„Rosalega mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í þessum hóp“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2024 10:31 Jóhannes Karl Guðjónsson á hliðarlínunni með íslenska landsliðinu í undankeppni Evrópumótsins. Getty/ Alex Nicodim Jóhannes Karl Guðjónsson framlengdi samning sinn sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla í fótbolta í vikunni. Hann var orðaður við störf í Skandinavíu í vetur en er spenntari fyrir komandi verkefnum í Laugardalnum. Valur Páll Eiríksson hitti Jóhannes Karl og ræddi við hann um starfið, íslenska fótboltann og framlenginguna. „Ég er stoltur og þakklátur fyrir að fá þetta tækifæri að halda áfram með A-landslið karla. Spennandi tímar fram undan þannig að mér líst bara vel á þetta,“ sagði Jóhannes Karl. Faglegt og skemmtilegt umhverfi Jóhannes var í vetur orðaður við störf í Svíþjóð og segist vissulega hafa litið í kringum sig. Að halda áfram með landsliðinu hafi hins vegar verið besta lendingin. „Það var fyrst og fremst vegna þess að samningur minn var að renna út. Þá er eðlilegt að maður horfi aðeins í kringum sig. Ég hef voðalega gaman að vera að vinna hérna. Þetta er faglegt og skemmtilegt umhverfi og mikið af öflugu fólki sem vinnur hérna innan sambandsins. Ég er mjög spenntur fyrir framhaldinu,“ sagði Jóhannes. Jóhannes þjálfaði áður félagslið en hvað er öðruvísi að vera vinna í umhverfi íslenska landsliðsins. Horfir mikið á fótbolta „Þetta er mikið meiri tarnavinna og þú ert meira að leikgreina í lengri tíma heldur en að vera þjálfa dag frá degi. Það sem er skemmtilegast við þetta er að þú horfir á gríðarlega mikinn fótbolta og hefur tíma til að spá í hlutunum og velta þeim fyrir þér,“ sagði Jóhannes. Jóhannes er á því að hann hafi lært mikið á tíma sínum i Laugardalnum. Heppinn að vinna með Arnari og Åge „Ég hef verið heppinn að vera með þjálfurum eins og Arnari Viðarssyni og Åge Hareide sem eru miklir fagmenn. Ég hef lært gríðarlega mikið af þeim. Það hefur hjálpað mér að þróast sem þjálfari og það er það sem ég vill gera,“ sagði Jóhannes. „Mig langar að þróa sjálfan mig og verða betri í því sem ég er að gera. Það er bara skref fyrir skref,“ sagði Jóhannes. Það voru eðlilega mikil vonbrigði þegar íslenska landsliðið tapaði á móti Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM í sumar. Liðið hafi þó sýnt að það gæti hæglega komist á stóra sviðið á ný. „Þar sýndi liðið í hvað þeim býr. Það gefur góð fyrirheit um framhaldið. Það hafa allir séð að það er rosalega mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í þessum hóp. Það sést augljóslega í þessum leikjum að þetta er lið og leikmenn sem vilja vinna saman og eru tilbúnir að leggja sig gríðarlega mikið fram. Það er það sem gerir framhaldið að minni hálfu mjög spennandi,“ sagði Jóhannes Karl. Það má horfa á viðtalið hér fyrir neðan. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Valur Páll Eiríksson hitti Jóhannes Karl og ræddi við hann um starfið, íslenska fótboltann og framlenginguna. „Ég er stoltur og þakklátur fyrir að fá þetta tækifæri að halda áfram með A-landslið karla. Spennandi tímar fram undan þannig að mér líst bara vel á þetta,“ sagði Jóhannes Karl. Faglegt og skemmtilegt umhverfi Jóhannes var í vetur orðaður við störf í Svíþjóð og segist vissulega hafa litið í kringum sig. Að halda áfram með landsliðinu hafi hins vegar verið besta lendingin. „Það var fyrst og fremst vegna þess að samningur minn var að renna út. Þá er eðlilegt að maður horfi aðeins í kringum sig. Ég hef voðalega gaman að vera að vinna hérna. Þetta er faglegt og skemmtilegt umhverfi og mikið af öflugu fólki sem vinnur hérna innan sambandsins. Ég er mjög spenntur fyrir framhaldinu,“ sagði Jóhannes. Jóhannes þjálfaði áður félagslið en hvað er öðruvísi að vera vinna í umhverfi íslenska landsliðsins. Horfir mikið á fótbolta „Þetta er mikið meiri tarnavinna og þú ert meira að leikgreina í lengri tíma heldur en að vera þjálfa dag frá degi. Það sem er skemmtilegast við þetta er að þú horfir á gríðarlega mikinn fótbolta og hefur tíma til að spá í hlutunum og velta þeim fyrir þér,“ sagði Jóhannes. Jóhannes er á því að hann hafi lært mikið á tíma sínum i Laugardalnum. Heppinn að vinna með Arnari og Åge „Ég hef verið heppinn að vera með þjálfurum eins og Arnari Viðarssyni og Åge Hareide sem eru miklir fagmenn. Ég hef lært gríðarlega mikið af þeim. Það hefur hjálpað mér að þróast sem þjálfari og það er það sem ég vill gera,“ sagði Jóhannes. „Mig langar að þróa sjálfan mig og verða betri í því sem ég er að gera. Það er bara skref fyrir skref,“ sagði Jóhannes. Það voru eðlilega mikil vonbrigði þegar íslenska landsliðið tapaði á móti Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM í sumar. Liðið hafi þó sýnt að það gæti hæglega komist á stóra sviðið á ný. „Þar sýndi liðið í hvað þeim býr. Það gefur góð fyrirheit um framhaldið. Það hafa allir séð að það er rosalega mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í þessum hóp. Það sést augljóslega í þessum leikjum að þetta er lið og leikmenn sem vilja vinna saman og eru tilbúnir að leggja sig gríðarlega mikið fram. Það er það sem gerir framhaldið að minni hálfu mjög spennandi,“ sagði Jóhannes Karl. Það má horfa á viðtalið hér fyrir neðan.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira