Vel meðvitaðar um ógnina sem felst í Sveindísi Jane Aron Guðmundsson skrifar 8. apríl 2024 15:30 Sveindís Jane fagnar marki sínu gegn Póllandi í 3-0 sigri Íslands á dögunum vísir / hulda margrét Þýska pressan sem og leikmenn þýska landsliðsins eru vel meðvitaðir um getu Sveindísar Jane Jónsdóttur innan vallar fyrir leik Þýskalands og Íslands í undankeppni EM 2025 í Aachen á morgun. Liðsfélagar Sveindísar Jane hjá Wolfsburg, hrósa henni hástert í aðdraganda leiksins en eru um leið vel meðvitaðir um styrkleika hennar og reyna að gera liðsfélögum sínum ljóst hvað sé í vændum. Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen Leikur Þýskalands og Íslands á morgun er viðureign toppliða fjórða riðils í A-deild undankeppninnar. Bæði lið fóru með sigur úr býtum í viðureignum sínum í fyrstu umferð, Ísland vann öruggan 3-0 sigur á Póllandi heima á Kópavogsvelli á meðan að þær þýsku lentu í basil með nágranna sína frá Austurríki en höfðu að lokum 3-2 sigur eftir að hafa lent tveimur mörkum undir snemma leiks. Í íslenska landsliðinu er að finna góðan hóp leikmanna sem að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Meðal þeirra leikmanna er Sveindís Jane sem hefur getið sér gott orð með liði Wolfsburg. Þjóðverjarnir hafa ekki bara áhyggjur af maraskorun og sköpunargáfu Sveindísar Jane. Þeir eru einnig vel meðvitaðir um ógnina sem skapast út frá löngu innköstum hennar. „Hún er hreint út sagt frábær leikmaður,“ segir Vivien Endemann, liðsfélagi Sveindísar hjá Wolfsburg og leikmaður þýska landsliðsins. „Hún býr yfir gríðarlega miklum hraða og löngu innköstin hennar eru raunverulegt vopn.“ Kathrin Hendrich, leikmaður Þýskalands sem einnig spilar með Sveindísi hjá Wolfsburg, telur sig svo hafa lausnina við því að stoppa Sveindísi. „Maður verður að trufla hana ítrekað um leið og hún fær boltann. Ef hún kemst á skrið þá verður erfitt að stoppa hana.“ Búist er við um og yfir fimmtán þúsund manns á leik Þýskalands og Íslands á morgun á Tivoli leikvanginum í Aachen. Þýska liðið mætir til leiks með töluverða pressu á sér efir nauman sigur gegn nágrönnum sínum frá Austurríki í fyrstu umferð undankeppninnar. Þá dregur það ekki úr pressunni fyrir leikmenn liðsins að verðandi þjálfari þess, Christian Wück sem mun taka við þýska landsliðinu, eftir Ólympíuleikana í sumar, af bráðabirgðaþjálfaranum Horst Hrubesch, verður á meðal áhorfenda á Tivoli leikvanginum. Verður það í fyrsta sinn sem hann mætir á leik hjá liðinu eftir að greint frá því að hann yrði næsti landsliðsþjálfari Þýskalands. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen Leikur Þýskalands og Íslands á morgun er viðureign toppliða fjórða riðils í A-deild undankeppninnar. Bæði lið fóru með sigur úr býtum í viðureignum sínum í fyrstu umferð, Ísland vann öruggan 3-0 sigur á Póllandi heima á Kópavogsvelli á meðan að þær þýsku lentu í basil með nágranna sína frá Austurríki en höfðu að lokum 3-2 sigur eftir að hafa lent tveimur mörkum undir snemma leiks. Í íslenska landsliðinu er að finna góðan hóp leikmanna sem að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Meðal þeirra leikmanna er Sveindís Jane sem hefur getið sér gott orð með liði Wolfsburg. Þjóðverjarnir hafa ekki bara áhyggjur af maraskorun og sköpunargáfu Sveindísar Jane. Þeir eru einnig vel meðvitaðir um ógnina sem skapast út frá löngu innköstum hennar. „Hún er hreint út sagt frábær leikmaður,“ segir Vivien Endemann, liðsfélagi Sveindísar hjá Wolfsburg og leikmaður þýska landsliðsins. „Hún býr yfir gríðarlega miklum hraða og löngu innköstin hennar eru raunverulegt vopn.“ Kathrin Hendrich, leikmaður Þýskalands sem einnig spilar með Sveindísi hjá Wolfsburg, telur sig svo hafa lausnina við því að stoppa Sveindísi. „Maður verður að trufla hana ítrekað um leið og hún fær boltann. Ef hún kemst á skrið þá verður erfitt að stoppa hana.“ Búist er við um og yfir fimmtán þúsund manns á leik Þýskalands og Íslands á morgun á Tivoli leikvanginum í Aachen. Þýska liðið mætir til leiks með töluverða pressu á sér efir nauman sigur gegn nágrönnum sínum frá Austurríki í fyrstu umferð undankeppninnar. Þá dregur það ekki úr pressunni fyrir leikmenn liðsins að verðandi þjálfari þess, Christian Wück sem mun taka við þýska landsliðinu, eftir Ólympíuleikana í sumar, af bráðabirgðaþjálfaranum Horst Hrubesch, verður á meðal áhorfenda á Tivoli leikvanginum. Verður það í fyrsta sinn sem hann mætir á leik hjá liðinu eftir að greint frá því að hann yrði næsti landsliðsþjálfari Þýskalands.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Sjá meira