Fer fögrum orðum um júrólag Ísraels Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. apríl 2024 22:33 Hera Björk syngur Eurovision framlag Íslands í ár, Scared of Heights. Vísir/Hulda Margrét Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari fer fögrum orðum um framlag Ísraels í Eurovision, Hurricane, í viðtali við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix á kynningarviðburði keppninnar í Madríd á laugardaginn. Í upphafi viðtalsins segir Hera við ísraelskan spyrilinn að markmið hennar með atriðinu sé að skemmta sér og fá áhorfendur með sér í lið. „Ég dýrka þetta lag. Mér finnst það töfrandi og ég vona að öðrum finnist það líka,“ segir hún. Önnur spurningin í þriggja mínútna viðtalinu snýr að Ásdísi Maríu Viðarsdóttur, höfundi lagsins, og ákvörðun hennar um að fylgja Heru ekki út í keppnina. Ég heyrði að lagahöfundurinn hafi hætt við að taka þátt með þér og hún hafi sagt að Bashar Murad hefði átt að vinna. Hvað finnst þér um það? „Að sjálfsögðu var ég leið en á sama tíma skil ég ákvörðun hennar. Hún hefur sterka skoðun á því sem er í gangi og ég virði ákvörðun hennar,“ segir Hera og bætir við að henni þyki mikilvægt að fólk virði skoðanir hvers annars. „Ég elska þetta lag“ Aðspurð hvaða skilaboð hún hefði til ísraelskra aðdáenda sinna, sem spyrillinn segir mjög marga, sagði Hera Björk eftirfarandi: „Takk kærlega fyrir, ég keppti auðvitað sjálf í Tel Alviv og það var frábært. Ég vona að þið séuð örugg og ég vona innilega að þið njótið keppninnar í ár. Ég vona að Eurovison verði ljós í myrkrinu fyrir okkur öll sem eiga erfitt með að vita af stíðinu og öllum hryllingnum sem er í gangi.“ Loks var Hera Björk spurð hvort hún hefði heyrt framlag Ísraelsmanna í ár, lagið Hurricane með Eden Golan, og hvað henni fyndist um það. „Ég er búin að heyra það. Ég elska þetta lag, elska það. Þetta er raunverulega sterkt lag.“ segir Hera. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér. Fjallaði fyrst um árásir Hamas Framlag Ísraela, Hurricane, er sungið af hinni rússnesk ættuðu Golan og hét upprunalega October Rain. Lagið vísaði þá með beinum hætti til árása Hamas í suðurhluta Ísrael þann 7. október í fyrra. Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU), mátu það svo að lagið væri of pólitískt og var Ísrael beðið um að tefla fram öðru lagi. Þá bar Ísrael annað lag undir samtökin, lagið Dancing Forever. Því var einnig hafnað af EBU, sem gáfu þó ekki ástæðu þó ætla megi að lagið, hvers texti er á ensku, sé einnig talið of pólitískt.Í texta lagsins er meðal annars vísað til þess að dansað verði aftur og vísað til kalls úr paradís. Svo fór að texta lagsins October Rain var breytt og lagið fékk nýtt nafn, Hurricane, og er endanlegt framlag Ísraela í ár. Eurovision Tónlist Ísrael Tengdar fréttir Öðru júrólagi Ísraels hafi einnig verið hafnað Annarri tillögu Ísraels að lagi í Eurovision söngvakeppninni hefur verið hafnað. Lagið ber heitið Dancing Forever og lenti í öðru sæti í forvali á eftir laginu October Rain sem Ísrael hugðist áður tefla fram í Eurovision. 29. febrúar 2024 13:30 Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Í upphafi viðtalsins segir Hera við ísraelskan spyrilinn að markmið hennar með atriðinu sé að skemmta sér og fá áhorfendur með sér í lið. „Ég dýrka þetta lag. Mér finnst það töfrandi og ég vona að öðrum finnist það líka,“ segir hún. Önnur spurningin í þriggja mínútna viðtalinu snýr að Ásdísi Maríu Viðarsdóttur, höfundi lagsins, og ákvörðun hennar um að fylgja Heru ekki út í keppnina. Ég heyrði að lagahöfundurinn hafi hætt við að taka þátt með þér og hún hafi sagt að Bashar Murad hefði átt að vinna. Hvað finnst þér um það? „Að sjálfsögðu var ég leið en á sama tíma skil ég ákvörðun hennar. Hún hefur sterka skoðun á því sem er í gangi og ég virði ákvörðun hennar,“ segir Hera og bætir við að henni þyki mikilvægt að fólk virði skoðanir hvers annars. „Ég elska þetta lag“ Aðspurð hvaða skilaboð hún hefði til ísraelskra aðdáenda sinna, sem spyrillinn segir mjög marga, sagði Hera Björk eftirfarandi: „Takk kærlega fyrir, ég keppti auðvitað sjálf í Tel Alviv og það var frábært. Ég vona að þið séuð örugg og ég vona innilega að þið njótið keppninnar í ár. Ég vona að Eurovison verði ljós í myrkrinu fyrir okkur öll sem eiga erfitt með að vita af stíðinu og öllum hryllingnum sem er í gangi.“ Loks var Hera Björk spurð hvort hún hefði heyrt framlag Ísraelsmanna í ár, lagið Hurricane með Eden Golan, og hvað henni fyndist um það. „Ég er búin að heyra það. Ég elska þetta lag, elska það. Þetta er raunverulega sterkt lag.“ segir Hera. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér. Fjallaði fyrst um árásir Hamas Framlag Ísraela, Hurricane, er sungið af hinni rússnesk ættuðu Golan og hét upprunalega October Rain. Lagið vísaði þá með beinum hætti til árása Hamas í suðurhluta Ísrael þann 7. október í fyrra. Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU), mátu það svo að lagið væri of pólitískt og var Ísrael beðið um að tefla fram öðru lagi. Þá bar Ísrael annað lag undir samtökin, lagið Dancing Forever. Því var einnig hafnað af EBU, sem gáfu þó ekki ástæðu þó ætla megi að lagið, hvers texti er á ensku, sé einnig talið of pólitískt.Í texta lagsins er meðal annars vísað til þess að dansað verði aftur og vísað til kalls úr paradís. Svo fór að texta lagsins October Rain var breytt og lagið fékk nýtt nafn, Hurricane, og er endanlegt framlag Ísraela í ár.
Eurovision Tónlist Ísrael Tengdar fréttir Öðru júrólagi Ísraels hafi einnig verið hafnað Annarri tillögu Ísraels að lagi í Eurovision söngvakeppninni hefur verið hafnað. Lagið ber heitið Dancing Forever og lenti í öðru sæti í forvali á eftir laginu October Rain sem Ísrael hugðist áður tefla fram í Eurovision. 29. febrúar 2024 13:30 Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Öðru júrólagi Ísraels hafi einnig verið hafnað Annarri tillögu Ísraels að lagi í Eurovision söngvakeppninni hefur verið hafnað. Lagið ber heitið Dancing Forever og lenti í öðru sæti í forvali á eftir laginu October Rain sem Ísrael hugðist áður tefla fram í Eurovision. 29. febrúar 2024 13:30