu í Evrópusambandið til hliðar. Á sama tíma mælist fylgi Viðreisnar, eina flokksins sem leggur nú áherzlu á málið, 7,5% samkvæmt síðustu könnun Gallups. Minna en í síðustu kosningum. Í stjórnarandstöðu. Væri raunverulegur áhugi málinu ætti fylgi flokksins að stóraukast. Viðreisn er ekki einungis eini flokkurinn sem leggur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið. Flokkurinn var beinlínis stofnaður í kringum þá stefnu. Ólíkt Samfylkingunni. Öll önnur stefnumál Viðreisnar taka í raun mið af þeirri stefnu. Þá annað hvort sem liður í undirbúningi fyrir inngöngu í sambandið eða að þau standi allavega ekki í vegi þess að af henni geti orðið. Pólitísk tilvist flokksins er beinlínis grundvölluð á þeirri stefnu. Forsendan samstíga ríkisstjórn Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um að það verði gert. Að öðrum kosti verða engar slíkar ákvarðanir teknar. Flokkar, sem buðu fram fyrir síðustu kosningar með þá stefnu að taka ekki slík skref, geta ekki staðið að slíku nema með því að hafa það að engu sem þeir sögðu við kjósendur. Meira að segja liggur fyrir að Evrópusambandið sjálft lítur þannig á málið. Þannig lýstu fulltrúar sambandsins ítrekað yfir áhyggjum sínum af því, þegar misheppnuð umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var í gangi á sínum tíma, að ríkisstjórn flokkanna væri ekki samstíga í afstöðu sinni til þess hvort ganga ætti þar inn. Mikilvægt er að hafa í huga í því sambandi að umsóknarferlið tekur mörg ár. Velta má því fyrir sér, fyrir utan annað, hver viðbrögð ráðamanna Evrópusambandsins yrðu ef ríkisstjórn, sem væri ekki aðeins með einn stjórnmálaflokk innanborðs sem andvígur væri inngöngu í sambandið heldur þar sem allir þrír stjórnarflokkarnir hefðu þá stefnu að standa áfram utan þess, stæði að umsókn um inngöngu þegar klofin stjórn gagnvart málinu olli þeim ítrekuðum áhyggjum. Þeir yrðu varla mjög uppveðraðir. Fylgið þvert á móti dregizt saman Fylgisleysi Viðreisnar veldur Þorgerði Katrínu eðlilega bæði miklum vonbrigðum og áhyggjum. Ekki sízt þar sem kjöraðstæður ættu að vera fyrir, að vísu innistæðulausan, málflutning flokksins. Eftir að Samfylkingin setti málið á ís hvatti Þorgerður Katrín Evrópusambandssinna til þess að styðja Viðreisn í grein í Fréttablaðinu í nóvember 2022. Fylgi flokksins samkvæmt Gallup mælist hins vegar talsvert minna nú en það gerði þá. Vitanlega er það eingöngu á ábyrgð Viðreisnar að vinna að eigin stefnumálum og að afla flokknum fylgis út á þau en ekki annarra. Ábyrgðin í þeim efnum liggur eðli málsins samkvæmt einkum og sér í lagi hjá formanni hans. Ekki er hægt að ætlazt til þess að aðrir flokkar vinni að stefnumálum Viðreisnar þvert á eigin stefnu. Nokkuð sem ætti ekki að þurfa að taka fram en þarf ljóslega miðað við málflutning forystumanna flokksins. Væri innganga í Evrópusambandið á forgangslista kjósenda ætti það líkt og áður segir að skila sér í stórauknu fylgi við Viðreisn, eina flokkinn sem leggur áherzlu á málið. Ekki sízt í ljósi þess að þingmeirihluti fyrir því að taka skref í þá átt, kosinn af íslenzkum kjósendum, er forsenda þess að slíkar ákvarðanir verði teknar. Flest bendir einfaldlega til þess að í bezta falli sé í raun afar takmarkaður áhugi á inngöngu í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun