Sérfræðingarnir ekki sammála og mikil spenna fyrir oddaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. apríl 2024 12:00 Haukakonan Tinna Guðrún Alexandersdóttir verður í stóru hlutverki í leiknum í kvöld. Vísir/Diego Haukar og Stjarnan spila í kvöld hreinan úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Subway deildar kvenna í körfubolta. Vísir fékk sérfræðingana í Subway Körfuboltakvöldi til að spá fyrir um hvernig fer í kvöld. Lið Hauka og Stjörnunnar hafa bæði unnið tvo leiki í einvíginu, Haukastelpurnar unnu báða leikina í Hafnarfirði en Stjörnustelpur unnu báða leikina í Garðabæ. Í kvöld verður spilað í Ólafssal á Ásvöllum, heimavelli Hauka. Sigurvegari leiksins í kvöld mætir síðan deildar- og bikarmeisturum Keflavíkur í undanúrslitunum en í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast Grindavík og Njarðvík. Leikurinn á Ásvöllum í kvöld hefst klukkan 19.15 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.45 á sömu rás. Haukar enduðu einu sæti og einum sigri á undan Stjörnuliðinu í vetur en unnu þrjá af fjórum deildarleikjum liðanna í vetur. Stjörnukonur hafa enn fremur tapað fjórum sinnum á Ásvöllum í vetur, í deild og úrslitakeppnin, en það munaði aðeins tveimur stigum í síðasta leik. Stjörnuliðið er ungt og óreynt í úrslitakeppni en þær sýndu í síðasta leik að þær gefast aldrei upp. Þær voru fjórtán stigum undir í byrjun fjórða leikhluta og á leið í sumarfrí em unnu lokakafla leiksins 29-6 og tryggðu sér oddaleik. Haukakonur þekkja þessa stöðu miklu betur. Þær eru að spila oddaleik þriðja árið í röð en hafa reyndar tapað hinum tveimur (í lokaúrslitum 2022 og í undanúrslitum 2023). Nú hlýtur mottó þeirra að vera allt er þegar þrennt er. Vísir fékk sérfræðingana í Subway Körfuboltakvöldi kvenna til að spá fyrir um úrslit leiksins í kvöld og þar vekur athygli að sérfræðingarnir eru ekki sammála. Það sýnir því svart á hvítu að það er mikil spenna í loftinu fyrir þennan oddaleik. Þrír spá Haukum sigri og þrír spá Stjörnunni sigri. Þetta getur því ekki verið jafnara. Spá sérfræðinganna um oddaleik Hauka og Stjörnunnar: - Ólöf Helga Pálsdóttir Hver vinnur? Haukar. Hvernig? Leikurinn í járnum og endar með tveggja stiga mun eða framlengdum leik. Hver verður best? Tinna Guðrún Alexandersdóttir og Keira Robinson í Haukum Hvern vill Keflavík fá? Keflavík er alveg sama. - Hallveig Jónsdóttir Hver vinnur? Haukar. Hvernig? Mjög jafn leikur Hver verður best? Tinna Guðrún Alexandersdóttir í Haukum Hvern vill Keflavík fá? Keflavík er slétt sama hverjar þær fá. Þær vinna bæði þessi lið 3-0 og í versta falli 3-1. - Bryndís Guðmundsdóttir Hver vinnur? Stjarnan. Hvernig? Stjarnan vinnur þetta með fimm stigum. Hver verður best? Ísold Sævarsdóttir og Kolbrún María Ármannsdóttir í Stjörnunni Hvern vill Keflavík fá? Skiptir ekki máli hvort liðið þær fá. Keflavík vinnur þá seríu 3-0. - Pálína Gunnlaugsdóttir Hver vinnur? Stjarnan. Hvernig? Leikurinn verður í járnum frá fyrstu til síðustu mínútu. Spennustigið hátt og skotnýting beggja liða slök. Mikill barátta og barningur. Hver verður best? Katarzyna Trzeciak verður maður leiksins en allir litlu töffararnir verða í hlutverki. - Berglind Gunnarsdóttir Hver vinnur? Haukar Hvernig? Vinna með sex til átta stigum Hver verður best? Keira Robinson og Tinna Guðrún Alexandersdóttir skilar sínu Hvern vill Keflavík fá? Keflavik slett sama og taka næstu seríu 3-1. - Ingibjörg Jakobsdóttir Hver vinnur? Stjarnan Hvernig? Stjarnan vinnur sannfærandi Hver verður best? Katarzyna Trzeciak verður maður leiksins ásamt Kolbrúnu Maríu Ármannsdóttur og Ísold Sævarsdóttur. Hvern vill Keflavík fá? Keflavik er slétt sama. Vilja bara spila við hvern sem er. Subway-deild kvenna Haukar Stjarnan Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Fleiri fréttir Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ Sjá meira
Lið Hauka og Stjörnunnar hafa bæði unnið tvo leiki í einvíginu, Haukastelpurnar unnu báða leikina í Hafnarfirði en Stjörnustelpur unnu báða leikina í Garðabæ. Í kvöld verður spilað í Ólafssal á Ásvöllum, heimavelli Hauka. Sigurvegari leiksins í kvöld mætir síðan deildar- og bikarmeisturum Keflavíkur í undanúrslitunum en í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast Grindavík og Njarðvík. Leikurinn á Ásvöllum í kvöld hefst klukkan 19.15 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.45 á sömu rás. Haukar enduðu einu sæti og einum sigri á undan Stjörnuliðinu í vetur en unnu þrjá af fjórum deildarleikjum liðanna í vetur. Stjörnukonur hafa enn fremur tapað fjórum sinnum á Ásvöllum í vetur, í deild og úrslitakeppnin, en það munaði aðeins tveimur stigum í síðasta leik. Stjörnuliðið er ungt og óreynt í úrslitakeppni en þær sýndu í síðasta leik að þær gefast aldrei upp. Þær voru fjórtán stigum undir í byrjun fjórða leikhluta og á leið í sumarfrí em unnu lokakafla leiksins 29-6 og tryggðu sér oddaleik. Haukakonur þekkja þessa stöðu miklu betur. Þær eru að spila oddaleik þriðja árið í röð en hafa reyndar tapað hinum tveimur (í lokaúrslitum 2022 og í undanúrslitum 2023). Nú hlýtur mottó þeirra að vera allt er þegar þrennt er. Vísir fékk sérfræðingana í Subway Körfuboltakvöldi kvenna til að spá fyrir um úrslit leiksins í kvöld og þar vekur athygli að sérfræðingarnir eru ekki sammála. Það sýnir því svart á hvítu að það er mikil spenna í loftinu fyrir þennan oddaleik. Þrír spá Haukum sigri og þrír spá Stjörnunni sigri. Þetta getur því ekki verið jafnara. Spá sérfræðinganna um oddaleik Hauka og Stjörnunnar: - Ólöf Helga Pálsdóttir Hver vinnur? Haukar. Hvernig? Leikurinn í járnum og endar með tveggja stiga mun eða framlengdum leik. Hver verður best? Tinna Guðrún Alexandersdóttir og Keira Robinson í Haukum Hvern vill Keflavík fá? Keflavík er alveg sama. - Hallveig Jónsdóttir Hver vinnur? Haukar. Hvernig? Mjög jafn leikur Hver verður best? Tinna Guðrún Alexandersdóttir í Haukum Hvern vill Keflavík fá? Keflavík er slétt sama hverjar þær fá. Þær vinna bæði þessi lið 3-0 og í versta falli 3-1. - Bryndís Guðmundsdóttir Hver vinnur? Stjarnan. Hvernig? Stjarnan vinnur þetta með fimm stigum. Hver verður best? Ísold Sævarsdóttir og Kolbrún María Ármannsdóttir í Stjörnunni Hvern vill Keflavík fá? Skiptir ekki máli hvort liðið þær fá. Keflavík vinnur þá seríu 3-0. - Pálína Gunnlaugsdóttir Hver vinnur? Stjarnan. Hvernig? Leikurinn verður í járnum frá fyrstu til síðustu mínútu. Spennustigið hátt og skotnýting beggja liða slök. Mikill barátta og barningur. Hver verður best? Katarzyna Trzeciak verður maður leiksins en allir litlu töffararnir verða í hlutverki. - Berglind Gunnarsdóttir Hver vinnur? Haukar Hvernig? Vinna með sex til átta stigum Hver verður best? Keira Robinson og Tinna Guðrún Alexandersdóttir skilar sínu Hvern vill Keflavík fá? Keflavik slett sama og taka næstu seríu 3-1. - Ingibjörg Jakobsdóttir Hver vinnur? Stjarnan Hvernig? Stjarnan vinnur sannfærandi Hver verður best? Katarzyna Trzeciak verður maður leiksins ásamt Kolbrúnu Maríu Ármannsdóttur og Ísold Sævarsdóttur. Hvern vill Keflavík fá? Keflavik er slétt sama. Vilja bara spila við hvern sem er.
Spá sérfræðinganna um oddaleik Hauka og Stjörnunnar: - Ólöf Helga Pálsdóttir Hver vinnur? Haukar. Hvernig? Leikurinn í járnum og endar með tveggja stiga mun eða framlengdum leik. Hver verður best? Tinna Guðrún Alexandersdóttir og Keira Robinson í Haukum Hvern vill Keflavík fá? Keflavík er alveg sama. - Hallveig Jónsdóttir Hver vinnur? Haukar. Hvernig? Mjög jafn leikur Hver verður best? Tinna Guðrún Alexandersdóttir í Haukum Hvern vill Keflavík fá? Keflavík er slétt sama hverjar þær fá. Þær vinna bæði þessi lið 3-0 og í versta falli 3-1. - Bryndís Guðmundsdóttir Hver vinnur? Stjarnan. Hvernig? Stjarnan vinnur þetta með fimm stigum. Hver verður best? Ísold Sævarsdóttir og Kolbrún María Ármannsdóttir í Stjörnunni Hvern vill Keflavík fá? Skiptir ekki máli hvort liðið þær fá. Keflavík vinnur þá seríu 3-0. - Pálína Gunnlaugsdóttir Hver vinnur? Stjarnan. Hvernig? Leikurinn verður í járnum frá fyrstu til síðustu mínútu. Spennustigið hátt og skotnýting beggja liða slök. Mikill barátta og barningur. Hver verður best? Katarzyna Trzeciak verður maður leiksins en allir litlu töffararnir verða í hlutverki. - Berglind Gunnarsdóttir Hver vinnur? Haukar Hvernig? Vinna með sex til átta stigum Hver verður best? Keira Robinson og Tinna Guðrún Alexandersdóttir skilar sínu Hvern vill Keflavík fá? Keflavik slett sama og taka næstu seríu 3-1. - Ingibjörg Jakobsdóttir Hver vinnur? Stjarnan Hvernig? Stjarnan vinnur sannfærandi Hver verður best? Katarzyna Trzeciak verður maður leiksins ásamt Kolbrúnu Maríu Ármannsdóttur og Ísold Sævarsdóttur. Hvern vill Keflavík fá? Keflavik er slétt sama. Vilja bara spila við hvern sem er.
Subway-deild kvenna Haukar Stjarnan Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Fleiri fréttir Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ Sjá meira