Skiptin voru svo gott sem staðfest fyrir helgi en nú hefur blek verið sett á blað og skiptin endanlega staðfest. Eyþór Aron kemur frá Breiðabliki en hann er uppalinn hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ. Áður en hann gekk í raðir Blika fyrir tímabilið 2023 þá lék hann með ÍA.
Eyþór Aron á að baki fimm leiki fyrir U-21 árs landslið Íslands. Þá hefur hann skorað 13 mörk í 55 leikjum í efstu deild hér á landi.
KR er með sex stig að loknum tveimur leikjum í Bestu deildinni. Liðið lagði Fylki 4-3 í 1. umferð og Stjörnuna 3-1 í 2. umferð.