Mætti eins og Gru í „Despicable Me“ og kláraði síðan Lakers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2024 08:30 Nikola Jokic og félagar í Denver Nuggets héldu áfram taki sínu á Los Angeles Lakers. AP/Dempsey & Getty/Stockman Denver Nuggets hélt áfram sigurgöngu sinn á móti Los Angeles Lakers og vann fyrsta leik liðanna í einvígi þeirra í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Lakers sem hefur ekki náð að fagna sigri á móti ríkjandi NBA-meisturum síðan í deember 2022. Joker wouldn't be denied in the @nuggets Game 1 victory in Denver! 32 PTS 12 REB 7 AST 2 STLGame 2: Monday, 10pm/et on TNT pic.twitter.com/fOm8l5ZNLs— NBA (@NBA) April 21, 2024 Lakers liðið byrjaði leikinn vel og var átta stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 33-25. Denver liðið tók öll völd í leiknum með því að vinna þriðja leikhlutann 32-18. Eftir það voru Denver með tök á leiknum. Nikola Jokic er líklegur til að vera kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar í þriðja sinn á fjórum árum. Hann mætti til leiks í gær eins og persónan „Felonius Gru“ í teiknimyndunum „Despicable Me“ því Jokic var með svartar og gráan trefil og í gráum buxum eins og aðalpersónan er þekkt fyrir að ganga í. Joker or Gru? Game 1 between LAL & DEN tips at 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/4MltQCHGlT— NBA (@NBA) April 20, 2024 Jokic var frábær í leiknum með 32 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar. Jamal Murray skoraði 22 stig og gaf 10 stoðsendingar en Michael Porter yngri var síðan með 19 stig. Anthony Davis skoraði 32 stig,tók 14 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og varði 4 skot. LeBron James var með 27 stig, 8 stoðsendingar og 6 fráköst en tapaði líka sjö boltum í leiknum. James skoraði 19 stig í fyrri hálfleiknum þegar hlutirnir gengu mun betur hjá Lakers. „Við erum ekki að fara neitt. Þetta er úrslitakeppnin. Ekkert lið sem lendir tólf stigum undir í leik í úrslitakeppni mun bara pakka saman og gefast upp. Það er mikill baráttuandi eftir í liðinu og vissum að við værum betri en í byrjun,“ sagði Michael Malone, þjálfari Denver. „Við vorum að spila við gott lið. Þeir komu inn í úrslitakeppnina á góðu skriði og sýndu það í þessum leik. Það var kveikt á LeBron í kvöld og ég hélt að hann ætlaði að fara að skora fimmtíu stig miðað við spilamennsku hans og hittni,“ sagði Malone en lærisveinum hans tókst að halda James í 9 stigum í seinni hálfleiknum. DEN, NYK, CLE, and MIN capture Game 1 in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!Playoff action continues Sunday on ABC & TNT. pic.twitter.com/5oDTFHlwt2— NBA (@NBA) April 21, 2024 NBA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Sjá meira
Lakers sem hefur ekki náð að fagna sigri á móti ríkjandi NBA-meisturum síðan í deember 2022. Joker wouldn't be denied in the @nuggets Game 1 victory in Denver! 32 PTS 12 REB 7 AST 2 STLGame 2: Monday, 10pm/et on TNT pic.twitter.com/fOm8l5ZNLs— NBA (@NBA) April 21, 2024 Lakers liðið byrjaði leikinn vel og var átta stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 33-25. Denver liðið tók öll völd í leiknum með því að vinna þriðja leikhlutann 32-18. Eftir það voru Denver með tök á leiknum. Nikola Jokic er líklegur til að vera kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar í þriðja sinn á fjórum árum. Hann mætti til leiks í gær eins og persónan „Felonius Gru“ í teiknimyndunum „Despicable Me“ því Jokic var með svartar og gráan trefil og í gráum buxum eins og aðalpersónan er þekkt fyrir að ganga í. Joker or Gru? Game 1 between LAL & DEN tips at 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/4MltQCHGlT— NBA (@NBA) April 20, 2024 Jokic var frábær í leiknum með 32 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar. Jamal Murray skoraði 22 stig og gaf 10 stoðsendingar en Michael Porter yngri var síðan með 19 stig. Anthony Davis skoraði 32 stig,tók 14 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og varði 4 skot. LeBron James var með 27 stig, 8 stoðsendingar og 6 fráköst en tapaði líka sjö boltum í leiknum. James skoraði 19 stig í fyrri hálfleiknum þegar hlutirnir gengu mun betur hjá Lakers. „Við erum ekki að fara neitt. Þetta er úrslitakeppnin. Ekkert lið sem lendir tólf stigum undir í leik í úrslitakeppni mun bara pakka saman og gefast upp. Það er mikill baráttuandi eftir í liðinu og vissum að við værum betri en í byrjun,“ sagði Michael Malone, þjálfari Denver. „Við vorum að spila við gott lið. Þeir komu inn í úrslitakeppnina á góðu skriði og sýndu það í þessum leik. Það var kveikt á LeBron í kvöld og ég hélt að hann ætlaði að fara að skora fimmtíu stig miðað við spilamennsku hans og hittni,“ sagði Malone en lærisveinum hans tókst að halda James í 9 stigum í seinni hálfleiknum. DEN, NYK, CLE, and MIN capture Game 1 in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!Playoff action continues Sunday on ABC & TNT. pic.twitter.com/5oDTFHlwt2— NBA (@NBA) April 21, 2024
NBA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Sjá meira