Ein besta vinkonan í landsliðinu orðin liðsfélagi hennar í Svíþjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2024 15:00 Hlín Eiríksdóttir er ánægð með undirbúningstímabilið og líka nýja íslenska liðsfélagann. Vísir/Sigurjón Landsliðsframherjinn Hlín Eiríksdóttir hefur verið í miklu stuði á undirbúningstímabilinu með Kristianstad í Svíþjóð en í dag verður hún í eldlínunni með íslenska landsliðinu í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2025. Valur Páll Eiríksson hitti Hlín í aðdraganda leiksins á móti Póllandi en hann fer fram á Kópavogsvellinum í dag. Hvernig hefur undirbúningurinn gengið fyrir nýtt tímabil? „Það gengur bara vel og mér finnst við vera á góðum stað. Það voru vonbrigðarúrslit í bikarkeppninni í Svíþjóð sem er eiginlega spiluð á undirbúningstímabilinu. Ég held að það hafi samt verið mikilvægt fyrir okkur upp á lærdóm. ,“ sagði Hlín Eiríksdóttir. „Mér líst bara mjög vel á framhaldið. Ég held að við séum í góðu flæði sem lið.,“ sagði Hlín og hún er ánægð með að fá Guðnýju Árnadóttir sem nýjan liðsfélaga í Kristianstad. „Það er bara geggjað og alveg frábært. Í fyrsta lagi er hún ein af bestu vinkonunum mínum í landsliðinu og þetta er því ótrúlega gaman fyrir mig. Svo er hún leikmaður sem passar vel inn í okkar leikskipulag. Ég held að hún eigi eftir að nýtast okkur ótrúlega vel enda er hún búin að standa sig vel fyrstu vikurnar,“ sagði Hlín. Hlín hefur verið að skora mikið af mörum á undirbúningstímabilinu. Kemur hún ekki bara í fínu standi inn í þetta landsliðsverkefni? „Jú algjörlega. Mér finnst ég vera búin að eiga gott undirbúningstímabil og búin að vera í flæði allt undirbúningstímabilið. Ég er með hörkusjálfstraust og vonandi get ég tekið það með mér hingað,“ sagði Hlín. Hvernig leik er hægt að búast við á móti Póllandi? „Ég held að þetta verði mjög erfiður leikur. Núna þegar við erum að spila í þessari A-deild þá eru allir leikir mjög erfiðir. Ég vonast til þess að við getum sýnt góða frammistöðu og ég held að við getum sannarlega unnið þær á góðum degi,“ sagði Hlín. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Hlín: Ég er með hörkusjálfstraust Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Sjá meira
Valur Páll Eiríksson hitti Hlín í aðdraganda leiksins á móti Póllandi en hann fer fram á Kópavogsvellinum í dag. Hvernig hefur undirbúningurinn gengið fyrir nýtt tímabil? „Það gengur bara vel og mér finnst við vera á góðum stað. Það voru vonbrigðarúrslit í bikarkeppninni í Svíþjóð sem er eiginlega spiluð á undirbúningstímabilinu. Ég held að það hafi samt verið mikilvægt fyrir okkur upp á lærdóm. ,“ sagði Hlín Eiríksdóttir. „Mér líst bara mjög vel á framhaldið. Ég held að við séum í góðu flæði sem lið.,“ sagði Hlín og hún er ánægð með að fá Guðnýju Árnadóttir sem nýjan liðsfélaga í Kristianstad. „Það er bara geggjað og alveg frábært. Í fyrsta lagi er hún ein af bestu vinkonunum mínum í landsliðinu og þetta er því ótrúlega gaman fyrir mig. Svo er hún leikmaður sem passar vel inn í okkar leikskipulag. Ég held að hún eigi eftir að nýtast okkur ótrúlega vel enda er hún búin að standa sig vel fyrstu vikurnar,“ sagði Hlín. Hlín hefur verið að skora mikið af mörum á undirbúningstímabilinu. Kemur hún ekki bara í fínu standi inn í þetta landsliðsverkefni? „Jú algjörlega. Mér finnst ég vera búin að eiga gott undirbúningstímabil og búin að vera í flæði allt undirbúningstímabilið. Ég er með hörkusjálfstraust og vonandi get ég tekið það með mér hingað,“ sagði Hlín. Hvernig leik er hægt að búast við á móti Póllandi? „Ég held að þetta verði mjög erfiður leikur. Núna þegar við erum að spila í þessari A-deild þá eru allir leikir mjög erfiðir. Ég vonast til þess að við getum sýnt góða frammistöðu og ég held að við getum sannarlega unnið þær á góðum degi,“ sagði Hlín. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Hlín: Ég er með hörkusjálfstraust
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Sjá meira