Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Lovísa Arnardóttir skrifar 23. apríl 2024 13:20 Hildur Björnsdóttir lagði sjálf vettlinga á gólfið í ráðhúsinu í dag. Vísir/Vilhelm Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur um langt skeið vakið athygli á fyrirhyggjuleysi meirihlutans í málinu sem aðhefst ekkert, þrátt fyrir ýmsar tillögur okkar sem allar miða að því að auka þjónustu, fjölga valkostum og stytta þessa biðlista,” segir Hildur. Heimgreiðslur og daggæslur á vinnustöðum Hildur segir flokkinn hafa ýmsar tillögur tilbúnar fyrir borgarstjórn sem geti grynnkað á biðlistum barna í borginni. Sem dæmi hafi þau lagt til að farið sé af stað í tilraunaverkefni þar sem börn myndu byrja í grunnskóla fimm ára í stað sex ára. Það geti á sama tíma leyst mönnunarvanda í leikskólum og bætt tækifæri íslenskra ungmenna í menntun en þau myndu þá útskrifast fyrr. Þá hefur flokkurinn einnig lagt til heimgreiðslur eins og tíðkast til dæmis í Hafnarfirði, að komið verði upp daggæslu á vinnustöðum og að stuðningu við sjálfstætt starfandi leikskóla sé aukinn. „Við höfum kynnt fjölmargar lausnir undanfarið sem gætu leyst vandann eða að minnsta kosti grynnkað á biðlistum. Þá skiptir ekki máli hvort borgarstjórinn heiti Dagur eða Einar, ekkert virðist þokast í þessum efnum,” segir Hildur og bætir við að árið 2014 hafi 10.006 börn á leikskólaaldri verið búsett í Reykjavík. Í fyrra hafi fjöldinn, samkvæmt gögnum Hagstofunnar, farið niður í 9.007 börn á sama aldri. Biðlistar séu þrátt fyrir þessa fækkun enn jafn langir og undanfarin ár sem leikskólamálin hafi verið á forræði Samfylkingar og nú Framsóknar. Hildur segir Reykjavík skera sig úr hvað þetta varðar. Á sama tíma hafi börnum fjölgað í nágrannasveitarfélögum um tvö prósent. „Þetta þýðir að frá árinu 2014 hefur börnum á leikskólaaldri fækkað um tæp þúsund í Reykjavík eða um 10 prósent, þrátt fyrir 13,5 prósent fólksfjölgun,” útskýrir Hildur sem segir mörg nágrannasveitarfélög státa af mun betri árangri í þessum efnum. Hildur hafði fleiri með sér til aðstoðar. Vísir/Vilhelm „Frá 2014 hefur börnum á leikskólaaldri fjölgað um tæp 150 í nágrannasveitarfélögum, samhliða 22,6 prósent fólksfjölgun. Reykvískar fjölskyldur eru þannig augljóslega að kjósa með fótunum og flytja í nágrannasveitarfélög þar sem þjónusta er öflugri og lífsgæði mælast betri.” Hún segir uppátækið í Ráðhúsinu í dag til þess fallið að minna borgarstjóra á vandann sem kemur niður á reykvískum heimilum. „Mér hefur fundist meirihlutinn í borgarstjórn ekki horfast í augu við vandann. Verkefnið er stórt, og það þarf að kalla alla til sem vettlingi geta valdið. Þetta verður ekki leyst í einni svipan, en ég get ekki ímyndað mér að borgarbúar geti fellt sig við það að öllum tillögum til þess að gera betur í þessum málum sé hafnað eða sagðar ómögulegar í framkvæmd. Það þarf að hugsa út fyrir kassann til þess að leysa vandamál af þessari stærðargráðu með hagsmuni reykvískra fjölskyldna fyrir brjósti. Þá þýðir lítið að setja bara kíkinn fyrir blinda augað og láta eins og vandamálið sé ekki til staðar. Þess vegna komum við vettlingunum hér fyrir sem áminningu fyrir værukæran meirihluta um þann bráðavanda sem steðjar að reykvískum heimilum.” Innritun í gangi í Reykjavík Reykjavíkurborg vinnur nú að því að innrita börn í leikskóla borgarinnar. Fram kom í tilkynningu frá borginni þann 20. mars að úthlutun væri að hefjast og að henni yrði að mestu lokið í kringum 10. maí. „Úthlutað er eftir kennitöluröð, þau elstu fyrst og svo koll af kolli. Unnið er með umsóknir barna sem fædd eru í febrúar 2023 og fyrr. Einu undantekningar á kennitöluröð eru þau börn sem hafa fengið samþykktan forgang í leikskóla, til dæmis vegna fötlunar eða félagslegra aðstæðna,“ sagði í tilkynningu borgarinnar. Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Grunnskólar Tengdar fréttir Börnin spennt að taka þátt í „stórubarnaverkefni“ Hildur Lilja Jónsdóttir fagstjóri leikskóla hjá Reykjavíkurborg segist skilja kvíða margra foreldra yfir því að barnið þeirra eigi að fara fyrr yfir í frístund en áætlað var. Hún segir börnin þó vel undirbúin og að fagmenntað fólk taki á móti þeim sem hún treysti vel. 14. apríl 2024 08:01 Óánægja með tilraunaverkefni í frístund: „Okkar hópur logar bara, á okkar leikskóla“ Foreldrar barna sem eiga að fara beint í frístund eftir leikskólaútskrift í vor eru einhverjir ósáttir við stuttan fyrirvara á tilraunaverkefninu. Þá finnst þeim kostnaður of mikill, óheppilegt að frí sé ekki á sama tíma og í leikskóla og of lítið samráð við bæði foreldra og fagaðila. 10. apríl 2024 06:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
„Sjálfstæðisflokkurinn hefur um langt skeið vakið athygli á fyrirhyggjuleysi meirihlutans í málinu sem aðhefst ekkert, þrátt fyrir ýmsar tillögur okkar sem allar miða að því að auka þjónustu, fjölga valkostum og stytta þessa biðlista,” segir Hildur. Heimgreiðslur og daggæslur á vinnustöðum Hildur segir flokkinn hafa ýmsar tillögur tilbúnar fyrir borgarstjórn sem geti grynnkað á biðlistum barna í borginni. Sem dæmi hafi þau lagt til að farið sé af stað í tilraunaverkefni þar sem börn myndu byrja í grunnskóla fimm ára í stað sex ára. Það geti á sama tíma leyst mönnunarvanda í leikskólum og bætt tækifæri íslenskra ungmenna í menntun en þau myndu þá útskrifast fyrr. Þá hefur flokkurinn einnig lagt til heimgreiðslur eins og tíðkast til dæmis í Hafnarfirði, að komið verði upp daggæslu á vinnustöðum og að stuðningu við sjálfstætt starfandi leikskóla sé aukinn. „Við höfum kynnt fjölmargar lausnir undanfarið sem gætu leyst vandann eða að minnsta kosti grynnkað á biðlistum. Þá skiptir ekki máli hvort borgarstjórinn heiti Dagur eða Einar, ekkert virðist þokast í þessum efnum,” segir Hildur og bætir við að árið 2014 hafi 10.006 börn á leikskólaaldri verið búsett í Reykjavík. Í fyrra hafi fjöldinn, samkvæmt gögnum Hagstofunnar, farið niður í 9.007 börn á sama aldri. Biðlistar séu þrátt fyrir þessa fækkun enn jafn langir og undanfarin ár sem leikskólamálin hafi verið á forræði Samfylkingar og nú Framsóknar. Hildur segir Reykjavík skera sig úr hvað þetta varðar. Á sama tíma hafi börnum fjölgað í nágrannasveitarfélögum um tvö prósent. „Þetta þýðir að frá árinu 2014 hefur börnum á leikskólaaldri fækkað um tæp þúsund í Reykjavík eða um 10 prósent, þrátt fyrir 13,5 prósent fólksfjölgun,” útskýrir Hildur sem segir mörg nágrannasveitarfélög státa af mun betri árangri í þessum efnum. Hildur hafði fleiri með sér til aðstoðar. Vísir/Vilhelm „Frá 2014 hefur börnum á leikskólaaldri fjölgað um tæp 150 í nágrannasveitarfélögum, samhliða 22,6 prósent fólksfjölgun. Reykvískar fjölskyldur eru þannig augljóslega að kjósa með fótunum og flytja í nágrannasveitarfélög þar sem þjónusta er öflugri og lífsgæði mælast betri.” Hún segir uppátækið í Ráðhúsinu í dag til þess fallið að minna borgarstjóra á vandann sem kemur niður á reykvískum heimilum. „Mér hefur fundist meirihlutinn í borgarstjórn ekki horfast í augu við vandann. Verkefnið er stórt, og það þarf að kalla alla til sem vettlingi geta valdið. Þetta verður ekki leyst í einni svipan, en ég get ekki ímyndað mér að borgarbúar geti fellt sig við það að öllum tillögum til þess að gera betur í þessum málum sé hafnað eða sagðar ómögulegar í framkvæmd. Það þarf að hugsa út fyrir kassann til þess að leysa vandamál af þessari stærðargráðu með hagsmuni reykvískra fjölskyldna fyrir brjósti. Þá þýðir lítið að setja bara kíkinn fyrir blinda augað og láta eins og vandamálið sé ekki til staðar. Þess vegna komum við vettlingunum hér fyrir sem áminningu fyrir værukæran meirihluta um þann bráðavanda sem steðjar að reykvískum heimilum.” Innritun í gangi í Reykjavík Reykjavíkurborg vinnur nú að því að innrita börn í leikskóla borgarinnar. Fram kom í tilkynningu frá borginni þann 20. mars að úthlutun væri að hefjast og að henni yrði að mestu lokið í kringum 10. maí. „Úthlutað er eftir kennitöluröð, þau elstu fyrst og svo koll af kolli. Unnið er með umsóknir barna sem fædd eru í febrúar 2023 og fyrr. Einu undantekningar á kennitöluröð eru þau börn sem hafa fengið samþykktan forgang í leikskóla, til dæmis vegna fötlunar eða félagslegra aðstæðna,“ sagði í tilkynningu borgarinnar.
Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Grunnskólar Tengdar fréttir Börnin spennt að taka þátt í „stórubarnaverkefni“ Hildur Lilja Jónsdóttir fagstjóri leikskóla hjá Reykjavíkurborg segist skilja kvíða margra foreldra yfir því að barnið þeirra eigi að fara fyrr yfir í frístund en áætlað var. Hún segir börnin þó vel undirbúin og að fagmenntað fólk taki á móti þeim sem hún treysti vel. 14. apríl 2024 08:01 Óánægja með tilraunaverkefni í frístund: „Okkar hópur logar bara, á okkar leikskóla“ Foreldrar barna sem eiga að fara beint í frístund eftir leikskólaútskrift í vor eru einhverjir ósáttir við stuttan fyrirvara á tilraunaverkefninu. Þá finnst þeim kostnaður of mikill, óheppilegt að frí sé ekki á sama tíma og í leikskóla og of lítið samráð við bæði foreldra og fagaðila. 10. apríl 2024 06:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Börnin spennt að taka þátt í „stórubarnaverkefni“ Hildur Lilja Jónsdóttir fagstjóri leikskóla hjá Reykjavíkurborg segist skilja kvíða margra foreldra yfir því að barnið þeirra eigi að fara fyrr yfir í frístund en áætlað var. Hún segir börnin þó vel undirbúin og að fagmenntað fólk taki á móti þeim sem hún treysti vel. 14. apríl 2024 08:01
Óánægja með tilraunaverkefni í frístund: „Okkar hópur logar bara, á okkar leikskóla“ Foreldrar barna sem eiga að fara beint í frístund eftir leikskólaútskrift í vor eru einhverjir ósáttir við stuttan fyrirvara á tilraunaverkefninu. Þá finnst þeim kostnaður of mikill, óheppilegt að frí sé ekki á sama tíma og í leikskóla og of lítið samráð við bæði foreldra og fagaðila. 10. apríl 2024 06:45