Heimsborgarinn með landsbyggðarhjartað í biskupsstól Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar 4. apríl 2024 14:00 Framundan er biskupskjör, framundan er tækifæri til breytinga. Sóknarnefndir landsins, kirkjunnar þjónar og aðrir sem hafa kjörgengi velta því nú fyrir sér hver hinna þriggja frambjóðenda geri kirkjunni mest gagn á þeim stað sem hún er nú. Hverjar eru þarfir kirkjunnar? Hverjar eru þarfir safnaða landsins? Svarið er eitt og einróma, samstillt og samhljóma; við þurfum kirkju sem slær í takt við hjörtu landsmanna og einkennist af friði og fagmennsku. Kirkjan stendur frammi fyrir því einstaka tækifæri að fá í biskupsstól konu sem hefur búið erlendis við nám í fjölda ára, sem hefur þjónað í Grundarfirði, Borgarfirði og í dómkirkjunni. Hún þekkir þarfir borgarinnar og landsbyggðarinnar auk þess sem hún hefur í farteskinu djúpa visku og menntun sem mun nýtast henni afar vel í embætti. Hún nam heimspeki, guðfræði og sálgæslu og hefur þjónað þannig að um hana munar og eftir henni er munað. Auðnist þjóðkirkjunni að fá Elínborgu sem leiðtoga getum við vænst þess að hún sætti fylkingar innan kirkjunnar, hlúi vel að söfnuðum landsins og öðru trúnaðarfólki þjóðkirkjunnar. Hún mun skerpa á vandaðri stjórnsýslu innan kirkjunnar og styrkja stöðu safnaðanna. Jafnframt mun hún óhrædd koma erindi kirkjunnar á framfæri við almenning og bæta ímynd kirkjunnar auk þess sem hún hefur sýnt að hún tengir listilega milli málefna líðandi stundar og grunngilda kristninnar. Eitt er víst: landsmenn geta treyst því að fá glæstan fulltrúa kirkjunnar sem hefur víðsýni til að tala af næmi og visku til þjóðarinnar á gleði og ögurstundum. Allt þetta þori ég að fullyrða eftir að hafa fylgt Elínborgu Sturludóttur eftir Jakobsvegi svo þúsundum kílómetrum skiptir. Hún hefur leitt hópa með mér eftir stígnum ár eftir ár þar sem við göngum yfir 25 kílómetra á dag, dag eftir dag í hita og sól. Þar er hún sú sem hlustar, lagar sig að hraða pílagríma, sinnir kærleiksþjónustu og boðar fagnaðarerindið á sinn hljóðláta og hógværa máta þannig að oftar en einu sinni, oftar en tvisvar hafa göngufélagar okkar haft á orði að það sem kom þeim mest á óvart á Jakobsvegi var að finna aftur sína einlægu trú, fjársjóð og haldreipi. Mig langar að hvetja alla þá sem njóta kjörgengis í biskupskjörinu að nýta kosningarétt sinn og láta muna um sig. Það skiptir máli að taka afstöðu og hafa mótandi áhrif á þjóðkirkjuna okkar til framtíðar. Valið um sameinaða kirkju stendur til boða, núna. Höfundur er pílagrímur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Framundan er biskupskjör, framundan er tækifæri til breytinga. Sóknarnefndir landsins, kirkjunnar þjónar og aðrir sem hafa kjörgengi velta því nú fyrir sér hver hinna þriggja frambjóðenda geri kirkjunni mest gagn á þeim stað sem hún er nú. Hverjar eru þarfir kirkjunnar? Hverjar eru þarfir safnaða landsins? Svarið er eitt og einróma, samstillt og samhljóma; við þurfum kirkju sem slær í takt við hjörtu landsmanna og einkennist af friði og fagmennsku. Kirkjan stendur frammi fyrir því einstaka tækifæri að fá í biskupsstól konu sem hefur búið erlendis við nám í fjölda ára, sem hefur þjónað í Grundarfirði, Borgarfirði og í dómkirkjunni. Hún þekkir þarfir borgarinnar og landsbyggðarinnar auk þess sem hún hefur í farteskinu djúpa visku og menntun sem mun nýtast henni afar vel í embætti. Hún nam heimspeki, guðfræði og sálgæslu og hefur þjónað þannig að um hana munar og eftir henni er munað. Auðnist þjóðkirkjunni að fá Elínborgu sem leiðtoga getum við vænst þess að hún sætti fylkingar innan kirkjunnar, hlúi vel að söfnuðum landsins og öðru trúnaðarfólki þjóðkirkjunnar. Hún mun skerpa á vandaðri stjórnsýslu innan kirkjunnar og styrkja stöðu safnaðanna. Jafnframt mun hún óhrædd koma erindi kirkjunnar á framfæri við almenning og bæta ímynd kirkjunnar auk þess sem hún hefur sýnt að hún tengir listilega milli málefna líðandi stundar og grunngilda kristninnar. Eitt er víst: landsmenn geta treyst því að fá glæstan fulltrúa kirkjunnar sem hefur víðsýni til að tala af næmi og visku til þjóðarinnar á gleði og ögurstundum. Allt þetta þori ég að fullyrða eftir að hafa fylgt Elínborgu Sturludóttur eftir Jakobsvegi svo þúsundum kílómetrum skiptir. Hún hefur leitt hópa með mér eftir stígnum ár eftir ár þar sem við göngum yfir 25 kílómetra á dag, dag eftir dag í hita og sól. Þar er hún sú sem hlustar, lagar sig að hraða pílagríma, sinnir kærleiksþjónustu og boðar fagnaðarerindið á sinn hljóðláta og hógværa máta þannig að oftar en einu sinni, oftar en tvisvar hafa göngufélagar okkar haft á orði að það sem kom þeim mest á óvart á Jakobsvegi var að finna aftur sína einlægu trú, fjársjóð og haldreipi. Mig langar að hvetja alla þá sem njóta kjörgengis í biskupskjörinu að nýta kosningarétt sinn og láta muna um sig. Það skiptir máli að taka afstöðu og hafa mótandi áhrif á þjóðkirkjuna okkar til framtíðar. Valið um sameinaða kirkju stendur til boða, núna. Höfundur er pílagrímur.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun