Fimleikastelpurnar fá fjórtán milljarða vegna sinnuleysis FBI Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2024 06:41 Simone Biles var meðal þeirra fimleikakvenna sem sögðu frá samskiptum sínum við lækninn. Getty/Graeme Jennings-Pool Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur samþykkt að greiða hundrað fórnarlömbum fimleikalæknisins Larry Nassar samanlagt hundrað milljónir dollara í skaðabætur. Bandarískir miðlar segja að þetta sé nánast frágengið. Hundrað milljónir dollara eru meira en fjórtán milljarðar íslenskra króna. Ástæðan fyrir skaðabótunum eru mistök Alríkislögreglunnar, FBI, við rannsókn málsins. FBI fékk sterkar vísbendingar um brot Nassar en tók ekki mark á þeim og hann komst upp með brot sín áfram. Nú þykir það sannað að FBI lögreglumennirnir rannsökuðu ekki kvartanir fórnarlamba Nassar almennilega. Christopher Wray, yfirmaður FBI, bað fórnarlömbin afsökunar á sinnuleysi FBI á sínum tíma. Hann sagði það óafsakanlegt að rannsóknarlögreglumenn hafi ekki nýtt tækifærið til að stöðva skrímslið. The Justice Dept. is in settlement talks with victims of Larry Nassar, and the final settlement is likely to be close to $100 million, sources say. https://t.co/hcwKchrd1X— NBC News (@NBCNews) April 17, 2024 Nassar var læknir bandaríska fimleikalandsliðsins og starfaði einnig hjá Michigan State háskólanum. Hann var dæmdur sekur fyrir kynferðisáreiti og barnaklám. Hann var kærður fyrir að áreita að minnsta kosti 265 stelpur eða ungar konur en hann vann í átján ár fyrir bandaríska landsliðið. Meðal fórnarlamba hans voru margir Ólympíufarar og verðlaunahafar á leikunum. Ein af þeim er stórstjarnan Simone Biles. Nassar verður í fangelsi til lífsloka. Hann fékk sextíu ára dóm fyrir barnaklám og svo 40 til 124 ár að auki fyrir kynferðisbrot. Þessar skaðabætur bætast við aðrar sem hafa verið greiddar til fórnarlamba hans. Talið er að þær fari yfir einn milljarða dollara gangi þessar greiðslur í gegn. Það gerir meira en 142 milljarða í íslenskum krónum. Survivors of Larry Nassar, the former team doctor for the women's national gymnastics team, are nearing a settlement with the Justice Department over the FBI's mishandling of the case, CBS News has learned. The potential settlement could reportedly amount to $100 million. pic.twitter.com/1UXyevGnl5— CBS Evening News (@CBSEveningNews) April 17, 2024 Fimleikar Mál Larry Nassar Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Sjá meira
Hundrað milljónir dollara eru meira en fjórtán milljarðar íslenskra króna. Ástæðan fyrir skaðabótunum eru mistök Alríkislögreglunnar, FBI, við rannsókn málsins. FBI fékk sterkar vísbendingar um brot Nassar en tók ekki mark á þeim og hann komst upp með brot sín áfram. Nú þykir það sannað að FBI lögreglumennirnir rannsökuðu ekki kvartanir fórnarlamba Nassar almennilega. Christopher Wray, yfirmaður FBI, bað fórnarlömbin afsökunar á sinnuleysi FBI á sínum tíma. Hann sagði það óafsakanlegt að rannsóknarlögreglumenn hafi ekki nýtt tækifærið til að stöðva skrímslið. The Justice Dept. is in settlement talks with victims of Larry Nassar, and the final settlement is likely to be close to $100 million, sources say. https://t.co/hcwKchrd1X— NBC News (@NBCNews) April 17, 2024 Nassar var læknir bandaríska fimleikalandsliðsins og starfaði einnig hjá Michigan State háskólanum. Hann var dæmdur sekur fyrir kynferðisáreiti og barnaklám. Hann var kærður fyrir að áreita að minnsta kosti 265 stelpur eða ungar konur en hann vann í átján ár fyrir bandaríska landsliðið. Meðal fórnarlamba hans voru margir Ólympíufarar og verðlaunahafar á leikunum. Ein af þeim er stórstjarnan Simone Biles. Nassar verður í fangelsi til lífsloka. Hann fékk sextíu ára dóm fyrir barnaklám og svo 40 til 124 ár að auki fyrir kynferðisbrot. Þessar skaðabætur bætast við aðrar sem hafa verið greiddar til fórnarlamba hans. Talið er að þær fari yfir einn milljarða dollara gangi þessar greiðslur í gegn. Það gerir meira en 142 milljarða í íslenskum krónum. Survivors of Larry Nassar, the former team doctor for the women's national gymnastics team, are nearing a settlement with the Justice Department over the FBI's mishandling of the case, CBS News has learned. The potential settlement could reportedly amount to $100 million. pic.twitter.com/1UXyevGnl5— CBS Evening News (@CBSEveningNews) April 17, 2024
Fimleikar Mál Larry Nassar Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Sjá meira