„Við næðum eflaust meiri árangri ef borgarstjóri myndi væla minna“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. apríl 2024 17:56 Hildur Björnsdóttir skýtur föstum skotum á borgarstjóra. Vísir/Samsett Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gefur lítið fyrir ummæli Einars Þorsteinssonar borgarstjóra. Í dag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins 1600 vettlinga á gólf Ráðhússins sem þau sögðu svipað marga og börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. Einar kallaði þetta uppátæki Sjálfstæðismanna „ótrúlegan gjörning“ og sagði að með honum væri Sjálfstæðisflokkurinn að „kvelja foreldra með popúlisma og róa á kvíða barnafólk í miðju innritunarferli.“ Verið sé að innrita börn og stærstur hluti fjölskyldna þessara 1600 barna hafi þegar fengið skilaboð fá borginni um væntanlegt pláss. „Þegar kjörnir fulltrúar eyða tíma sínum í það að raða vettlingum í ráðhúsinu í stað þess að koma með raunhæfar tillögur og vinna með okkur, inni í borgarstjórn, að því að bregðast við þeim áskorunum sem eru í leikskólamálum,“ segir Einar í samtali við fréttastofu um það sem hann segir vera dæmi um það hversu mikil áskorun það sé að byggja upp traust á störfum borgarinnar. Hildur segir viðbrögð borgarstjóra við friðsælum mótmælum vera yfirdrifin og ótrúleg. „Þarna sannast hið fornkveðna að sannleikanum er hver sárreiðastur. Það er ekki gjörningur með gula vettlinga sem veldur kvíða leikskólaforeldra, heldur einmitt borgarstjóri og félagar hans,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hildur segir aðgerðarleysi og sofandaháttur hafa leitt af sér þessa kvíðavaldandi stöðu. Stöðu sem Hildur þekki sjálf og þúsundir foreldra. Hún fullyrðir að leikskólamálin séu stærsta jafnréttismál sem fengist er við á sveitastjórnarstiginu. „Við næðum eflaust meiri árangri ef borgarstjóri myndi væla minna og vinna meira - því vettlingatök munu ekki duga til að leysa þennan vanda.“ Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira
Einar kallaði þetta uppátæki Sjálfstæðismanna „ótrúlegan gjörning“ og sagði að með honum væri Sjálfstæðisflokkurinn að „kvelja foreldra með popúlisma og róa á kvíða barnafólk í miðju innritunarferli.“ Verið sé að innrita börn og stærstur hluti fjölskyldna þessara 1600 barna hafi þegar fengið skilaboð fá borginni um væntanlegt pláss. „Þegar kjörnir fulltrúar eyða tíma sínum í það að raða vettlingum í ráðhúsinu í stað þess að koma með raunhæfar tillögur og vinna með okkur, inni í borgarstjórn, að því að bregðast við þeim áskorunum sem eru í leikskólamálum,“ segir Einar í samtali við fréttastofu um það sem hann segir vera dæmi um það hversu mikil áskorun það sé að byggja upp traust á störfum borgarinnar. Hildur segir viðbrögð borgarstjóra við friðsælum mótmælum vera yfirdrifin og ótrúleg. „Þarna sannast hið fornkveðna að sannleikanum er hver sárreiðastur. Það er ekki gjörningur með gula vettlinga sem veldur kvíða leikskólaforeldra, heldur einmitt borgarstjóri og félagar hans,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hildur segir aðgerðarleysi og sofandaháttur hafa leitt af sér þessa kvíðavaldandi stöðu. Stöðu sem Hildur þekki sjálf og þúsundir foreldra. Hún fullyrðir að leikskólamálin séu stærsta jafnréttismál sem fengist er við á sveitastjórnarstiginu. „Við næðum eflaust meiri árangri ef borgarstjóri myndi væla minna og vinna meira - því vettlingatök munu ekki duga til að leysa þennan vanda.“
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira