„Maður getur ekki tekið annað en jákvæðni og gleði út úr þessu“ Árni Gísli Magnússon skrifar 21. apríl 2024 16:58 Davíð Smári Lamude brosti breitt að leik loknum. vísir/diego Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, gat ekki annað en verið ánægður eftir fyrsta sigur Vestra í efstu deild er liðið vann 1-0 útisigur gegn KA. Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma og úr varð mikill fögnuður. „Bara vá, bara hrikalega vel. Ánægður með liðið, ánægður með frammistöðuna, okkar leikskipulag gekk upp þannig maður getur ekki tekið annað en jákvæðni og gleði út úr þessu”, sagði Davíð strax að leik loknum aðspurður hvernig honum liði eftir að hafa náð í fyrsta sigur Vestra í efstu deild og hélt áfram: „Einhverjar ólýsanlegar tilfinningar eins og yfirleitt þegar maður vinnur leiki, þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu, það er til að vinna leiki og maður leggur gríðarlega vinnu í að reyna ná einhverju út úr leikjunum og þegar maður fær borgað til baka þá er það einhver svakalegasta upplifun sem maður á í þessu þannig ólýsanlegt að tala um það. Geggjað, fyrsti sigur, og áfram gakk og við höfum verið að taka skref fram á við í þessu, hæg skref en góð skref. Maður þarf að byrja að labba áður en maður fer að hlaupa.” Mikil framför Davíð segir liðið hafa tekið miklum framförum frá fyrstu tveimur leikjum mótsins sem töpuðust. „Mér fannst við hrikalega góðir sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst við fullhægir á boltann í seinni hálfleik og full ragir í að senda fram á við og þess háttar enda kannski ómeðvitað farnir að hugsa um stig og það veit ekki á gott en svo seinni partinn hefði þetta getað dottið báðu megin en vinnuframlag og annað frá mínu liði fannst mér standa upp úr hérna í dag og það skilaði þessum sigri.” KA sótti stíft undir lok leiks sem opnaði leikinn mikið. „Við reyndum að setja inn hraða leikmenn til að við ættum meiri möguleika á að sækja hratt fram á við og fengum svo sem ekkert út úr því en föst leikatriði og þess háttar, við þurfum að vera sterkir í því og vorum góðir þar í dag.” Fatai Gbadamosi átti frábæran leik á miðjunni í dag en þetta er leikmaður sem Davíð hefur miklar mætur á. „Bara stórkostlegur leikmaður sem hefur fylgt mér, ég held að þetta sé fjórða árið okkar saman eða þriðja, ég man það ekki alveg. Algjör ryksuga, óþolandi að spila á móti honum, hann er alltaf mættur og þó hann tapi tæklingu þá máttu ekki anda þá er hann mættur aftur. Hann er einn leiðinlegasti leikmaður að spila á móti en einn besti samherji sem þú getur haft.” Fyrsti heimaleikur Vestra er í næstu umferð en hann mun fara fram á Avis vellinum, heimavelli Þróttar í Laugardal, þar sem gervigrasvöllur Vestra á Ísafirði er ekki klár. „Við verðum bara að fara inn í öll þessi verkefni eins og við höfum gert, við verðum bara að vera jákvæðir yfir því sem við höfum og vinna með það sem við höfum. Við vitum það alveg að hlutirnir eru svona og við stjórnum þeim ekki og ef við ætlum eitthvað að dvelja við það þá eru okkur engir vegir færir í þessu þannig við verðum bara að horfa fram á við og okkur hlakkar til næsta leiks, eðlilega. Besta deild karla Vestri KA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
„Bara vá, bara hrikalega vel. Ánægður með liðið, ánægður með frammistöðuna, okkar leikskipulag gekk upp þannig maður getur ekki tekið annað en jákvæðni og gleði út úr þessu”, sagði Davíð strax að leik loknum aðspurður hvernig honum liði eftir að hafa náð í fyrsta sigur Vestra í efstu deild og hélt áfram: „Einhverjar ólýsanlegar tilfinningar eins og yfirleitt þegar maður vinnur leiki, þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu, það er til að vinna leiki og maður leggur gríðarlega vinnu í að reyna ná einhverju út úr leikjunum og þegar maður fær borgað til baka þá er það einhver svakalegasta upplifun sem maður á í þessu þannig ólýsanlegt að tala um það. Geggjað, fyrsti sigur, og áfram gakk og við höfum verið að taka skref fram á við í þessu, hæg skref en góð skref. Maður þarf að byrja að labba áður en maður fer að hlaupa.” Mikil framför Davíð segir liðið hafa tekið miklum framförum frá fyrstu tveimur leikjum mótsins sem töpuðust. „Mér fannst við hrikalega góðir sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst við fullhægir á boltann í seinni hálfleik og full ragir í að senda fram á við og þess háttar enda kannski ómeðvitað farnir að hugsa um stig og það veit ekki á gott en svo seinni partinn hefði þetta getað dottið báðu megin en vinnuframlag og annað frá mínu liði fannst mér standa upp úr hérna í dag og það skilaði þessum sigri.” KA sótti stíft undir lok leiks sem opnaði leikinn mikið. „Við reyndum að setja inn hraða leikmenn til að við ættum meiri möguleika á að sækja hratt fram á við og fengum svo sem ekkert út úr því en föst leikatriði og þess háttar, við þurfum að vera sterkir í því og vorum góðir þar í dag.” Fatai Gbadamosi átti frábæran leik á miðjunni í dag en þetta er leikmaður sem Davíð hefur miklar mætur á. „Bara stórkostlegur leikmaður sem hefur fylgt mér, ég held að þetta sé fjórða árið okkar saman eða þriðja, ég man það ekki alveg. Algjör ryksuga, óþolandi að spila á móti honum, hann er alltaf mættur og þó hann tapi tæklingu þá máttu ekki anda þá er hann mættur aftur. Hann er einn leiðinlegasti leikmaður að spila á móti en einn besti samherji sem þú getur haft.” Fyrsti heimaleikur Vestra er í næstu umferð en hann mun fara fram á Avis vellinum, heimavelli Þróttar í Laugardal, þar sem gervigrasvöllur Vestra á Ísafirði er ekki klár. „Við verðum bara að fara inn í öll þessi verkefni eins og við höfum gert, við verðum bara að vera jákvæðir yfir því sem við höfum og vinna með það sem við höfum. Við vitum það alveg að hlutirnir eru svona og við stjórnum þeim ekki og ef við ætlum eitthvað að dvelja við það þá eru okkur engir vegir færir í þessu þannig við verðum bara að horfa fram á við og okkur hlakkar til næsta leiks, eðlilega.
Besta deild karla Vestri KA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira