Árangur gegn verðbólgu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar 24. apríl 2024 15:01 Ríkisstjórnin hefur einsett sér það markmið að vinna bug á verðbólgunni og skapa skilyrði til lækkunar vaxta. Fréttir morgunsins sýna að við séum á réttri leið: Verðbólga minnkaði úr 6,8% í 6% nú í apríl og hefur ekki verið minni í rúmlega tvö ár. Til samanburðar var verðbólgan 10% fyrir ári síðan. Þróun síðustu mánaða ber þess merki að verðbólga geti haldið áfram að hjaðna á næstunni – það sýna spár líka. Hjöðnun verðbólgunnar er jákvæð tíðindi en það eru ekki síður jákvæð tíðindi að samhliða minni verðbólgu sé hagkerfið á ágætri siglingu þó að hægt hafi töluvert á: Mun fleiri fyrirtæki vilja fjölga starfsfólki frekar en fækka og þá hafa væntingar fyrirtækja til næstu sex mánaða batnað mikið og eru almennt heldur jákvæðar. Aðhald í ríkisfjármálum Við megum þó ekki vera værukær og verðstöðugleikinn krefst þess að við vinnum að honum með raunverulegum aðgerðum. Verðbólgan getur komið úr óvæntum áttum, líkt og nær allur heimurinn hefur fundið undanfarin ár, en við höfum blessunarlega tæki og tól til að hafa afgerandi áhrif á þróun hennar. Í fjármálaáætlun 2025-29 er aðhald í ríkisfjármálum allt tímabilið og útgjaldavöxtur er minni en sem nemur vexti hagkerfisins sem mun að lokum skila sér í jákvæðri afkomu ríkissjóðs. Það segir sig þó sjálft að endurskoða þarf þær áætlanir sem aðrar ef horfur breytast til hins verra og ekki tekst að ná verðbólgu nærri 2,5% verðbólgumarkmiði. Ef við þurfum meira aðhald þá verður að vera meira aðhald. Síðasta púslið á vinnumarkaði Hóflegir langtímakjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru líka afar mikilvægir til að við náum markmiðum okkar. Við samningana sem undirritaðir voru í mars skapast forsendur fyrir minnkandi verðbólgu á næstu mánuðum. Það eru mjög góð tíðindi því annað var uppi á teningnum þegar samningar voru undirritaðir í desember 2022 og verðbólga jókst í framhaldinu upp í nær 10% og vextir hækkuðu enn meira. Enn á þó eftir að semja hjá hinu opinbera þar sem ekki er í boði að semja á annan veg en á almennum markaði. Takist það ekki erum við aftur lent aftur á byrjunarreit, sem augljóslega gagnast engum. „Það þýðir ekki að keyra áfram einhverjir sérhópar upp yfir aðra. Þá er þetta hrunið og það hrynur yfir þá hina sömu,“ sagði Guðmundur Jaki við undirritun þjóðarsáttarinnar árið 1990. Í okkar höndum Ef allt gengur hins vegar eftir blasir við að peningastefnunefnd Seðlabankans getur loks farið að lækka vexti. Það er ekki hlutverk mitt að spá fyrir eða segja hvenær og hversu hratt. Rétt er að hafa í huga að það tekur 12-18 mánuði fyrir vaxtatæki Seðlabankans að hafa tilætluð áhrif og því er enn hætt við að vextir hafi verið hækkaðir meira en þörf var á, og enn frekar að þeim verði haldið háum of lengi. Hvað sem þeirri óvissu líður er það alfarið undir okkur hinum komið að skapa skilyrði fyrir því að nefndin geti lækkað vexti myndarlega. Við eigum enn töluvert í land en með aga og þrautseigju að vopni munum við ná þangað. Höfundur er utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Verðlag Íslenska krónan Alþingi Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur einsett sér það markmið að vinna bug á verðbólgunni og skapa skilyrði til lækkunar vaxta. Fréttir morgunsins sýna að við séum á réttri leið: Verðbólga minnkaði úr 6,8% í 6% nú í apríl og hefur ekki verið minni í rúmlega tvö ár. Til samanburðar var verðbólgan 10% fyrir ári síðan. Þróun síðustu mánaða ber þess merki að verðbólga geti haldið áfram að hjaðna á næstunni – það sýna spár líka. Hjöðnun verðbólgunnar er jákvæð tíðindi en það eru ekki síður jákvæð tíðindi að samhliða minni verðbólgu sé hagkerfið á ágætri siglingu þó að hægt hafi töluvert á: Mun fleiri fyrirtæki vilja fjölga starfsfólki frekar en fækka og þá hafa væntingar fyrirtækja til næstu sex mánaða batnað mikið og eru almennt heldur jákvæðar. Aðhald í ríkisfjármálum Við megum þó ekki vera værukær og verðstöðugleikinn krefst þess að við vinnum að honum með raunverulegum aðgerðum. Verðbólgan getur komið úr óvæntum áttum, líkt og nær allur heimurinn hefur fundið undanfarin ár, en við höfum blessunarlega tæki og tól til að hafa afgerandi áhrif á þróun hennar. Í fjármálaáætlun 2025-29 er aðhald í ríkisfjármálum allt tímabilið og útgjaldavöxtur er minni en sem nemur vexti hagkerfisins sem mun að lokum skila sér í jákvæðri afkomu ríkissjóðs. Það segir sig þó sjálft að endurskoða þarf þær áætlanir sem aðrar ef horfur breytast til hins verra og ekki tekst að ná verðbólgu nærri 2,5% verðbólgumarkmiði. Ef við þurfum meira aðhald þá verður að vera meira aðhald. Síðasta púslið á vinnumarkaði Hóflegir langtímakjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru líka afar mikilvægir til að við náum markmiðum okkar. Við samningana sem undirritaðir voru í mars skapast forsendur fyrir minnkandi verðbólgu á næstu mánuðum. Það eru mjög góð tíðindi því annað var uppi á teningnum þegar samningar voru undirritaðir í desember 2022 og verðbólga jókst í framhaldinu upp í nær 10% og vextir hækkuðu enn meira. Enn á þó eftir að semja hjá hinu opinbera þar sem ekki er í boði að semja á annan veg en á almennum markaði. Takist það ekki erum við aftur lent aftur á byrjunarreit, sem augljóslega gagnast engum. „Það þýðir ekki að keyra áfram einhverjir sérhópar upp yfir aðra. Þá er þetta hrunið og það hrynur yfir þá hina sömu,“ sagði Guðmundur Jaki við undirritun þjóðarsáttarinnar árið 1990. Í okkar höndum Ef allt gengur hins vegar eftir blasir við að peningastefnunefnd Seðlabankans getur loks farið að lækka vexti. Það er ekki hlutverk mitt að spá fyrir eða segja hvenær og hversu hratt. Rétt er að hafa í huga að það tekur 12-18 mánuði fyrir vaxtatæki Seðlabankans að hafa tilætluð áhrif og því er enn hætt við að vextir hafi verið hækkaðir meira en þörf var á, og enn frekar að þeim verði haldið háum of lengi. Hvað sem þeirri óvissu líður er það alfarið undir okkur hinum komið að skapa skilyrði fyrir því að nefndin geti lækkað vexti myndarlega. Við eigum enn töluvert í land en með aga og þrautseigju að vopni munum við ná þangað. Höfundur er utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun