Draumurinn kýldur niður í Englandi og Svíþjóð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. apríl 2024 07:01 Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur ræðir æskuárin á einlægan hátt í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur átti sér lengst af þann draum að verða atvinnumaður í fótbolta. Fátt annað komst að og hann fór sem unglingur út til Svíþjóðar og Englands til reynslu. Þar var draumurinn hinsvegar kýldur niður og honum sagt að hann væri of lítill. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Þorsteinn er gestur. Þorsteinn fer þar um víðan völl og ræðir fótboltaferilinn, eiturlyfjanotkun á yngri árum, um Karlmennskuna og útgáfu bókar sinnar og eiginkonu hans Huldu Tölgyes um þriðju vaktina í haust. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Fótboltinn átti hug hans og hjarta Þorsteinn segir meðal annars frá því í þættinum að hann hafi aldrei verið á þeirri vegferð í æsku að verða kynjafræðingur. Hann hafi alltaf bara verið rosalega upptekinn af því að spila fótbolta, þó honum hafi aldrei verið haldið að honum í æsku. „Ég man að mamma sagði við mig þegar ég var sex eða sjö ára, að ég yrði að velja mér einhverja íþrótt,“ segir Þorsteinn. Hann segist hafa prófað karate um stund og hafa þótt það glatað. Hann hafi svo prófað að mæta á fótboltaæfingu með vini sínum og þá hafi ekki verið aftur snúið. „Ég var mjög metnaðarfullur og ég ætlaði bara að verða atvinnumaður, bara eins og strákar af þessari kynslóð. Ég veit ekki hvernig það er í dag en ég ætlaði ekkert í skóla eða neitt, ég ætlaði bara að verða atvinnumaður. Og ég var alveg efnilegur, ég var í unglingalandsliðinu og í svona úrtökum og fór meira að segja á reynslu út til tveggja liða.“ Þorsteinn varð svo liðsmaður ÍR. Sagt að hann væri of lítill Þorsteinn var markmaður og fór rúmlega sautján ára gamall til Walsall í Birmingham í Englandi og til Örgryte í Gautaborg í Svíþjóð. Hann segir það eftir á að hyggja hafa verið hrikalega lífsreynslu. „Það var rosalegt högg af því að þarna er ég bara fótboltagaur og ég er bara fótboltasjomli að verða atvinnumaður. Ég er sextán, sautján ára, og þetta er sama sumar, eða sama haustið og ég fæ að heyra það versta sem ég gat ímyndað mér frá báðum þessum liðum,“ segir Þorsteinn. Honum hafi verið sagt að hann væri frábær leikmaður. Teknískur, góður í löppunum og góður að verja. „En þú ert of lítill. Ég er náttúrulega bara 1,78. Markmenn eiga ekkert að vera það litlir. Þarna er ég sextán, sautján ára og draumurinn minn er bara kýldur niður. Ég hugsaði bara: Það er fullt af litlum markmönnum. Þetta skiptir engu máli.“ Hataði að hita Hjörvar Hafliða upp Þorsteinn segir egóið sitt þarna hafa verið upp úr öllu valdi og höggið því meira en ella. Sér hafi tekist að spila nokkra landsleiki með unglingalandsliðinu en svo ekki komist í hóp þegar hann var nítján ára, sem sömuleiðis hafi verið högg. Hann hélt þó áfram að spila, meðal annars með Breiðablik. „Ég spilaði áfram, ég var semsagt varamarkmaður fyrir Hjörvar Hafliðason á einhverju, já semí góðu tímabili hjá Breiðablik, ég man ekki hvaða ár það var, 2005, 2006 eða eitthvað, allavega þá fórum við upp um deild og vorum í úrvalsdeildinni. Ég hitaði Hjörvar Hafliða upp fyrir alla leiki, hataði það, djöfull hataði ég það maður,“ segir Þorsteinn á einlægum nótum. Hjörvar hafi alltaf verið eitthvað tæpur og ekki alveg í standi, Þorsteinn við það að fá sjéns á vellinum sem þó hafi ekki tekist í þetta sinn. Hann hafi að endingu spilað sinn fyrsta meistaraflokksleik með ÍR. Þetta hafi verið lífið. Þorsteinn með liðsfélögum sínum í ÍR árið 2007. Tók ákvörðun um að hætta á miðju sumri Þorsteinn segist muna vel eftir stundinni þar sem hann áttaði sig á því að hann vildi leggja hanskana á hilluna. Hann hafi upplifað það um tíma, nokkur ár að hann væri hættur að njóta þess að spila. „Af því að ég var að fara að verða geggjaður og bestur og eitthvað svona. Þannig að það var fókusinn og ef ég gerði einhver smá mistök þá velti ég mér upp úr því, þannig ég var orðinn einhverskonar vélmenni og náði aldrei að njóta,“ segir Þorsteinn. Hann hafi svo í upphafi síns síðasta tímabils brotnað á fingri. ÍR hafi þurft að ná sér í annan markmann og Þorsteinn ekki klár fyrr en tímabilið var hafið en varamaðurinn spilaði einum of vel. „Hann heldur mér bara úti, þannig að á miðju sumri segi ég bara: Ég nenni þessu ekki, ég er farinn. Þetta var svona ákveðið egó móment að labba bara í burtu, en þannig var þetta. Ég sá bara að ég væri ekkert að fara að spila, það væri ekki framtíð í þessu og þá var þetta bara komið.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einkalífið Tengdar fréttir Veltir fyrir sér hvort hann sé dottinn úr tísku Þorsteinn V. Einarsson hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir skelegga framgöngu sína í umræðu um jafnrétti og málefni kynjanna. Hann segist nú velta því fyrir sér hvort hann eigi að halda miðli sínum Karlmennskunni áfram úti og segir mikið bakslag í umræðunni, auk þess sem harðvítug umræða um hann hafi haft sín áhrif á andlega heilsu hans. 28. mars 2024 07:00 Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Þorsteinn er gestur. Þorsteinn fer þar um víðan völl og ræðir fótboltaferilinn, eiturlyfjanotkun á yngri árum, um Karlmennskuna og útgáfu bókar sinnar og eiginkonu hans Huldu Tölgyes um þriðju vaktina í haust. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Fótboltinn átti hug hans og hjarta Þorsteinn segir meðal annars frá því í þættinum að hann hafi aldrei verið á þeirri vegferð í æsku að verða kynjafræðingur. Hann hafi alltaf bara verið rosalega upptekinn af því að spila fótbolta, þó honum hafi aldrei verið haldið að honum í æsku. „Ég man að mamma sagði við mig þegar ég var sex eða sjö ára, að ég yrði að velja mér einhverja íþrótt,“ segir Þorsteinn. Hann segist hafa prófað karate um stund og hafa þótt það glatað. Hann hafi svo prófað að mæta á fótboltaæfingu með vini sínum og þá hafi ekki verið aftur snúið. „Ég var mjög metnaðarfullur og ég ætlaði bara að verða atvinnumaður, bara eins og strákar af þessari kynslóð. Ég veit ekki hvernig það er í dag en ég ætlaði ekkert í skóla eða neitt, ég ætlaði bara að verða atvinnumaður. Og ég var alveg efnilegur, ég var í unglingalandsliðinu og í svona úrtökum og fór meira að segja á reynslu út til tveggja liða.“ Þorsteinn varð svo liðsmaður ÍR. Sagt að hann væri of lítill Þorsteinn var markmaður og fór rúmlega sautján ára gamall til Walsall í Birmingham í Englandi og til Örgryte í Gautaborg í Svíþjóð. Hann segir það eftir á að hyggja hafa verið hrikalega lífsreynslu. „Það var rosalegt högg af því að þarna er ég bara fótboltagaur og ég er bara fótboltasjomli að verða atvinnumaður. Ég er sextán, sautján ára, og þetta er sama sumar, eða sama haustið og ég fæ að heyra það versta sem ég gat ímyndað mér frá báðum þessum liðum,“ segir Þorsteinn. Honum hafi verið sagt að hann væri frábær leikmaður. Teknískur, góður í löppunum og góður að verja. „En þú ert of lítill. Ég er náttúrulega bara 1,78. Markmenn eiga ekkert að vera það litlir. Þarna er ég sextán, sautján ára og draumurinn minn er bara kýldur niður. Ég hugsaði bara: Það er fullt af litlum markmönnum. Þetta skiptir engu máli.“ Hataði að hita Hjörvar Hafliða upp Þorsteinn segir egóið sitt þarna hafa verið upp úr öllu valdi og höggið því meira en ella. Sér hafi tekist að spila nokkra landsleiki með unglingalandsliðinu en svo ekki komist í hóp þegar hann var nítján ára, sem sömuleiðis hafi verið högg. Hann hélt þó áfram að spila, meðal annars með Breiðablik. „Ég spilaði áfram, ég var semsagt varamarkmaður fyrir Hjörvar Hafliðason á einhverju, já semí góðu tímabili hjá Breiðablik, ég man ekki hvaða ár það var, 2005, 2006 eða eitthvað, allavega þá fórum við upp um deild og vorum í úrvalsdeildinni. Ég hitaði Hjörvar Hafliða upp fyrir alla leiki, hataði það, djöfull hataði ég það maður,“ segir Þorsteinn á einlægum nótum. Hjörvar hafi alltaf verið eitthvað tæpur og ekki alveg í standi, Þorsteinn við það að fá sjéns á vellinum sem þó hafi ekki tekist í þetta sinn. Hann hafi að endingu spilað sinn fyrsta meistaraflokksleik með ÍR. Þetta hafi verið lífið. Þorsteinn með liðsfélögum sínum í ÍR árið 2007. Tók ákvörðun um að hætta á miðju sumri Þorsteinn segist muna vel eftir stundinni þar sem hann áttaði sig á því að hann vildi leggja hanskana á hilluna. Hann hafi upplifað það um tíma, nokkur ár að hann væri hættur að njóta þess að spila. „Af því að ég var að fara að verða geggjaður og bestur og eitthvað svona. Þannig að það var fókusinn og ef ég gerði einhver smá mistök þá velti ég mér upp úr því, þannig ég var orðinn einhverskonar vélmenni og náði aldrei að njóta,“ segir Þorsteinn. Hann hafi svo í upphafi síns síðasta tímabils brotnað á fingri. ÍR hafi þurft að ná sér í annan markmann og Þorsteinn ekki klár fyrr en tímabilið var hafið en varamaðurinn spilaði einum of vel. „Hann heldur mér bara úti, þannig að á miðju sumri segi ég bara: Ég nenni þessu ekki, ég er farinn. Þetta var svona ákveðið egó móment að labba bara í burtu, en þannig var þetta. Ég sá bara að ég væri ekkert að fara að spila, það væri ekki framtíð í þessu og þá var þetta bara komið.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Einkalífið Tengdar fréttir Veltir fyrir sér hvort hann sé dottinn úr tísku Þorsteinn V. Einarsson hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir skelegga framgöngu sína í umræðu um jafnrétti og málefni kynjanna. Hann segist nú velta því fyrir sér hvort hann eigi að halda miðli sínum Karlmennskunni áfram úti og segir mikið bakslag í umræðunni, auk þess sem harðvítug umræða um hann hafi haft sín áhrif á andlega heilsu hans. 28. mars 2024 07:00 Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Sjá meira
Veltir fyrir sér hvort hann sé dottinn úr tísku Þorsteinn V. Einarsson hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir skelegga framgöngu sína í umræðu um jafnrétti og málefni kynjanna. Hann segist nú velta því fyrir sér hvort hann eigi að halda miðli sínum Karlmennskunni áfram úti og segir mikið bakslag í umræðunni, auk þess sem harðvítug umræða um hann hafi haft sín áhrif á andlega heilsu hans. 28. mars 2024 07:00