Yfirlæti forsetaframbjóðenda fer í taugarnar á Ragnari Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. apríl 2024 23:41 Ragnar Þór Ingólfsson tekur ekki undir með þeim sem pirra sig á fjölda frambjóðenda. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR tekur ekki undir með þeim sem pirra sig á þeim mikla fjölda frambjóðenda til embættis forseta sem borist hafa undanfarna mánuði. Hann segir það vera forréttindi að í landinu okkar geti nánast hver sem er gefið kost á sér án of þröngra skilyrða. Honum finnst að frelsið til að bjóða sig fram sé grundvöllur lýðræðis í okkar samfélagi og réttur sem ekki megi með nokkru móti skerða. Þetta segir Ragnar í færslu sem hann birti á síðu sína á Facebook fyrr í dag. „Kæru vinir. Ég hef tekið ákvörðun um að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands,“ byrjar hann færsluna á en tekur skýrt fram í lok hennar að um smellibeitu hafi verið að ræða. Hann segir þetta vera orðið yfirlýsing sem hljómar kunnuglega í eyrum fólks þessa dagana og að svo virðist sem mikli áhuginn á embættinu, sem raungerist í miklum fjölda frambjóðenda, fari fyrir brjóstið á flestum sem hann talar við. Því er hann algjörlega ósammála. „Við búum við þau forréttindi að í landinu okkar getur nánast hver sem er boðið sig fram til embættis forseta. Án þess að skilyrði til þess séu of þröng,“ skrifar Ragnar. „Hitt er annað mál að peninga og valdaöflin munu að öllum líkindum ráða því á endanum hver hlýtur hnossið því möguleikar meðal Jóns og meðal Gunnu eru litlir sem engir þegar á hólminn er komið. En það breytir ekki mikilvægi þess að geta boðið sig fram, en þeim möguleika er ekki til að dreifa í nær öllum samanburði á heimsvísu,“ segir hann. Lítur á þetta sem lýðræðisveislu Hann spyr sig hver staðan væri ef við hefðum einungis „tvo kolruglaða karla á níræðisaldri“ úr að velja og á þá væntanlega við bandarísku hliðstæður frambjóðendanna, þá Joe Biden og Donald Trump. „Í grunninn, finnst mér persónulega, að hafa frelsið og möguleika til að bjóða sig fram vera grundvöllur lýðræðis í okkar samfélagi, réttur sem ekki má með nokkru móti skerða. Ég horfi á þetta sem lýðræðisveislu sem við eigum öll að fagna. Ég hef meiri áhyggjur af því að of margir heltist úr lestinni frekar en hitt. Að heyra ekki sjónarmið og skoðanir þeirra sem eru nær raunveruleika venjulegs fólks en ekki hluti af einhverri elítu,“ segir Ragnar. Þau sem talað er orðið um sem líkleg til árangurs séu farin að tala öðruvísi og klæða sig með öðrum hætti. Þetta hafi hann oft orðið var við í gegnum tíðina þegar forsetaefni stígi fram. „Þetta fer einhvern veginn alltaf í taugarnar á mér. Af hverju getur fólk ekki bara verið venjulegt eins og við hin í stað þess að ávarpa okkur, tala til okkar með yfirlætislegum og háfleygum hætti?“ spyr Ragnar sig. „Það verður í það minnsta spennandi að fylgjast með frambjóðendunum, þeim sem komast í gegnum fyrstu síuna, og heyra hvað þeir hafa fram að færa annað en eigið ágæti, köllun, menntun og pólitíska “sigra”.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Honum finnst að frelsið til að bjóða sig fram sé grundvöllur lýðræðis í okkar samfélagi og réttur sem ekki megi með nokkru móti skerða. Þetta segir Ragnar í færslu sem hann birti á síðu sína á Facebook fyrr í dag. „Kæru vinir. Ég hef tekið ákvörðun um að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands,“ byrjar hann færsluna á en tekur skýrt fram í lok hennar að um smellibeitu hafi verið að ræða. Hann segir þetta vera orðið yfirlýsing sem hljómar kunnuglega í eyrum fólks þessa dagana og að svo virðist sem mikli áhuginn á embættinu, sem raungerist í miklum fjölda frambjóðenda, fari fyrir brjóstið á flestum sem hann talar við. Því er hann algjörlega ósammála. „Við búum við þau forréttindi að í landinu okkar getur nánast hver sem er boðið sig fram til embættis forseta. Án þess að skilyrði til þess séu of þröng,“ skrifar Ragnar. „Hitt er annað mál að peninga og valdaöflin munu að öllum líkindum ráða því á endanum hver hlýtur hnossið því möguleikar meðal Jóns og meðal Gunnu eru litlir sem engir þegar á hólminn er komið. En það breytir ekki mikilvægi þess að geta boðið sig fram, en þeim möguleika er ekki til að dreifa í nær öllum samanburði á heimsvísu,“ segir hann. Lítur á þetta sem lýðræðisveislu Hann spyr sig hver staðan væri ef við hefðum einungis „tvo kolruglaða karla á níræðisaldri“ úr að velja og á þá væntanlega við bandarísku hliðstæður frambjóðendanna, þá Joe Biden og Donald Trump. „Í grunninn, finnst mér persónulega, að hafa frelsið og möguleika til að bjóða sig fram vera grundvöllur lýðræðis í okkar samfélagi, réttur sem ekki má með nokkru móti skerða. Ég horfi á þetta sem lýðræðisveislu sem við eigum öll að fagna. Ég hef meiri áhyggjur af því að of margir heltist úr lestinni frekar en hitt. Að heyra ekki sjónarmið og skoðanir þeirra sem eru nær raunveruleika venjulegs fólks en ekki hluti af einhverri elítu,“ segir Ragnar. Þau sem talað er orðið um sem líkleg til árangurs séu farin að tala öðruvísi og klæða sig með öðrum hætti. Þetta hafi hann oft orðið var við í gegnum tíðina þegar forsetaefni stígi fram. „Þetta fer einhvern veginn alltaf í taugarnar á mér. Af hverju getur fólk ekki bara verið venjulegt eins og við hin í stað þess að ávarpa okkur, tala til okkar með yfirlætislegum og háfleygum hætti?“ spyr Ragnar sig. „Það verður í það minnsta spennandi að fylgjast með frambjóðendunum, þeim sem komast í gegnum fyrstu síuna, og heyra hvað þeir hafa fram að færa annað en eigið ágæti, köllun, menntun og pólitíska “sigra”.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira