Fimleikastelpurnar fá fjórtán milljarða vegna sinnuleysis FBI Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2024 06:41 Simone Biles var meðal þeirra fimleikakvenna sem sögðu frá samskiptum sínum við lækninn. Getty/Graeme Jennings-Pool Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur samþykkt að greiða hundrað fórnarlömbum fimleikalæknisins Larry Nassar samanlagt hundrað milljónir dollara í skaðabætur. Bandarískir miðlar segja að þetta sé nánast frágengið. Hundrað milljónir dollara eru meira en fjórtán milljarðar íslenskra króna. Ástæðan fyrir skaðabótunum eru mistök Alríkislögreglunnar, FBI, við rannsókn málsins. FBI fékk sterkar vísbendingar um brot Nassar en tók ekki mark á þeim og hann komst upp með brot sín áfram. Nú þykir það sannað að FBI lögreglumennirnir rannsökuðu ekki kvartanir fórnarlamba Nassar almennilega. Christopher Wray, yfirmaður FBI, bað fórnarlömbin afsökunar á sinnuleysi FBI á sínum tíma. Hann sagði það óafsakanlegt að rannsóknarlögreglumenn hafi ekki nýtt tækifærið til að stöðva skrímslið. The Justice Dept. is in settlement talks with victims of Larry Nassar, and the final settlement is likely to be close to $100 million, sources say. https://t.co/hcwKchrd1X— NBC News (@NBCNews) April 17, 2024 Nassar var læknir bandaríska fimleikalandsliðsins og starfaði einnig hjá Michigan State háskólanum. Hann var dæmdur sekur fyrir kynferðisáreiti og barnaklám. Hann var kærður fyrir að áreita að minnsta kosti 265 stelpur eða ungar konur en hann vann í átján ár fyrir bandaríska landsliðið. Meðal fórnarlamba hans voru margir Ólympíufarar og verðlaunahafar á leikunum. Ein af þeim er stórstjarnan Simone Biles. Nassar verður í fangelsi til lífsloka. Hann fékk sextíu ára dóm fyrir barnaklám og svo 40 til 124 ár að auki fyrir kynferðisbrot. Þessar skaðabætur bætast við aðrar sem hafa verið greiddar til fórnarlamba hans. Talið er að þær fari yfir einn milljarða dollara gangi þessar greiðslur í gegn. Það gerir meira en 142 milljarða í íslenskum krónum. Survivors of Larry Nassar, the former team doctor for the women's national gymnastics team, are nearing a settlement with the Justice Department over the FBI's mishandling of the case, CBS News has learned. The potential settlement could reportedly amount to $100 million. pic.twitter.com/1UXyevGnl5— CBS Evening News (@CBSEveningNews) April 17, 2024 Fimleikar Mál Larry Nassar Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Sjá meira
Hundrað milljónir dollara eru meira en fjórtán milljarðar íslenskra króna. Ástæðan fyrir skaðabótunum eru mistök Alríkislögreglunnar, FBI, við rannsókn málsins. FBI fékk sterkar vísbendingar um brot Nassar en tók ekki mark á þeim og hann komst upp með brot sín áfram. Nú þykir það sannað að FBI lögreglumennirnir rannsökuðu ekki kvartanir fórnarlamba Nassar almennilega. Christopher Wray, yfirmaður FBI, bað fórnarlömbin afsökunar á sinnuleysi FBI á sínum tíma. Hann sagði það óafsakanlegt að rannsóknarlögreglumenn hafi ekki nýtt tækifærið til að stöðva skrímslið. The Justice Dept. is in settlement talks with victims of Larry Nassar, and the final settlement is likely to be close to $100 million, sources say. https://t.co/hcwKchrd1X— NBC News (@NBCNews) April 17, 2024 Nassar var læknir bandaríska fimleikalandsliðsins og starfaði einnig hjá Michigan State háskólanum. Hann var dæmdur sekur fyrir kynferðisáreiti og barnaklám. Hann var kærður fyrir að áreita að minnsta kosti 265 stelpur eða ungar konur en hann vann í átján ár fyrir bandaríska landsliðið. Meðal fórnarlamba hans voru margir Ólympíufarar og verðlaunahafar á leikunum. Ein af þeim er stórstjarnan Simone Biles. Nassar verður í fangelsi til lífsloka. Hann fékk sextíu ára dóm fyrir barnaklám og svo 40 til 124 ár að auki fyrir kynferðisbrot. Þessar skaðabætur bætast við aðrar sem hafa verið greiddar til fórnarlamba hans. Talið er að þær fari yfir einn milljarða dollara gangi þessar greiðslur í gegn. Það gerir meira en 142 milljarða í íslenskum krónum. Survivors of Larry Nassar, the former team doctor for the women's national gymnastics team, are nearing a settlement with the Justice Department over the FBI's mishandling of the case, CBS News has learned. The potential settlement could reportedly amount to $100 million. pic.twitter.com/1UXyevGnl5— CBS Evening News (@CBSEveningNews) April 17, 2024
Fimleikar Mál Larry Nassar Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Sjá meira