Hvað er spilling og hvers vegna þrífst hún? Guðni Þór Þrándarson skrifar 4. apríl 2024 12:00 Fiskar átta sig ekki endilega á vatninu sem þeir synda í...Haldbærasta skilgreiningin er að spilling sé óverðskuldaður hagnaður (og þar með sóun) af almannafé. Spillingunni er viðhaldið með ýmsum „vinagreiðum“. Þannig koma vandamál stundum í ljós, en rannsóknir af þessu tagi eru sjaldan fullkomlega hlutlægar. Þess vegna eru áhrifin oft takmörkuð, sérstaklega því spillingarhagnaði er líka varið í að beina athygli frá henni. En er hægt að átta sig á hvað sé „óverðskuldaður“ hagnaður? Það er einfalt að sjá ef við viljum! Skýrasta dæmið er kvóti. Ef ég á kvóta, þarf ég ekki að reka sjálfur útgerð; ég get leigt öðrum aðgang að fiskinum og fengið ævilangt hagnað án þess að gera neitt. Þetta hlýtur að teljast óverðskuldað, ekki rétt? Þetta er sóun á gæðum sem almenningur í landinu á í raun og veru; ekki býst ég við að kvótaeigendur eigi heiðurinn af því að gjóta fiskinum og búa til sjóinn? Sömu sögu er að segja af raforku, þéttbýlislóðum og fákeppnishagnaði. En eins og ég fer nánar út í á eftir, þá getum við bæði mælt þennan óverðskuldaða hagnað og síðast en ekki síst skattlagt hann, til þess að endurheimta frelsi okkar. Hvers vegna þrífst spillingin? Svarið mitt felst í einfaldri sögu sem flestir kannast við. Ég var í sundi og þar voru 7-8 ára drengir að skemmta sér. Leikurinn varð fljótt stórkarlalegur hjá þeim; þeir fóru að taka yfir hluta af lauginni undir fótboltaþrusur. Þeir sögðu öðrum að þeir þyrftu að færa sig svo þeir væru ekki fyrir boltanum. Þá greip ég í taumana, stóð upp og sagði þeim að þeir mættu ekki trufla aðra laugargesti. Við það stóðu aðrir upp, frekjugangurinn var kveðinn niður og allir gátu haft það notalegt. Þetta held ég að lýsi líka eðli fákeppni, kúgunar og sóunar á Íslandi. Við erum að horfa á freka stráka (og stelpur) sem hafa tekið sér vald yfir hlutum sem við þurfum öll á að halda til að lifa því lífi sem við viljum. Maður þarf yfirnáttúrulegan hroka til að halda því fram að hann eigi einkarétt á fisknum í sjónum eða náttúruöflum Íslands. Pant eiga eldgosin! Spóana! Andrúmsloftið! Stóru strik sögunnar snúast um eign „aðalsmanna“ á landi og þrælkun þeirra sem búa á því. En nú hafa dólgarnir uppgötvað tæknilegar leiðir til þess að hneppa fólk í þrældóm. Þeir hafa beislað krafta samfélagsins í gegn um lánamarkað, nauðsynjaverslun og nettækni. En er ekkert hægt að gera; lögmál markaðarins ráða? Jú, lausnin er að virkja lýðræðið, alveg eins og þegar stöðva þarf einelti og frekju. Þjóðin er stjórnarskrárgjafi lýðveldisins okkar, og þeir valdhafar sem hún velur hafa einir rétt á að ríkja yfir landinu. Þannig tryggir Ríkisstjórn, í umboði Forseta, jafnan aðgang landsmanna að lífi og frelsi. Með einokun landsgæða og fákeppni markaða, hafa afæturnar í raun klófest líf okkar og frelsi. Við verðum að standa saman þótt ófrýnilegar séu, því hrægammar eru heiglar þegar á reynir. Endurheimtum erfðaréttinn! Mannréttindin! landið okkar! gjöf Guðs. Við sáum engan taka þennan málstað gegn spillingu svo við ákváðum að undirbúa framboð. Þjóðin hefur ekkert að gera við silfurtungur sem gera ekki annað en að dáleiða okkur. Hvað getur forseti samt gert til þess að endurheimta réttlætið? Hann hjálpar Ríkisstjórn og Alþingi að ná fram þjóðarviljanum í málum sem hafa afgerandi áhrif á lífsafkomu okkar. Stjórnvöld gætu tamið fákeppni og sóun með öflugasta stjórntækinu: skattlagningu. Skattur sem leiðréttir óréttláta skiptingu auðs var uppgötvaður af Henry George, einum virtasta hagfræðingi sögunnar sem var langt á undan sínum tíma. Fáir hafa heyrt um hann af því aðrar hagfræðihugmyndir henta valdhöfum mikið betur. Ég mæli eindregið með því að fólk lesi bók hans Progress and poverty (1879), því hún útskýrir vandamál sem við sjáum núna á Íslandi: aukin uppbygging leiðir til meiri misskiptingar. Fyrsta mál George var að horfa á hagfræði síns tíma. Þar var helst að nefna Adam Smith, sem enn í dag er undirstaða hagfræði. En Henry tók eftir alvarlegum rök- og stærðfræðivillum í hornsteinum kenningar hans, sem gerðu það að verkum að hann byggði upp einskonar vúdúhagfræði. Þá hafði hann mikið út á félags-darwinisma og Malthusianisma að setja (sem enn eru mjög áhrifamiklar hugmyndir); því maðurinn er ekki eins og engisprettuplága heldur getur hann sjálfur aukið matarframleiðslu þegar á þarf að halda. George lagði þá nýjan og skýran grunn, með einföldum og algildum skilgreiningum á hugtökum sem aðrir höfðu oft óskýr (og eru enn í dag). Hann var þó sammála öðrum hagfræðingum um það sem kallað er rentulögmálið: það segir að öll umframverðmæti sem staðsetning skapar (þ.e. á landi) skili sér sem renta til landeigenda. Þetta sá hann sem mikið samfélagsmein, beinlínis þar sem hann óx úr grasi með San Francisco frá litlum smábæ þar sem allir voru álíka vel settir (eins og Ísland fyrir ca. 50 árum); yfir í borg þar sem nokkrir urðu vellauðugir á meðan aðrir urðu allslausir (Ísland í dag). Allt vegna leiguokurs landeigendanna. Lækningin sem hann uppgötvaði var að skattleggja eingöngu leiguvirði lands eða rentu. Renta er tekin af samfélaginu sem gjald fyrir að nýta tækifæri lands og sjávar, sem samfélagið hefur sjálft gert verðmætt. Renta er þannig í raun fjárkúgun eða einokunarstarfsemi, svo hann taldi einnig nauðsynlegt að afnema einokun á innviðum og mörkuðum. Rentuskattur myndi skila það miklum tekjum að aðrir skattar eins og á laun og nauðsynjavörur (fátækraskattar) væru óþarfir. Þetta er réttlátasti skatturinn því einokunarhagnaður er tekinn af samfélaginu í heild. Svona skattur eykur skilvirkni, samvinnu, samkennd og framleiðni og hefur átt mikilvægan þátt í uppbyggingu t.d. í Hong Kong. Karl Marx taldi tillögu George síðasta hálmsstrá kapítalistanna, og Milton Friedman hefur sagt að svona skattur væri „skásti“ skatturinn. Til að taka af allar áhyggjur bænda, þá væri svona skattur á bújarðir ekki hár; mikið lægri en skattbyrði sem þeir bera í dag. Einnig ítreka ég að þessar breytingar ættu sér stað í samvinnu við þjóð og þing. Breytt skattalög væru algjörlega fyrirsjáanleg og mikið einfaldari en skattaframkvæmd dagsins í dag, svo engin áhætta væri tekin með því að innleiða nýtt skattkerfi. Landrentuskattur myndi koma miklu betra lagi á húsnæðismarkaðinn og bæta landnýtingu, því í dag á sér stað gríðarleg sóun á illa nýttum þéttbýlislóðum (t.d. gömul léleg hús sem eru viljandi í niðurníðslu þangað til eigandi sér tækifæri til að rífa þau og byggja hótel þar); þeir sem ættu illa nýttar lóðir þyrftu að borga hátt gjald fyrir að meina öðrum að byggja þar upp. Þetta væri sterkur hvati til að þétta byggð, sem eykur hagkvæmni þegar vel er gert og gæfi húseigendum áhugaverða möguleika eins og að leigja út aukaíbúð án hærri skatta. En hvað með alla hina einokunina? Jú, leigulén eru á sama hátt uppspretta spillingar á öðrum mörkuðum. Við þekkjum öll kvótakerfið, en þar væri enn einfaldara að beita lækningu George: Allur kvóti fengi á sig skatt sem næmi nánast öllu leiguverði. (Leiguverð á strandveiðikvóta væri áfram niðurgreitt skv. vilja Alþingis, heildarskattbyrði strandveiða myndi því lækka). Einnig er hægt að finna „leiguverð húsnæðisláns“, með því að spyrja banka hvað borga þurfi þeim fyrir að taka yfir þjónustu láns. Það sama á við um fleiri fákeppnismarkaði; t.d. er hægt að spyrja bensínstöðvar hvað borga þurfi þeim fyrir að taka yfir rekstur einnar bensínstöðvar, samfélagsmiðla hvað þeir vilji leigja auglýsingaþjónustu sína fyrir o.s.frv. Fyrirtækin gætu ennþá staðið sig vel í rekstri, en einokunarhagnaðinum væri réttilega skilað þangað sem hann var tekinn; til samfélagsins. Nú er rétt að minna á að flestir aðrir skattar væru á sama tíma lagðir niður. Rentuskattar ættu einir og sér að duga til rekstrar ríkissjóðs, svo flóknir, óskilvirkir eða órættlátir skattar væru ekki nauðsynlegir lengur. Þar ber að nefna t.d. skatta á laun, mannvirki, neysluvörur, bíla, báta, verkfæri, rekstrarhagnað og erfðafé. Þjóðin og Alþingi ættu að sjálfsögðu að ræða saman til að ákveða hvernig aðrir skattar væru minnkaðir eða aflagðir, en segja þarf skýrt að flestir aðrir skattar en rentuskattar eru skaðlegir samfélaginu og í raun fátækraskattar. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fiskar átta sig ekki endilega á vatninu sem þeir synda í...Haldbærasta skilgreiningin er að spilling sé óverðskuldaður hagnaður (og þar með sóun) af almannafé. Spillingunni er viðhaldið með ýmsum „vinagreiðum“. Þannig koma vandamál stundum í ljós, en rannsóknir af þessu tagi eru sjaldan fullkomlega hlutlægar. Þess vegna eru áhrifin oft takmörkuð, sérstaklega því spillingarhagnaði er líka varið í að beina athygli frá henni. En er hægt að átta sig á hvað sé „óverðskuldaður“ hagnaður? Það er einfalt að sjá ef við viljum! Skýrasta dæmið er kvóti. Ef ég á kvóta, þarf ég ekki að reka sjálfur útgerð; ég get leigt öðrum aðgang að fiskinum og fengið ævilangt hagnað án þess að gera neitt. Þetta hlýtur að teljast óverðskuldað, ekki rétt? Þetta er sóun á gæðum sem almenningur í landinu á í raun og veru; ekki býst ég við að kvótaeigendur eigi heiðurinn af því að gjóta fiskinum og búa til sjóinn? Sömu sögu er að segja af raforku, þéttbýlislóðum og fákeppnishagnaði. En eins og ég fer nánar út í á eftir, þá getum við bæði mælt þennan óverðskuldaða hagnað og síðast en ekki síst skattlagt hann, til þess að endurheimta frelsi okkar. Hvers vegna þrífst spillingin? Svarið mitt felst í einfaldri sögu sem flestir kannast við. Ég var í sundi og þar voru 7-8 ára drengir að skemmta sér. Leikurinn varð fljótt stórkarlalegur hjá þeim; þeir fóru að taka yfir hluta af lauginni undir fótboltaþrusur. Þeir sögðu öðrum að þeir þyrftu að færa sig svo þeir væru ekki fyrir boltanum. Þá greip ég í taumana, stóð upp og sagði þeim að þeir mættu ekki trufla aðra laugargesti. Við það stóðu aðrir upp, frekjugangurinn var kveðinn niður og allir gátu haft það notalegt. Þetta held ég að lýsi líka eðli fákeppni, kúgunar og sóunar á Íslandi. Við erum að horfa á freka stráka (og stelpur) sem hafa tekið sér vald yfir hlutum sem við þurfum öll á að halda til að lifa því lífi sem við viljum. Maður þarf yfirnáttúrulegan hroka til að halda því fram að hann eigi einkarétt á fisknum í sjónum eða náttúruöflum Íslands. Pant eiga eldgosin! Spóana! Andrúmsloftið! Stóru strik sögunnar snúast um eign „aðalsmanna“ á landi og þrælkun þeirra sem búa á því. En nú hafa dólgarnir uppgötvað tæknilegar leiðir til þess að hneppa fólk í þrældóm. Þeir hafa beislað krafta samfélagsins í gegn um lánamarkað, nauðsynjaverslun og nettækni. En er ekkert hægt að gera; lögmál markaðarins ráða? Jú, lausnin er að virkja lýðræðið, alveg eins og þegar stöðva þarf einelti og frekju. Þjóðin er stjórnarskrárgjafi lýðveldisins okkar, og þeir valdhafar sem hún velur hafa einir rétt á að ríkja yfir landinu. Þannig tryggir Ríkisstjórn, í umboði Forseta, jafnan aðgang landsmanna að lífi og frelsi. Með einokun landsgæða og fákeppni markaða, hafa afæturnar í raun klófest líf okkar og frelsi. Við verðum að standa saman þótt ófrýnilegar séu, því hrægammar eru heiglar þegar á reynir. Endurheimtum erfðaréttinn! Mannréttindin! landið okkar! gjöf Guðs. Við sáum engan taka þennan málstað gegn spillingu svo við ákváðum að undirbúa framboð. Þjóðin hefur ekkert að gera við silfurtungur sem gera ekki annað en að dáleiða okkur. Hvað getur forseti samt gert til þess að endurheimta réttlætið? Hann hjálpar Ríkisstjórn og Alþingi að ná fram þjóðarviljanum í málum sem hafa afgerandi áhrif á lífsafkomu okkar. Stjórnvöld gætu tamið fákeppni og sóun með öflugasta stjórntækinu: skattlagningu. Skattur sem leiðréttir óréttláta skiptingu auðs var uppgötvaður af Henry George, einum virtasta hagfræðingi sögunnar sem var langt á undan sínum tíma. Fáir hafa heyrt um hann af því aðrar hagfræðihugmyndir henta valdhöfum mikið betur. Ég mæli eindregið með því að fólk lesi bók hans Progress and poverty (1879), því hún útskýrir vandamál sem við sjáum núna á Íslandi: aukin uppbygging leiðir til meiri misskiptingar. Fyrsta mál George var að horfa á hagfræði síns tíma. Þar var helst að nefna Adam Smith, sem enn í dag er undirstaða hagfræði. En Henry tók eftir alvarlegum rök- og stærðfræðivillum í hornsteinum kenningar hans, sem gerðu það að verkum að hann byggði upp einskonar vúdúhagfræði. Þá hafði hann mikið út á félags-darwinisma og Malthusianisma að setja (sem enn eru mjög áhrifamiklar hugmyndir); því maðurinn er ekki eins og engisprettuplága heldur getur hann sjálfur aukið matarframleiðslu þegar á þarf að halda. George lagði þá nýjan og skýran grunn, með einföldum og algildum skilgreiningum á hugtökum sem aðrir höfðu oft óskýr (og eru enn í dag). Hann var þó sammála öðrum hagfræðingum um það sem kallað er rentulögmálið: það segir að öll umframverðmæti sem staðsetning skapar (þ.e. á landi) skili sér sem renta til landeigenda. Þetta sá hann sem mikið samfélagsmein, beinlínis þar sem hann óx úr grasi með San Francisco frá litlum smábæ þar sem allir voru álíka vel settir (eins og Ísland fyrir ca. 50 árum); yfir í borg þar sem nokkrir urðu vellauðugir á meðan aðrir urðu allslausir (Ísland í dag). Allt vegna leiguokurs landeigendanna. Lækningin sem hann uppgötvaði var að skattleggja eingöngu leiguvirði lands eða rentu. Renta er tekin af samfélaginu sem gjald fyrir að nýta tækifæri lands og sjávar, sem samfélagið hefur sjálft gert verðmætt. Renta er þannig í raun fjárkúgun eða einokunarstarfsemi, svo hann taldi einnig nauðsynlegt að afnema einokun á innviðum og mörkuðum. Rentuskattur myndi skila það miklum tekjum að aðrir skattar eins og á laun og nauðsynjavörur (fátækraskattar) væru óþarfir. Þetta er réttlátasti skatturinn því einokunarhagnaður er tekinn af samfélaginu í heild. Svona skattur eykur skilvirkni, samvinnu, samkennd og framleiðni og hefur átt mikilvægan þátt í uppbyggingu t.d. í Hong Kong. Karl Marx taldi tillögu George síðasta hálmsstrá kapítalistanna, og Milton Friedman hefur sagt að svona skattur væri „skásti“ skatturinn. Til að taka af allar áhyggjur bænda, þá væri svona skattur á bújarðir ekki hár; mikið lægri en skattbyrði sem þeir bera í dag. Einnig ítreka ég að þessar breytingar ættu sér stað í samvinnu við þjóð og þing. Breytt skattalög væru algjörlega fyrirsjáanleg og mikið einfaldari en skattaframkvæmd dagsins í dag, svo engin áhætta væri tekin með því að innleiða nýtt skattkerfi. Landrentuskattur myndi koma miklu betra lagi á húsnæðismarkaðinn og bæta landnýtingu, því í dag á sér stað gríðarleg sóun á illa nýttum þéttbýlislóðum (t.d. gömul léleg hús sem eru viljandi í niðurníðslu þangað til eigandi sér tækifæri til að rífa þau og byggja hótel þar); þeir sem ættu illa nýttar lóðir þyrftu að borga hátt gjald fyrir að meina öðrum að byggja þar upp. Þetta væri sterkur hvati til að þétta byggð, sem eykur hagkvæmni þegar vel er gert og gæfi húseigendum áhugaverða möguleika eins og að leigja út aukaíbúð án hærri skatta. En hvað með alla hina einokunina? Jú, leigulén eru á sama hátt uppspretta spillingar á öðrum mörkuðum. Við þekkjum öll kvótakerfið, en þar væri enn einfaldara að beita lækningu George: Allur kvóti fengi á sig skatt sem næmi nánast öllu leiguverði. (Leiguverð á strandveiðikvóta væri áfram niðurgreitt skv. vilja Alþingis, heildarskattbyrði strandveiða myndi því lækka). Einnig er hægt að finna „leiguverð húsnæðisláns“, með því að spyrja banka hvað borga þurfi þeim fyrir að taka yfir þjónustu láns. Það sama á við um fleiri fákeppnismarkaði; t.d. er hægt að spyrja bensínstöðvar hvað borga þurfi þeim fyrir að taka yfir rekstur einnar bensínstöðvar, samfélagsmiðla hvað þeir vilji leigja auglýsingaþjónustu sína fyrir o.s.frv. Fyrirtækin gætu ennþá staðið sig vel í rekstri, en einokunarhagnaðinum væri réttilega skilað þangað sem hann var tekinn; til samfélagsins. Nú er rétt að minna á að flestir aðrir skattar væru á sama tíma lagðir niður. Rentuskattar ættu einir og sér að duga til rekstrar ríkissjóðs, svo flóknir, óskilvirkir eða órættlátir skattar væru ekki nauðsynlegir lengur. Þar ber að nefna t.d. skatta á laun, mannvirki, neysluvörur, bíla, báta, verkfæri, rekstrarhagnað og erfðafé. Þjóðin og Alþingi ættu að sjálfsögðu að ræða saman til að ákveða hvernig aðrir skattar væru minnkaðir eða aflagðir, en segja þarf skýrt að flestir aðrir skattar en rentuskattar eru skaðlegir samfélaginu og í raun fátækraskattar. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun