Íslenska landslagið ómetanlegt fyrir manninn með loftnet í höfuðkúpunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. apríl 2024 19:22 Neil Harbisson, framtíðarhugsuður og „cyborg-listamaður“ í Hörpu í dag. Hann er hér á landi á vegum Orkuveitunnar, sem fékk hann til að flytja erindi á viðburði undir yfirskriftinni „Hrein tækifæri“. Vísir/ívar Litblindur maður, sem „heyrir liti“ með loftneti sem hann lét græða í höfuðkúpuna, segir að landslag Íslands veiti honum dýrmæta þögn sem hann finni hvergi annars staðar. Við mæltum okkur mót við manninn í dag og kynntum okkur virkni loftnetsins. Sumir litblindir sjá heiminn í svarthvítu. Í flestum tilvikum er ekkert við því að gera, nema kannski að leita á náðir tækninnar. Það gerði þessi maður, framtíðarhugsuðurinn og „cyborg-listamaðurinn“ Neil Harbisson, sem nú er staddur á Íslandi á vegum Orkuveitunnar. Hann er litblindur, allt blasir við honum svarthvítt, en árið 2004 lét hann græða loftnet í höfuðkúpuna á sér og segist nú skynja liti með hljóði. „Litur er í raun titringur sem flestir sjá með augunum. Í mínu tilfelli fer titringur litanna inn í loftnetið, býr til titring í höfðinu á mér og ég heyri þannig titring litanna,“ segir Neil. Við heyrum og sjáum dæmi um skynjunina í fréttinni hér fyrir neðan. Þögn í snjónum og hrauninu Neil segist skynja liti sem mannskepnan greinir yfirleitt ekki, útfjólubláa og innrauða tóna. Inntur eftir uppáhaldslitnum sínum nefnir Neil einmitt þá innrauðu. „Tíðni þeirra er mjög lág og þannig verð ég þess áskynja ef það er einhvers konar viðvörunarkerfi í búð eða banka. Þetta veitir mér viðbótarupplýsingar.“ Neil hefur öðlast talsverða frægð fyrir óhefðbundna skynjun sína og ferðast víða. Hann segist sérstaklega ánægður með hið íslenska litróf. „Hvíti snjórinn og svarta hraunið býr til þögn. Ég get því horft á landslagið hér og heyri ekki neitt, sem er gríðaróvenjulegt. Ég nýt þess mjög að beina loftnetinu að landslaginu.“ Andlit í C-dúr Við fylgdumst með Neil virða fyrir sér útsýnið úr Hörpu; við það ómuðu aðallega C- og F-nótur í höfði hans. Svo sneri hann sér að fréttamanni. „Andlitið á þér er dæmi um andlit í C-dúr. Hárið á þér er G, augun eru C og varirnar E. Do, mí, so. Þú ert í dúr.“ Segir þetta þér eitthvað um fólk? „Nei!“ segir Neil og hlær. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Fréttatímann í heild má sjá að neðan: Tækni Ástin og lífið Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Sumir litblindir sjá heiminn í svarthvítu. Í flestum tilvikum er ekkert við því að gera, nema kannski að leita á náðir tækninnar. Það gerði þessi maður, framtíðarhugsuðurinn og „cyborg-listamaðurinn“ Neil Harbisson, sem nú er staddur á Íslandi á vegum Orkuveitunnar. Hann er litblindur, allt blasir við honum svarthvítt, en árið 2004 lét hann græða loftnet í höfuðkúpuna á sér og segist nú skynja liti með hljóði. „Litur er í raun titringur sem flestir sjá með augunum. Í mínu tilfelli fer titringur litanna inn í loftnetið, býr til titring í höfðinu á mér og ég heyri þannig titring litanna,“ segir Neil. Við heyrum og sjáum dæmi um skynjunina í fréttinni hér fyrir neðan. Þögn í snjónum og hrauninu Neil segist skynja liti sem mannskepnan greinir yfirleitt ekki, útfjólubláa og innrauða tóna. Inntur eftir uppáhaldslitnum sínum nefnir Neil einmitt þá innrauðu. „Tíðni þeirra er mjög lág og þannig verð ég þess áskynja ef það er einhvers konar viðvörunarkerfi í búð eða banka. Þetta veitir mér viðbótarupplýsingar.“ Neil hefur öðlast talsverða frægð fyrir óhefðbundna skynjun sína og ferðast víða. Hann segist sérstaklega ánægður með hið íslenska litróf. „Hvíti snjórinn og svarta hraunið býr til þögn. Ég get því horft á landslagið hér og heyri ekki neitt, sem er gríðaróvenjulegt. Ég nýt þess mjög að beina loftnetinu að landslaginu.“ Andlit í C-dúr Við fylgdumst með Neil virða fyrir sér útsýnið úr Hörpu; við það ómuðu aðallega C- og F-nótur í höfði hans. Svo sneri hann sér að fréttamanni. „Andlitið á þér er dæmi um andlit í C-dúr. Hárið á þér er G, augun eru C og varirnar E. Do, mí, so. Þú ert í dúr.“ Segir þetta þér eitthvað um fólk? „Nei!“ segir Neil og hlær. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Fréttatímann í heild má sjá að neðan:
Tækni Ástin og lífið Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira