Birgitta birti fallegar myndir frá sólríku ferðalagi fjölskyldunnar á Instagram þar sem þau virtust njóta sín til hins ýtrasta. Frumburður þeirra Birgittu og Enoks kom í heiminn og virtist hann einnig njóta sín vel í hærra hitastigi.

Birgitta og Enok fóru að rugla saman reytum í ársbyrjun 2022 en þónokkur aldursmunur er á parinu þar sem Birgitta er þrítug og Enok er 21 árs. Þau hafa svo sannarlega gengið í gegnum súrt og sætt saman en gríðarlega athygli vakti í september síðastliðnum þegar þau opinberuðu kyn barnsins.
Svo mikla athygli raunar að það rataði í Áramótaskaupið. Parið tilkynnti enda um kynið með aðstoð þyrlu sem dreifði bláum reyk um Borgartúnið í Reykjavík.