Traust og gagnsæi Halldór Auðar Svansson skrifar 19. apríl 2024 09:01 Fyrir tveimur árum birtu þáverandi formenn stjórnarflokkanna yfirlýsinguá vef Stjórnarráðsins þar sem þeir sögðust sammála um ákveðin atriði varðandi umdeilda sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fram hafði farið í mars 2022. Í yfirlýsingunni sagði orðrétt: „Þeir annmarkar sem í ljós hafa komið við undirbúning og framkvæmd sölu á eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafa leitt í ljós þörfina fyrir endurskoðun á lagaumgjörð og stofnanafyrirkomulagi. Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar verður lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og að styrkari stoðum verði skotið undir að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýðræðislega aðkomu þingsins og upplýsingagjöf til almennings. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er. Ekki verður ráðist í frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka að sinni. Þegar ný löggjöf liggur fyrir mun ákvörðun um mögulega sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verða tekin fyrir á Alþingi.“ Á þeim tveimur árum sem eru liðin hefur svo sitthvað gerst hjá þessari ríkisstjórn, svo sem stólaskipti þar sem fjármálaráðherrann ákvað að gerast utanríkisráðherra og svo forsætisráðherra, þannig að utanríkisráðherrann sem varð fjármálaráðherra er aftur orðinn utanríkisráðherra en innviðaráðherrann er orðinn fjármálaráðherra. Forsætisráðherrann er svo hættur og farinn í forsetaframboð. Það sem hefur hins vegar ekki gerst er að Bankasýslan hafi veri lögð niður og nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum verið innleitt. Frumvarp þessa efnis sem átti að leggja fyrir Alþingi „svo fljótt sem auðið er“ hefur ekki verið lagt fram. Þvert á móti hefur verið lagt fyrir Alþingi frumvarpþar sem lagt er til að fjármálaráðherra verði falið að selja þann hlut sem ríkið á enn í Íslandsbanka án aðkomu Bankasýslunnar. Þar með er búið, eftir tveggja ára aðgerðaleysi, að gefast upp á því greinilega allt of flókna verkefni að leggja niður Bankasýsluna og ákveða að hafa hana bara áfram á launum án þess að þurfa að hafa aðkomu að eignasölum. Þetta er auðvitað besta mögulega niðurstaðan fyrir þau sem eru á launaskrá hjá Bankasýslunni en hins vegar svo léleg niðurstaða út frá hagsmunum almennings að það verður eiginlega að teljast ákveðið afrek í lélegheitum. Í greinargerð með þessu frumvarpi segir að „Vinna við útfærslu nýs heildstæðs fyrirkomulags varðandi utanumhald eignarhluta í fjármálafyrirtækjum og öðrum félögum í eigu ríkisins stendur yfir“ — og svo mörg voru þau orð um ástæður þess hversu mikið er búið að teygja úr „svo fljótt sem auðið er“og hversu mikið verður vafalaust teygt á því frekar. Í yfirlýsingunni sagði að „Traust og gagnsæi verður að ríkja um sölu á eignum ríkisins“ og þannig má ætla að með því að leggja Bankasýsluna niður og koma á nýju fyrirkomulagi í kringum sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hafi ætlunin verði að stuðla að trausti og gagnsæi. Á sama hátt má því sennilega ætla að með því að hringla í hálft kjörtímabil með þetta verkefni og leggja til frekari sölu án þess að hafa fyrir því að klára það, þá sé dregið úr trausti og gagnsæi. Nema að þessi orð hafi bara ekki haft nokkra einustu merkingu í þessu samhengi? Að yfirlýsingin hafi eingöngu verið sett fram í ímyndarhönnunar- og krísustjórnunartilgangi? Að ríkisstjórnin hagi bara seglum eftir því hvernig vindar blása hvern daginn fyrir sig? Að yfirlýsingar hennar um hvað hún ætlar sér að gera séu ekki settar fram í þeim tilgangi að fylgja þeim eftir? Nei, því er nú varla trúandi. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Píratar Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur árum birtu þáverandi formenn stjórnarflokkanna yfirlýsinguá vef Stjórnarráðsins þar sem þeir sögðust sammála um ákveðin atriði varðandi umdeilda sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fram hafði farið í mars 2022. Í yfirlýsingunni sagði orðrétt: „Þeir annmarkar sem í ljós hafa komið við undirbúning og framkvæmd sölu á eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafa leitt í ljós þörfina fyrir endurskoðun á lagaumgjörð og stofnanafyrirkomulagi. Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar verður lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og að styrkari stoðum verði skotið undir að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýðræðislega aðkomu þingsins og upplýsingagjöf til almennings. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er. Ekki verður ráðist í frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka að sinni. Þegar ný löggjöf liggur fyrir mun ákvörðun um mögulega sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verða tekin fyrir á Alþingi.“ Á þeim tveimur árum sem eru liðin hefur svo sitthvað gerst hjá þessari ríkisstjórn, svo sem stólaskipti þar sem fjármálaráðherrann ákvað að gerast utanríkisráðherra og svo forsætisráðherra, þannig að utanríkisráðherrann sem varð fjármálaráðherra er aftur orðinn utanríkisráðherra en innviðaráðherrann er orðinn fjármálaráðherra. Forsætisráðherrann er svo hættur og farinn í forsetaframboð. Það sem hefur hins vegar ekki gerst er að Bankasýslan hafi veri lögð niður og nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum verið innleitt. Frumvarp þessa efnis sem átti að leggja fyrir Alþingi „svo fljótt sem auðið er“ hefur ekki verið lagt fram. Þvert á móti hefur verið lagt fyrir Alþingi frumvarpþar sem lagt er til að fjármálaráðherra verði falið að selja þann hlut sem ríkið á enn í Íslandsbanka án aðkomu Bankasýslunnar. Þar með er búið, eftir tveggja ára aðgerðaleysi, að gefast upp á því greinilega allt of flókna verkefni að leggja niður Bankasýsluna og ákveða að hafa hana bara áfram á launum án þess að þurfa að hafa aðkomu að eignasölum. Þetta er auðvitað besta mögulega niðurstaðan fyrir þau sem eru á launaskrá hjá Bankasýslunni en hins vegar svo léleg niðurstaða út frá hagsmunum almennings að það verður eiginlega að teljast ákveðið afrek í lélegheitum. Í greinargerð með þessu frumvarpi segir að „Vinna við útfærslu nýs heildstæðs fyrirkomulags varðandi utanumhald eignarhluta í fjármálafyrirtækjum og öðrum félögum í eigu ríkisins stendur yfir“ — og svo mörg voru þau orð um ástæður þess hversu mikið er búið að teygja úr „svo fljótt sem auðið er“og hversu mikið verður vafalaust teygt á því frekar. Í yfirlýsingunni sagði að „Traust og gagnsæi verður að ríkja um sölu á eignum ríkisins“ og þannig má ætla að með því að leggja Bankasýsluna niður og koma á nýju fyrirkomulagi í kringum sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hafi ætlunin verði að stuðla að trausti og gagnsæi. Á sama hátt má því sennilega ætla að með því að hringla í hálft kjörtímabil með þetta verkefni og leggja til frekari sölu án þess að hafa fyrir því að klára það, þá sé dregið úr trausti og gagnsæi. Nema að þessi orð hafi bara ekki haft nokkra einustu merkingu í þessu samhengi? Að yfirlýsingin hafi eingöngu verið sett fram í ímyndarhönnunar- og krísustjórnunartilgangi? Að ríkisstjórnin hagi bara seglum eftir því hvernig vindar blása hvern daginn fyrir sig? Að yfirlýsingar hennar um hvað hún ætlar sér að gera séu ekki settar fram í þeim tilgangi að fylgja þeim eftir? Nei, því er nú varla trúandi. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun