Settur í embætti héraðsdómara Atli Ísleifsson skrifar 5. apríl 2024 11:32 Sindri M. Stephensen. Stjr Dómsmálaráðherra hefur sett Sindra M. Stephensen í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá og með 4. apríl 2024 til og með 28. febrúar 2029. Frá þessu segir á vef dómsmálaráðuneytisins. Tvær umsóknir bárust um embættið og mat dómnefnd Sindra hæfastan. Auk Sindra sótti Sólveig Ingadóttir, aðstoðarmaður héraðsdómara, um stöðuna. Í tilkynningunni kemur fram að Sindri hafi lokið BA-prófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2012 og meistaraprófi í lögfræði við sama skóla árið 2014. „Hann lauk jafnframt mag.jur. gráðu frá Oxford háskóla 2017 og diplómagráðu í opinberri stjórnsýslu frá stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands árið 2019. Hann öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi á árinu 2015 og hlaut alþjóðlega vottun frá International Association of Privacy Professionals árið 2018. Að loknu laganámi starfaði hann meðal annars sem löglærður fulltrúi og síðar lögmaður á lögmannsstofu og sem aðstoðarmaður dómara við EFTA-dómstólinn. Þá hefur hann sinnt kennslu á háskólastigi um nokkurra ára bil, ritað tvær fræðibækur á sviði lögfræði og fjölda ritrýndra greina og bókakafla, ýmist einn eða með öðrum. Hann hefur flutt fyrirlestra og erindi um lögfræðileg efni, starfað sem ritari stjórnsýslunefndar, átt sæti sem aðal- eða varamaður í nefndum af því tagi og verið settur varadómari í máli við héraðsdómstól. Þá sat Sindri í þriggja manna nefnd sem samdi nýjar réttarfarsreglur fyrir EFTA-dómstólinn 2017-2019, hefur setið í ritnefnd og sinnt ritstjórastörfum, verið forstöðumaður Réttarfarsstofnunar Háskólans í Reykjavík, setið í stjórn Hins norræna félags um réttarfar og átt sæti í sérfræðingahópi Þjóðaröryggisráðs,“ segir í tilkynningunni. Dómstólar Vistaskipti Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Frá þessu segir á vef dómsmálaráðuneytisins. Tvær umsóknir bárust um embættið og mat dómnefnd Sindra hæfastan. Auk Sindra sótti Sólveig Ingadóttir, aðstoðarmaður héraðsdómara, um stöðuna. Í tilkynningunni kemur fram að Sindri hafi lokið BA-prófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2012 og meistaraprófi í lögfræði við sama skóla árið 2014. „Hann lauk jafnframt mag.jur. gráðu frá Oxford háskóla 2017 og diplómagráðu í opinberri stjórnsýslu frá stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands árið 2019. Hann öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi á árinu 2015 og hlaut alþjóðlega vottun frá International Association of Privacy Professionals árið 2018. Að loknu laganámi starfaði hann meðal annars sem löglærður fulltrúi og síðar lögmaður á lögmannsstofu og sem aðstoðarmaður dómara við EFTA-dómstólinn. Þá hefur hann sinnt kennslu á háskólastigi um nokkurra ára bil, ritað tvær fræðibækur á sviði lögfræði og fjölda ritrýndra greina og bókakafla, ýmist einn eða með öðrum. Hann hefur flutt fyrirlestra og erindi um lögfræðileg efni, starfað sem ritari stjórnsýslunefndar, átt sæti sem aðal- eða varamaður í nefndum af því tagi og verið settur varadómari í máli við héraðsdómstól. Þá sat Sindri í þriggja manna nefnd sem samdi nýjar réttarfarsreglur fyrir EFTA-dómstólinn 2017-2019, hefur setið í ritnefnd og sinnt ritstjórastörfum, verið forstöðumaður Réttarfarsstofnunar Háskólans í Reykjavík, setið í stjórn Hins norræna félags um réttarfar og átt sæti í sérfræðingahópi Þjóðaröryggisráðs,“ segir í tilkynningunni.
Dómstólar Vistaskipti Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira