Herstöðin á að vera mikilvægur partur í ætlunum norska hersins í geimnum. Þá á einnig að halda herstöðinni og flugbrautum hennar við fyrir flugmenn bandalagsríkja Noregs, bæði á friðartímum og mögulegum stríðstímum.
Í tilkynningu á vef varnarmálaráðuneytis Noregs segir að keyptir verði langdrægir drónar með háþróuðum skynjurum, sem muni gera Norðmönnum kleift að vakta og stjórna hafsvæði þeirra í norðri.
Regjeringen har store ambisjoner for Andøya, og foreslår å omgjøre vedtaket om nedleggelse av Andøya , som nå skal utvikles til base for langtrekkende droner, og blir sentral i understøttelsen og utviklingen av Forsvarets romvirksomhet.
— Forsvarsdepartement (@Forsvarsdep) April 3, 2024
Les mer:https://t.co/CnM8iz4wiR
Dróna þessa á að nota með P8 Poseidon flugvélum frá Evenes. Þær flugvélar eru meðal annars notaðir til kafbátaleitar og rafræns eftirlits. Slíkum flugvélum er einnig flogið frá Keflavíkurflugvelli.
Sjá einnig: Kanadamenn taka þátt í kafbátaleit frá Íslandi
Haft er eftir Bjørn Arild Gram, varnarmálaráðherra, í tilkynningunni að ríkisstjórn Noregs hafi skýr markmið varðandi það að auka mikilvægi Noregs varðandi eftirlit á Norðurslóðum. Herstöðin á að verða helsta þjálfunarstöðin í Noregi varðandi notkun dróna og er hún sögð mikilvæg Atlantshafsbandalaginu.
Norðmenn vonast einnig til þess að geimferðastöð sem verið er að koma á laggirnar í Andøya muni styðja við ætlanir norska hersins og bandamanna þeirra í geimnum. Til stendur að vinna með bandamönnum Noregs að því að því að byggja upp getu til að skjóta gervihnöttum á braut um jörðu frá geimferðastöðinni.