Brown var í viðtali á YouTube rásinni Dreamers Pro þar sem hann sagði öll umræða um arfleið James væri á þá leið að ekkert væri honum sjálfum að kenna heldur þeim liðsfélögum sem hann hefur haft hverju sinni. Miðlar eins og ESPN séu vísvitandi að setja upp sögulínur um LeBron og Michael Jordan einfaldlega til að græða, enda séu nöfn þeirra og deilur um hver sé sá besti í sögunni, gullgæsir sem gefi endalaust af sér.
Brown heldur því einnig fram að LeBron hafi svo tekið sjálfur málið einu skrefi lengra með því að stofna hlaðvarp með JJ Redick á dögunum, Mind the Game, undir því yfirskyni að ræða um leikskipulag og fleira í þeim dúr en í rauninni sé þetta þáttur um að ekkert sé nokkurn tímann LeBron að kenna.
„Enginn leikmaður telur hann vera bestan. Þeir einu sem halda því fram að LeBron sé geitin eru þeir sem vilja trúa því og þeir sem vilja starfa í fjölmiðlum. Eina stundina segja þeir að LeBron sé geitin en þá næstu Michael Jordan, svo LeBron og svo koll af kolli. Þetta er allt gert bara fyrir smelli og áhorfstölur.“