Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna, segir í samtali við fréttastofu að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi lagt fram tillögu þessa efnis fyrir ríkisstjórn og að hún hafi verið samþykkt. Hugsunin með því að flýta fundartíma væri að með þeim hætti geti ráðherrar nýtt daginn betur.
Ríkisstjórn fundar einnig alla jafna á föstudögum og hafa þeir fundir hafist klukkan 8:30 síðustu ár. Engin breyting verður á þeim fundartíma og munu föstudagsfundirnir áfram klukkan 8:30, sé fundað á annað borð.

Bjarni tók við embætti forsætisráðherra 10. apríl síðastliðinn eftir sex og hálfs árs forsætisráðherratíð Katrínar Jakobsdóttur. Katrín tilkynnti 5. apríl síðastliðinn að hún gæti kost á sér til embættis forseta Íslands og baðst í kjölfarið lausnar.