Laun dómara opinberuð: Þeir bestu á Englandi þéna mest en hæstu meðallaunin eru á Spáni Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2024 12:16 Anthony Taylor er líklegast einn af best launuðu dómurum ensku deildarinnar en Gabriel Jesus þó töluvert launahærri. Vísir/Getty Dómarar eru oftar en ekki í sviðsljósinu í knattspyrnuheiminum. Vefmiðillinn The Athletic hefur birt samantekt yfir laun dómara í sex stórum deildum þar sem ýmislegt áhugavert kemur í ljós. Sjaldan er fjallað um launakjör dómara í knattspyrnu sem þó eru oft mikið í sviðsljósinu vegna ákvarðana sinna. Vefmiðillinn The Athletic hefur birt samantekt yfir launakjör dómara í fimm stærstu deildum Evrópu sem og bandarísku MLS-deildinni. Í samantektinni kemur í ljós að dómarar í spænsku úrvalsdeildinni fá hæstu launin að meðaltali. Fyrir utan greiðslu fyrir sjálfa dómgæsluna fá þeir greiðslu vegna ímyndaréttar og auglýsinga á búningum þeirra. Ever wondered how much a referee earns? La Liga officials are the best paid on average and command image rights Premier League refs have potential to earn highest annual salaries MLS now on par with top European leagues @TBurrows16 and @MLSist— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) April 4, 2024 Dómarar í ensku úrvalsdeildinni fá töluvert lægri laun að meðaltali en kollegar þeirra á Spáni. Þar munar hins vegar miklu á launum einstakra dómara og þeir sem standa sig best og hafa mestu reynsluna eru þeir launahæstu í heimi. Þá er athyglisvert að dómarar á Englandi fá sérstaklega greitt ef þeir dæma rétt í stórum atvikum í leikjum. Árslaun dómara Á Englandi eru tuttugu dómarar sem tilheyra hópnum SG1 (Select Group One) en þeir starfa sem dómarar í fullu starfi og dæma leiki í ensku úrvalsdeildinni. Þar á meðal eru þrír dómarar sem tilheyra UEFA Elite-hópnum sem fá að auki greiðslur fyrir Evrópu- og landsleiki. La Liga Lægstu laun: 21.836.749 krónurHæstu laun: 21.836.749 krónur MLS Lægstu laun: 17.366.978 krónurHæstu laun: 22.923.877 krónur Premier League Lægstu laun: 12.985.604 krónurHæstu laun: 25.879.120 krónur Serie A Lægstu laun: 13.523.895 krónurHæstu laun: 13.592.610 krónur Ligue 1 Lægstu laun: 11.724.669 krónurHæstu laun: 11.784.772 krónur Bundesliga Lægstu laun: 9.310.177 krónurHæstu laun: 12.313.574 krónur Þar fyrir neðan eru SG2-hópur sem sér að mestu um leiki í Championship-deildinni og síðan National-hópurinn sem dæma í League One og League Two deildunum. Það þarf þó ekkert að efast um að leikmenn deildanna þéna margfalt meira en dómararnir sem miklu ráða. Kevin De Bruyne og Erling Haaland eru þar í efstu tveimur sætunum og þéna um 70 milljónir króna - á einni viku. Tekjur drýgðar í Mið-Austurlöndum Dómarar á Englandi hafa þó nýtt tækifæri og drýgt tekjurnar á öðrum vettvangi. Mark Clattenburg hætti alfarið dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni árið 2017 og flutti sig yfir til Sádi Arabíu. Í bók sem hann gaf út sagði hann frá því að á Englandi hafi hann þénað tæplega 23 milljónir á ári. Í Sádi Arabíu hafi árslaunin hins vegar verið rúmar 90 milljónir og það skattfrjálst. Þá hefur Michael Oliver tekið að sér einstaka leiki í Sádi Arabíu en í september dæmdi hann leik Sharjah og Al Ain þar í landi. Hluti teymisins í þeim leik dæmdi síðan leik Tottenham og Liverpool í ensku deildinni aðeins tveimur sólarhringum síðar og hlaut mikla gagnrýni fyrir risastór mistök þegar löglegt mark Luis Diaz var dæmt af. Ítalski boltinn Spænski boltinn Franski boltinn Þýski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira
Sjaldan er fjallað um launakjör dómara í knattspyrnu sem þó eru oft mikið í sviðsljósinu vegna ákvarðana sinna. Vefmiðillinn The Athletic hefur birt samantekt yfir launakjör dómara í fimm stærstu deildum Evrópu sem og bandarísku MLS-deildinni. Í samantektinni kemur í ljós að dómarar í spænsku úrvalsdeildinni fá hæstu launin að meðaltali. Fyrir utan greiðslu fyrir sjálfa dómgæsluna fá þeir greiðslu vegna ímyndaréttar og auglýsinga á búningum þeirra. Ever wondered how much a referee earns? La Liga officials are the best paid on average and command image rights Premier League refs have potential to earn highest annual salaries MLS now on par with top European leagues @TBurrows16 and @MLSist— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) April 4, 2024 Dómarar í ensku úrvalsdeildinni fá töluvert lægri laun að meðaltali en kollegar þeirra á Spáni. Þar munar hins vegar miklu á launum einstakra dómara og þeir sem standa sig best og hafa mestu reynsluna eru þeir launahæstu í heimi. Þá er athyglisvert að dómarar á Englandi fá sérstaklega greitt ef þeir dæma rétt í stórum atvikum í leikjum. Árslaun dómara Á Englandi eru tuttugu dómarar sem tilheyra hópnum SG1 (Select Group One) en þeir starfa sem dómarar í fullu starfi og dæma leiki í ensku úrvalsdeildinni. Þar á meðal eru þrír dómarar sem tilheyra UEFA Elite-hópnum sem fá að auki greiðslur fyrir Evrópu- og landsleiki. La Liga Lægstu laun: 21.836.749 krónurHæstu laun: 21.836.749 krónur MLS Lægstu laun: 17.366.978 krónurHæstu laun: 22.923.877 krónur Premier League Lægstu laun: 12.985.604 krónurHæstu laun: 25.879.120 krónur Serie A Lægstu laun: 13.523.895 krónurHæstu laun: 13.592.610 krónur Ligue 1 Lægstu laun: 11.724.669 krónurHæstu laun: 11.784.772 krónur Bundesliga Lægstu laun: 9.310.177 krónurHæstu laun: 12.313.574 krónur Þar fyrir neðan eru SG2-hópur sem sér að mestu um leiki í Championship-deildinni og síðan National-hópurinn sem dæma í League One og League Two deildunum. Það þarf þó ekkert að efast um að leikmenn deildanna þéna margfalt meira en dómararnir sem miklu ráða. Kevin De Bruyne og Erling Haaland eru þar í efstu tveimur sætunum og þéna um 70 milljónir króna - á einni viku. Tekjur drýgðar í Mið-Austurlöndum Dómarar á Englandi hafa þó nýtt tækifæri og drýgt tekjurnar á öðrum vettvangi. Mark Clattenburg hætti alfarið dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni árið 2017 og flutti sig yfir til Sádi Arabíu. Í bók sem hann gaf út sagði hann frá því að á Englandi hafi hann þénað tæplega 23 milljónir á ári. Í Sádi Arabíu hafi árslaunin hins vegar verið rúmar 90 milljónir og það skattfrjálst. Þá hefur Michael Oliver tekið að sér einstaka leiki í Sádi Arabíu en í september dæmdi hann leik Sharjah og Al Ain þar í landi. Hluti teymisins í þeim leik dæmdi síðan leik Tottenham og Liverpool í ensku deildinni aðeins tveimur sólarhringum síðar og hlaut mikla gagnrýni fyrir risastór mistök þegar löglegt mark Luis Diaz var dæmt af.
La Liga Lægstu laun: 21.836.749 krónurHæstu laun: 21.836.749 krónur MLS Lægstu laun: 17.366.978 krónurHæstu laun: 22.923.877 krónur Premier League Lægstu laun: 12.985.604 krónurHæstu laun: 25.879.120 krónur Serie A Lægstu laun: 13.523.895 krónurHæstu laun: 13.592.610 krónur Ligue 1 Lægstu laun: 11.724.669 krónurHæstu laun: 11.784.772 krónur Bundesliga Lægstu laun: 9.310.177 krónurHæstu laun: 12.313.574 krónur
Ítalski boltinn Spænski boltinn Franski boltinn Þýski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira