Baulað á Sixers en liðið kom til baka og komst áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2024 06:20 Joel Embiid hjá Philadelphia 76ers og Jimmy Butler hjá Miami Heat þakka fyrir leikinn í nótt en Embiid og félagar í Sixers unnu nauman sigur. AP/Chris Szagola Philadelphia 76ers tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta með eins stigs sigri á Miami Heat í umspilinu í nótt en Miami bíður úrslitaleikur á móti Chicago Bulls um síðasta sætið í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Philadelphia 76ers vann 105-104 sigur á Miami Heat þökk sé góðum seinni hálfleik. Stuðningsmenn Sixers bauluðu á sína menn eftir fyrri hálfleikinn þar sem Miami var tólf stigum yfir. Joel Embiid var með 23 stig, 15 fráköst og 5 stoðsendingar. Hann átti stoðsendinguna á Kelly Oubre Jr. sem skoraði stærstu körfuna á lokaksekúndum leiksins. Embiid var lítið áberandi fram eftir leik en var öflugur í lokaleikhlutanum. „Það var mikið baulað á okkur. Við héldum hópinn. Þetta sýnir bara að þótt að ég spili ekki minn besta leik eða komist ekki í mína stöður fyrr en í fjórða leikhluta þá finnum við samt leið til að vinna,“ sagði Joel Embiid. Nicolas Batum was the driving factor in the @sixers' win over the Heat!20 PTS6 3PM5 REB7-12 FGMPHI secures the #7 seed and faces NYK on Saturday in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/udwgPyLfTr— NBA (@NBA) April 18, 2024 Nicolas Batum setti niður sex þriggja stiga körfur og endaði með 20 stig og Tyrese Maxey skoraði 19 stig og gaf 6 stoðsendingar. Tyler Herro skoraði 25 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Miami en það munaði um að Jimmy Butler meiddist á hné og gat ekki beitt sér að fullu í þremur síðustu leikhlutunum. Butler harkaði af sér og skoraði 19 stig en gæti misst af úrslitaleiknum á föstudaginn. Með sigrinum tryggði Sixers sér einvígi á móti New York Knicks. Coby White put up a GAME-HIGH 42 PTS to propel the @chicagobulls to the win! 42 PTS 9 REB 6 AST 2 STL 0 TO Bulls advance to face the @MiamiHEAT for the #8 seed in the East on Friday at 7pm/et on ESPN! pic.twitter.com/VBcSFk6Vb1— NBA (@NBA) April 18, 2024 Chicago Bulls tryggði sér úrslitaleik á móti Miami með öruggum 131-116 sigri á Atlanta Hawks en Bulls vann fyrsta leikhlutann 40-22. Coby White var maður kvöldsins en hann skoraði 42 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik í NBA. Nikola Vucevic bætti við 24 stigum og 12 fráköstum og DeMar DeRozan var með 22 stig og 9 stoðsendingar. Dejounte Murray var stigahæstur hjá Atlanta með 30 stig en þeir Trae Young og Clint Capela voru báðir með 22 stig. Young var með 10 stoðsendingar en líka 6 tapaða bolta. Capela tók 17 fráköst. Bogdan Bogdanovic skoraði 21 stig. The Sixers advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!The Heat and Bulls clash on Friday for a #SoFiPlayIn battle to capture the #8 seed in the East! pic.twitter.com/4Ct0QDcBkR— NBA (@NBA) April 18, 2024 NBA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Sjá meira
Philadelphia 76ers vann 105-104 sigur á Miami Heat þökk sé góðum seinni hálfleik. Stuðningsmenn Sixers bauluðu á sína menn eftir fyrri hálfleikinn þar sem Miami var tólf stigum yfir. Joel Embiid var með 23 stig, 15 fráköst og 5 stoðsendingar. Hann átti stoðsendinguna á Kelly Oubre Jr. sem skoraði stærstu körfuna á lokaksekúndum leiksins. Embiid var lítið áberandi fram eftir leik en var öflugur í lokaleikhlutanum. „Það var mikið baulað á okkur. Við héldum hópinn. Þetta sýnir bara að þótt að ég spili ekki minn besta leik eða komist ekki í mína stöður fyrr en í fjórða leikhluta þá finnum við samt leið til að vinna,“ sagði Joel Embiid. Nicolas Batum was the driving factor in the @sixers' win over the Heat!20 PTS6 3PM5 REB7-12 FGMPHI secures the #7 seed and faces NYK on Saturday in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/udwgPyLfTr— NBA (@NBA) April 18, 2024 Nicolas Batum setti niður sex þriggja stiga körfur og endaði með 20 stig og Tyrese Maxey skoraði 19 stig og gaf 6 stoðsendingar. Tyler Herro skoraði 25 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Miami en það munaði um að Jimmy Butler meiddist á hné og gat ekki beitt sér að fullu í þremur síðustu leikhlutunum. Butler harkaði af sér og skoraði 19 stig en gæti misst af úrslitaleiknum á föstudaginn. Með sigrinum tryggði Sixers sér einvígi á móti New York Knicks. Coby White put up a GAME-HIGH 42 PTS to propel the @chicagobulls to the win! 42 PTS 9 REB 6 AST 2 STL 0 TO Bulls advance to face the @MiamiHEAT for the #8 seed in the East on Friday at 7pm/et on ESPN! pic.twitter.com/VBcSFk6Vb1— NBA (@NBA) April 18, 2024 Chicago Bulls tryggði sér úrslitaleik á móti Miami með öruggum 131-116 sigri á Atlanta Hawks en Bulls vann fyrsta leikhlutann 40-22. Coby White var maður kvöldsins en hann skoraði 42 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik í NBA. Nikola Vucevic bætti við 24 stigum og 12 fráköstum og DeMar DeRozan var með 22 stig og 9 stoðsendingar. Dejounte Murray var stigahæstur hjá Atlanta með 30 stig en þeir Trae Young og Clint Capela voru báðir með 22 stig. Young var með 10 stoðsendingar en líka 6 tapaða bolta. Capela tók 17 fráköst. Bogdan Bogdanovic skoraði 21 stig. The Sixers advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!The Heat and Bulls clash on Friday for a #SoFiPlayIn battle to capture the #8 seed in the East! pic.twitter.com/4Ct0QDcBkR— NBA (@NBA) April 18, 2024
NBA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Sjá meira