Staðfesta risasekt Arnarlax Jón Þór Stefánsson skrifar 20. apríl 2024 14:03 Arnarlax er með þessar starfstöðvar sem sjást á myndinni í Bíldudal. Vísir/Vilhelm Matvælaráðuneytið hefur staðfest 120 milljóna stjórnvaldssekt Matvælastofnunar á hendur Arnarlaxi vegna slysasleppinga á eldilaxi fyrirtækisins í Arnarfirði árið 2022. MAST sagði aðgæsluleysi Arnarlax hafa verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar. Í úrskurði ráðuneytisins er saga málsins rakin. Í ágúst 2021 var MAST tilkynnt um gat í kví Arnarlax. Sumarið 2022 fór að bera á „óeðlilegri fisktegund“ í ám innfjarða Arnarfjarðar. Í kjölfarið hófst rannsókn á málinu og fundust alls 24 laxar sem hægt var að rekja til umræddar Kvíar. Í október 2022 var lokið við slátrun á fiskum úr umræddri kví. Fjöldi laxa í henni voru rúmlega 18 þúsund, en Matvælastofnun hafði fengið upplýsingar um að 137 þúsund fiskar hefðu farið í kvína, og að skráð afföll væru 33 þúsund. Þar á eftir tilkynnti MAST um rannsókn á misræmi í upplýsingum frá fyrirtækinu, þar sem mikill munur væri á fjölda fiska sem gefin var upp í skýrslum og fjöldanum sem kom í ljós við slátrun. Í nóvember 2022 tilkynnti MAST síðan um 120 milljóna stjórnvaldssekt fyrir að hafa ekki sinnt skyldu sinni til að tilkynna strokið. Arnarlax greiddi sektina með fyrirvara um að fyrirtækið myndi leita réttar síns vegna málsins, sem það gerði með stjórnsýslukærunni sem matvælaráðuneytið hefur nú tekið fyrir. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að rannsókn MAST hafi að miklu leiti beinst að fóðurnotkun í umræddri kví. Fóðurgjöfin hafi verið jafn mikil og í öðrum sambærilegum kvíum, þangað til skyndilega í júní 2021, en þá urðu skörp skil á milli. Fóðurgjöf í umræddri kví hélst nánast alltaf sú sama, en fóðurgjöf annarra kvía hækkaði stöðugt. Í september 2021 var hún orðin tífalt hærri en í maí sama ár. Arnarlax mótmælti því ekki að fóðurgjöfin í umræddri kví fæli í sér frávik, en vildi meina að ekki væri hægt að fullyrða að það orsakaðist af því að fiskar hefðu strokið. Ástæðan fyrir því er sú að margþættar ástæður geta verið fyrir minni fóðurgjöf. Ráðuneytið fellst á það í úrskurði sínum, að margþættar ástæður geti legið fyrir, en bendir á að þá hefðu álíka breytingar átt að eiga sér stað í öðrum sambærilegum kvíum þar sem frávik urðu ekki. Arnarlax hefði því mátt ætla að fiskur hefði sloppið úr kvínni. „Með því að tilkynna ekki um það frávik sýndi kærandi af sér verulegt athafnaleysi,“ segir í úrskurði ráðuneytisins sem eins og áður segir staðfesti 120 milljón króna sekt MAST. Sjókvíaeldi Fiskeldi Matvælaframleiðsla Vesturbyggð Ísafjarðarbær Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
MAST sagði aðgæsluleysi Arnarlax hafa verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar. Í úrskurði ráðuneytisins er saga málsins rakin. Í ágúst 2021 var MAST tilkynnt um gat í kví Arnarlax. Sumarið 2022 fór að bera á „óeðlilegri fisktegund“ í ám innfjarða Arnarfjarðar. Í kjölfarið hófst rannsókn á málinu og fundust alls 24 laxar sem hægt var að rekja til umræddar Kvíar. Í október 2022 var lokið við slátrun á fiskum úr umræddri kví. Fjöldi laxa í henni voru rúmlega 18 þúsund, en Matvælastofnun hafði fengið upplýsingar um að 137 þúsund fiskar hefðu farið í kvína, og að skráð afföll væru 33 þúsund. Þar á eftir tilkynnti MAST um rannsókn á misræmi í upplýsingum frá fyrirtækinu, þar sem mikill munur væri á fjölda fiska sem gefin var upp í skýrslum og fjöldanum sem kom í ljós við slátrun. Í nóvember 2022 tilkynnti MAST síðan um 120 milljóna stjórnvaldssekt fyrir að hafa ekki sinnt skyldu sinni til að tilkynna strokið. Arnarlax greiddi sektina með fyrirvara um að fyrirtækið myndi leita réttar síns vegna málsins, sem það gerði með stjórnsýslukærunni sem matvælaráðuneytið hefur nú tekið fyrir. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að rannsókn MAST hafi að miklu leiti beinst að fóðurnotkun í umræddri kví. Fóðurgjöfin hafi verið jafn mikil og í öðrum sambærilegum kvíum, þangað til skyndilega í júní 2021, en þá urðu skörp skil á milli. Fóðurgjöf í umræddri kví hélst nánast alltaf sú sama, en fóðurgjöf annarra kvía hækkaði stöðugt. Í september 2021 var hún orðin tífalt hærri en í maí sama ár. Arnarlax mótmælti því ekki að fóðurgjöfin í umræddri kví fæli í sér frávik, en vildi meina að ekki væri hægt að fullyrða að það orsakaðist af því að fiskar hefðu strokið. Ástæðan fyrir því er sú að margþættar ástæður geta verið fyrir minni fóðurgjöf. Ráðuneytið fellst á það í úrskurði sínum, að margþættar ástæður geti legið fyrir, en bendir á að þá hefðu álíka breytingar átt að eiga sér stað í öðrum sambærilegum kvíum þar sem frávik urðu ekki. Arnarlax hefði því mátt ætla að fiskur hefði sloppið úr kvínni. „Með því að tilkynna ekki um það frávik sýndi kærandi af sér verulegt athafnaleysi,“ segir í úrskurði ráðuneytisins sem eins og áður segir staðfesti 120 milljón króna sekt MAST.
Sjókvíaeldi Fiskeldi Matvælaframleiðsla Vesturbyggð Ísafjarðarbær Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira