Ætlaði að halda tónleika fyrir synina, seldi svo upp sex í viðbót Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. apríl 2024 13:53 Sjö tónleikar eru nú uppseldir og hann stefnir á að halda fleiri. Vísir/Samsett Árni Páll Árnason sem er þjóðinni betur kunnugur undir nafninu Herra Hnetusmjör hefur selt upp sjö fjölskyldutónleika og stefnir á að skipuleggja fleiri. Hann segist ætla að setja tónleika á sölu þangað til miðakaup þrjóta. Árni segist upphaflega hafa viljað halda tónleika fyrir syni sína tvo en að sú áætlun hafi verið sett úr skorðum af þeirri gríðarlegu eftirspurn sem kom í ljós. „Ég ákvað í rauninni að halda tónleika bara fyrir strákana mína. Ég fékk salinn og set upp tónleika. Svo er það náttúrlega algjörlega farið úr böndunum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Upphaflega átti að halda tvo tónleika helgina fjórða og fimmta maí. Miðarnir ruku hins vegar út á mettíma, þannig Árni ákvað að bæta við þremur tónleikum sömu helgi. Þeir seldust upp á hálftíma. Eftirspurnin var hins vegar augljóslega ekki þrotin. Honum barst fjöldinn allur skilaboða frá vonsviknum foreldrum. Idolið og Ice Guys „Svo bætti ég við öðrum og það seldist upp á einhverjum hálftíma líka. Svo bætti ég við öðrum og það seldist upp á tíu klukkutímum. Þannig nú eru sjö uppseldir,“ segir hann.“ Ýmislegt spili inn í þessar gríðarlegu vinsældir hans á meðal ungu kynslóðarinnar að hans mati. „Þetta er Idolið klárlega og Ice Guys. Svo áramótalagið líka. Svo er maður búinn að vera áberandi lengi og þá aðallega hjá unga fólkinu. Svo er lið á mínum aldri farið að eignast börn og komin með tveggja, fjögurra ára krakka,“ segir hann. Allir komast að sem vilja Hann segist vera í óðaönn við að útvega rappþyrstu æsku þjóðarinnar fleiri tónleikum en búið er að fylla dagskrána í Salnum í Kópavogi þessa helgi, fjórða og fimmta maí. Hann bætir við að allir komist að sem vilja og að hann muni halda áfram að halda tónleika þangað til fólk hættir að kaupa miða. „Það er öðruvísi þegar maður er að halda fullorðinsgigg. Þá er bara nett að það sé uppselt og komast færri að en vilja, það er bara gott. En ekki svona, maður vill ekki að það sé einhver í skólanum sem hefði viljað fara og allir vinirnir fóru. Þannig ég ætla bara að setja fleiri tónleika í sölu þangað til að fólk hættir að kaupa miða.“ Tónlist Tónleikar á Íslandi Kópavogur Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Sjá meira
Árni segist upphaflega hafa viljað halda tónleika fyrir syni sína tvo en að sú áætlun hafi verið sett úr skorðum af þeirri gríðarlegu eftirspurn sem kom í ljós. „Ég ákvað í rauninni að halda tónleika bara fyrir strákana mína. Ég fékk salinn og set upp tónleika. Svo er það náttúrlega algjörlega farið úr böndunum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Upphaflega átti að halda tvo tónleika helgina fjórða og fimmta maí. Miðarnir ruku hins vegar út á mettíma, þannig Árni ákvað að bæta við þremur tónleikum sömu helgi. Þeir seldust upp á hálftíma. Eftirspurnin var hins vegar augljóslega ekki þrotin. Honum barst fjöldinn allur skilaboða frá vonsviknum foreldrum. Idolið og Ice Guys „Svo bætti ég við öðrum og það seldist upp á einhverjum hálftíma líka. Svo bætti ég við öðrum og það seldist upp á tíu klukkutímum. Þannig nú eru sjö uppseldir,“ segir hann.“ Ýmislegt spili inn í þessar gríðarlegu vinsældir hans á meðal ungu kynslóðarinnar að hans mati. „Þetta er Idolið klárlega og Ice Guys. Svo áramótalagið líka. Svo er maður búinn að vera áberandi lengi og þá aðallega hjá unga fólkinu. Svo er lið á mínum aldri farið að eignast börn og komin með tveggja, fjögurra ára krakka,“ segir hann. Allir komast að sem vilja Hann segist vera í óðaönn við að útvega rappþyrstu æsku þjóðarinnar fleiri tónleikum en búið er að fylla dagskrána í Salnum í Kópavogi þessa helgi, fjórða og fimmta maí. Hann bætir við að allir komist að sem vilja og að hann muni halda áfram að halda tónleika þangað til fólk hættir að kaupa miða. „Það er öðruvísi þegar maður er að halda fullorðinsgigg. Þá er bara nett að það sé uppselt og komast færri að en vilja, það er bara gott. En ekki svona, maður vill ekki að það sé einhver í skólanum sem hefði viljað fara og allir vinirnir fóru. Þannig ég ætla bara að setja fleiri tónleika í sölu þangað til að fólk hættir að kaupa miða.“
Tónlist Tónleikar á Íslandi Kópavogur Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Sjá meira