Íslendingarnir sem leika með liðinu, Lára Kristín Pederson, Hildur Antonsdóttir og María Ólafsdóttir Grós, spiluðu allar þrjár allan leikinn í dag.
Fortuna Sittard lenti undir strax á 1. mínútu en komust 2-1 yfir fyrir hálfleikslok með tveimur mörkum frá framherjanum Tessa Wullaert. Tami Groenendijk jafnaði hins vegar fyrir gestina í seinni hálfleiks og svoleiðis skildu leikar, 2-2.
Sigur hefði haldið möguleikanum á 2. sætinu, Meistaradeilarsæti, opnum fyrir Fortuna Sittard. Aðeins þrjár umferðir eru eftir af deildinni og þær geta enn unnið sig upp í 3. sæti.
FC Twente er í efsta sætinu með sjö stiga forskot á Ajax, sem er í 2. sæti með leik til góða.