„Það er mikið og margt að í þessu máli“ Smári Jökull Jónsson skrifar 11. apríl 2024 22:00 Jóhann Þór Ólafsson er þjálfari liðs Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Jóhann Þór Ólafsson var afar ánægður með sitt lið eftir sigur Grindavíkur á Tindastóli í kvöld. Hann vildi lítið tjá sig um yfirvofandi leikbann DeAndre Kane en sagði mikið og margt að í málinu. „Alveg eins. Stólarnir eru engir frauðplastkassar en við vorum hörkugóðir. Við vorum kannski svolítið stirðir í byrjun en þegar við fundum taktir þá vorum við bara mjög góðir,“ sagði Jóhann Þór aðspurður hvort hann hefði átt von á svona stórum sigri í kvöld. „Þegar við erum góðir varnarlega og náum stoppum þá náum við hraðaupphlaupum í bakið á þeim. Við gerðum það mjög vel. Annar leikhlutinn og fyrstu fimm í seinni þá vorum við geggjaðir, rosalega góðir. Það glitti mjög vel í það sem við höfum verið að sýna eftir áramótin.“ Jóhann Þór gefur ljósmyndara Vísis auga í leiknum í Smáranum í kvöld.Vísir/Vilhelm „Þetta var flott frammistaða á báðum endum og ég er bara stoltur af liðinu.“ Grindavík mætir Tindastóli í Síkinu á Sauðárkróki á mánudag en umgjörðin þar síðustu tímabilin hefur verið frábær í úrslitakeppninni. „Ég hlakka bara til að fara norður. Ég er búinn að sitja í sófanum undanfarin tvö ár og fylgjast með þessu og mig langar að upplifa þetta. Ég hlakka bara til og vona að strákarnir séu sama sinnis.“ Í dag birtist frétt á Vísi þar sem sagt var frá að DeAndre Kane, lykilmaður Grindavíkur, ætti yfir höfði sér tveggja leikja bann vegna atviks í leik Grindavíkur og Stjörnunnar í deildakeppninni. Málið er allt hið furðulegasta og meðal annars sendi KKÍ Grindavík tilkynningu um kæruna á rangt netfang og málið tafist vegna þess. „Ég vil ekki vera að tjá mig um þetta, það er ekki búið að dæma í þessu. Ég get sagt margt. Það er mikið og margt að í þessu máli. Það kemur bara yfirlýsing frá körfuknattleiksdeildinni.“ DeAndre Kane gæti verið á leið í bann.Vísir/Vilhelm „Ég er bara með geggjaða sjálfboðaliða sem sjá um þessi mál. Mitt starf er að stýra þessu liði og reyna að vinna körfuboltaleiki. Ég ætla bara að einbeita mér að því. Auðvitað hefur þetta truflað undirbúning helling en við sjáum bara hvað verður.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Tengdar fréttir Bann vofir yfir Kane en rangt netfang flækti málið DeAndre Kane, lykilleikmaður Grindavíkur, var úrskurðaður í tveggja leikja bann á dögunum en það var svo dregið til baka, vegna misskilnings. Bannið vofir enn yfir Kane en samkvæmt upplýsingum Vísis getur hann spilað gegn Tindastóli í kvöld. 11. apríl 2024 14:20 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
„Alveg eins. Stólarnir eru engir frauðplastkassar en við vorum hörkugóðir. Við vorum kannski svolítið stirðir í byrjun en þegar við fundum taktir þá vorum við bara mjög góðir,“ sagði Jóhann Þór aðspurður hvort hann hefði átt von á svona stórum sigri í kvöld. „Þegar við erum góðir varnarlega og náum stoppum þá náum við hraðaupphlaupum í bakið á þeim. Við gerðum það mjög vel. Annar leikhlutinn og fyrstu fimm í seinni þá vorum við geggjaðir, rosalega góðir. Það glitti mjög vel í það sem við höfum verið að sýna eftir áramótin.“ Jóhann Þór gefur ljósmyndara Vísis auga í leiknum í Smáranum í kvöld.Vísir/Vilhelm „Þetta var flott frammistaða á báðum endum og ég er bara stoltur af liðinu.“ Grindavík mætir Tindastóli í Síkinu á Sauðárkróki á mánudag en umgjörðin þar síðustu tímabilin hefur verið frábær í úrslitakeppninni. „Ég hlakka bara til að fara norður. Ég er búinn að sitja í sófanum undanfarin tvö ár og fylgjast með þessu og mig langar að upplifa þetta. Ég hlakka bara til og vona að strákarnir séu sama sinnis.“ Í dag birtist frétt á Vísi þar sem sagt var frá að DeAndre Kane, lykilmaður Grindavíkur, ætti yfir höfði sér tveggja leikja bann vegna atviks í leik Grindavíkur og Stjörnunnar í deildakeppninni. Málið er allt hið furðulegasta og meðal annars sendi KKÍ Grindavík tilkynningu um kæruna á rangt netfang og málið tafist vegna þess. „Ég vil ekki vera að tjá mig um þetta, það er ekki búið að dæma í þessu. Ég get sagt margt. Það er mikið og margt að í þessu máli. Það kemur bara yfirlýsing frá körfuknattleiksdeildinni.“ DeAndre Kane gæti verið á leið í bann.Vísir/Vilhelm „Ég er bara með geggjaða sjálfboðaliða sem sjá um þessi mál. Mitt starf er að stýra þessu liði og reyna að vinna körfuboltaleiki. Ég ætla bara að einbeita mér að því. Auðvitað hefur þetta truflað undirbúning helling en við sjáum bara hvað verður.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Tengdar fréttir Bann vofir yfir Kane en rangt netfang flækti málið DeAndre Kane, lykilleikmaður Grindavíkur, var úrskurðaður í tveggja leikja bann á dögunum en það var svo dregið til baka, vegna misskilnings. Bannið vofir enn yfir Kane en samkvæmt upplýsingum Vísis getur hann spilað gegn Tindastóli í kvöld. 11. apríl 2024 14:20 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Bann vofir yfir Kane en rangt netfang flækti málið DeAndre Kane, lykilleikmaður Grindavíkur, var úrskurðaður í tveggja leikja bann á dögunum en það var svo dregið til baka, vegna misskilnings. Bannið vofir enn yfir Kane en samkvæmt upplýsingum Vísis getur hann spilað gegn Tindastóli í kvöld. 11. apríl 2024 14:20