Hvernig forseti Íslands getur aukið atvinnu og velsæld á Vestfjörðum Ástþór Magnússon skrifar 4. apríl 2024 10:30 Staða atvinnumála, raforku og heilbrigðismála á Vestfjörðum er sagt í ólestri. Sveitarfélög ræða um stuðning við sjávarútveg, landbúnað og ferðaþjónustu. Einnig hvetja til nýsköpunar og vaxtar í öðrum greinum. Tökum samtal um verkefnið Virkjum Bessastaði og hvernig við getum byggt upp nýja atvinnugrein tengt friðarmálum. Ísfirska fyrirtækið Kerecis sem á stuttum tíma varð eitt verðmætasta fyrirtæki landsins er lýsandi dæmi um tækifærin á vestfjörðum fyrir nýsköpun og erlenda samvinnu. Þar mætti staðsetja alþjóðlegan friðarháskóla og þjálfunarbúðir friðargæsluliða. Harðbýlt landslagið gæti hentað slíku einstaklega vel. Þegar er kominn vísir að alþjóðlegri menntastofnun á Ísafirði með samstarfi SIT (School for International Training) og UW (Háskólasetur Vestfjarða). SIT er með námsbraut fyrir Frið & Réttlæti og tilvalið að opna þá námsbraut á Ísafirði sem hluta af átakinu Virkjum Bessastaði. UN ITS (Samþætt þjálfunarþjónusta Sameinuðu þjóðanna fyrir friðargæslu) er með margvíslega kennslu fyrir fólk allstaðar að úr heiminum. POTI (Þjálfunarstofnun friðaraðgerða) sem er sjálfseignarstofnun hefur þjálfað tæplega tvær milljónir manns frá 195 löndum til friðargæslustarfa kostað af nokkrum ríkjum utan bandaríkjanna. Í samvinnu við þessar stofnanir mætti setja af stað friðargæslunám á Vestfjörðum. Samhliða því að koma á fót endurbættum stofnunum Sameinuðu þjóðanna á Íslandi þarf auðvitað að leysa úr þeim vandamálum sem blasa við á Vestfjörðum. Sveitarfélögin hafa talað um að svæðið sé ekki samkeppnishæft vegna vandamála við samgöngur, fjarskipti og raforku. Einnig hefur verið rætt um endurbætur á flugvöllum og jafnvel að koma á millilandaflugi frá vestfjörðum. Flugvellir þar eru hinsvegar vel til þess fallnir að nota við þjálfun flugmanna friðargæslunnar sem þurfa að kunna að fljúga í erfiðum aðstæðum. Raforkumál má leysa með nýjum umhverfisvænum lausnum sem nú finnast, og í fjarskiptum eru nú komnar lausnir með gervihnöttum. Vestfirðingar ættu því að taka höndum saman að Virkja Bessastaði og setja sig á kortið sem alþjóðlegan stað fyrir þjálfun friðargæslunnar. Ekki aðeins Ísfirðingar, meirihluti þjóðarinnar hefur lýst óánægju með ástandið í heilbrigðismálum. Með því að Virkja Bessastaði til friðar- og lýðræðismála getum við aukið þjóðartekjur um sex hundruð milljarða og skapað 21 þúsund störf um leið og Íslendingar láta gott af sér leiða til friðarmála. Sumir spyrja hvernig er þetta hægt og ná ekki alveg að tengja. Opnir borgarafundir hefjast í kvöld á nuna.is Ég mun kynna verkefnið á opnum borgarafundum sem hefjast í kvöld kl. 20:00 á vefnum www.nuna.is þar sem Vestfirðingar og aðrir geta átt við mig samtal um hvernig við byggjum upp nýjan atvinnuveg friðarmála hér á landi og hvernig það mun skila sér í aukinni velsæld. Aðgangur að mannsæmandi heilbrigðisþjónustu eru stjórnarskrárbundin réttindi. Forseta Íslands ber að standa vörð um slík réttindi þjóðarinnar og það mun ég gera verði ég kjörinn í embættið. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Ástþór Magnússon Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Staða atvinnumála, raforku og heilbrigðismála á Vestfjörðum er sagt í ólestri. Sveitarfélög ræða um stuðning við sjávarútveg, landbúnað og ferðaþjónustu. Einnig hvetja til nýsköpunar og vaxtar í öðrum greinum. Tökum samtal um verkefnið Virkjum Bessastaði og hvernig við getum byggt upp nýja atvinnugrein tengt friðarmálum. Ísfirska fyrirtækið Kerecis sem á stuttum tíma varð eitt verðmætasta fyrirtæki landsins er lýsandi dæmi um tækifærin á vestfjörðum fyrir nýsköpun og erlenda samvinnu. Þar mætti staðsetja alþjóðlegan friðarháskóla og þjálfunarbúðir friðargæsluliða. Harðbýlt landslagið gæti hentað slíku einstaklega vel. Þegar er kominn vísir að alþjóðlegri menntastofnun á Ísafirði með samstarfi SIT (School for International Training) og UW (Háskólasetur Vestfjarða). SIT er með námsbraut fyrir Frið & Réttlæti og tilvalið að opna þá námsbraut á Ísafirði sem hluta af átakinu Virkjum Bessastaði. UN ITS (Samþætt þjálfunarþjónusta Sameinuðu þjóðanna fyrir friðargæslu) er með margvíslega kennslu fyrir fólk allstaðar að úr heiminum. POTI (Þjálfunarstofnun friðaraðgerða) sem er sjálfseignarstofnun hefur þjálfað tæplega tvær milljónir manns frá 195 löndum til friðargæslustarfa kostað af nokkrum ríkjum utan bandaríkjanna. Í samvinnu við þessar stofnanir mætti setja af stað friðargæslunám á Vestfjörðum. Samhliða því að koma á fót endurbættum stofnunum Sameinuðu þjóðanna á Íslandi þarf auðvitað að leysa úr þeim vandamálum sem blasa við á Vestfjörðum. Sveitarfélögin hafa talað um að svæðið sé ekki samkeppnishæft vegna vandamála við samgöngur, fjarskipti og raforku. Einnig hefur verið rætt um endurbætur á flugvöllum og jafnvel að koma á millilandaflugi frá vestfjörðum. Flugvellir þar eru hinsvegar vel til þess fallnir að nota við þjálfun flugmanna friðargæslunnar sem þurfa að kunna að fljúga í erfiðum aðstæðum. Raforkumál má leysa með nýjum umhverfisvænum lausnum sem nú finnast, og í fjarskiptum eru nú komnar lausnir með gervihnöttum. Vestfirðingar ættu því að taka höndum saman að Virkja Bessastaði og setja sig á kortið sem alþjóðlegan stað fyrir þjálfun friðargæslunnar. Ekki aðeins Ísfirðingar, meirihluti þjóðarinnar hefur lýst óánægju með ástandið í heilbrigðismálum. Með því að Virkja Bessastaði til friðar- og lýðræðismála getum við aukið þjóðartekjur um sex hundruð milljarða og skapað 21 þúsund störf um leið og Íslendingar láta gott af sér leiða til friðarmála. Sumir spyrja hvernig er þetta hægt og ná ekki alveg að tengja. Opnir borgarafundir hefjast í kvöld á nuna.is Ég mun kynna verkefnið á opnum borgarafundum sem hefjast í kvöld kl. 20:00 á vefnum www.nuna.is þar sem Vestfirðingar og aðrir geta átt við mig samtal um hvernig við byggjum upp nýjan atvinnuveg friðarmála hér á landi og hvernig það mun skila sér í aukinni velsæld. Aðgangur að mannsæmandi heilbrigðisþjónustu eru stjórnarskrárbundin réttindi. Forseta Íslands ber að standa vörð um slík réttindi þjóðarinnar og það mun ég gera verði ég kjörinn í embættið. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar