„Fannst að við hefðum átt að ná þessum mómentum fyrr“ Siggeir Ævarsson skrifar 22. apríl 2024 21:58 Benni var oft reiður á hliðarlínunni í kvöld enda staðráðinn í að fara ekki í sumarfrí í apríl Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var sáttur með sigur sinna manna þegar liðið sótti útisigur í Þorlákshöfn í kvöld, 84-91, og tryggði sér þar með oddaleik á fimmtudaginn. Leikurinn í kvöld gekk í ákveðnum takti, Þórsarar náðu smá forskoti, Njarðvíkingar komu til baka og svo koll af kolli en stóru mómentin, sem Benni ræddi um fyrir leik, féllu með Njarðvíkingum í kvöld, þá ekki síst tvær flautukörfur frá Veigari Páli Alexanderssyni. Benni sagði þó að hann hefði viljað sjá liðið grípa gæsina fyrr. „Mér fannst að við hefðum átt að ná þessum mómentum fyrr en tókum þau ekki þá. Tókum þau svo loksins að það bara skipti sköpum.“ Það var í raun ekki fyrr en um miðjan fjórða leikhluta sem Njarðvíkingar náðu alvöru tökum á leiknum en munurinn fór þó aldrei yfir tíu stig. Benni sagði það einfaldlega vera þema þessa einvígis. „Svona eru bara þessir leikir. Eins og ég er búinn að vera að segja alla seríuna, þetta eru alveg fáránlega jöfn lið. Það mun svo lítið skilja á milli. Það eru bara þessi litlu atriði. Eitt frákast til eða frá eða einn klaufalegur tapaður bolti. Þetta þarf allt að vera tipp topp ef þú ætlar að klára því andstæðingurinn er alltaf kominn í hálsmálið á þér.“ Nú er oddaleikur framundan í Njarðvík og Benni sendi ákall til Njarðvíkinga um að fylla loksins Ljónagryfjuna. „Það ætla ég rétt að vona! Við höfum ekki náð að fylla gryfjuna í allan vetur þó hún taki ekki marga. Þannig að ég vona að Njarðvíkingar fylli hana á fimmtudaginn því það mun hjálpa þvílíkt. Við erum búnir í allan vetur að berjast fyrir þessum heimavallarrétti og fólkið í Njarðvíkunum þarf að hjálpa okkur að láta heimavallarréttinn og Ljónagryfjuna vinna þessa seríu.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Slæmt tap í fyrsta leik Freys Fótbolti Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Fleiri fréttir „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu Sjá meira
Leikurinn í kvöld gekk í ákveðnum takti, Þórsarar náðu smá forskoti, Njarðvíkingar komu til baka og svo koll af kolli en stóru mómentin, sem Benni ræddi um fyrir leik, féllu með Njarðvíkingum í kvöld, þá ekki síst tvær flautukörfur frá Veigari Páli Alexanderssyni. Benni sagði þó að hann hefði viljað sjá liðið grípa gæsina fyrr. „Mér fannst að við hefðum átt að ná þessum mómentum fyrr en tókum þau ekki þá. Tókum þau svo loksins að það bara skipti sköpum.“ Það var í raun ekki fyrr en um miðjan fjórða leikhluta sem Njarðvíkingar náðu alvöru tökum á leiknum en munurinn fór þó aldrei yfir tíu stig. Benni sagði það einfaldlega vera þema þessa einvígis. „Svona eru bara þessir leikir. Eins og ég er búinn að vera að segja alla seríuna, þetta eru alveg fáránlega jöfn lið. Það mun svo lítið skilja á milli. Það eru bara þessi litlu atriði. Eitt frákast til eða frá eða einn klaufalegur tapaður bolti. Þetta þarf allt að vera tipp topp ef þú ætlar að klára því andstæðingurinn er alltaf kominn í hálsmálið á þér.“ Nú er oddaleikur framundan í Njarðvík og Benni sendi ákall til Njarðvíkinga um að fylla loksins Ljónagryfjuna. „Það ætla ég rétt að vona! Við höfum ekki náð að fylla gryfjuna í allan vetur þó hún taki ekki marga. Þannig að ég vona að Njarðvíkingar fylli hana á fimmtudaginn því það mun hjálpa þvílíkt. Við erum búnir í allan vetur að berjast fyrir þessum heimavallarrétti og fólkið í Njarðvíkunum þarf að hjálpa okkur að láta heimavallarréttinn og Ljónagryfjuna vinna þessa seríu.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Slæmt tap í fyrsta leik Freys Fótbolti Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Fleiri fréttir „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu Sjá meira