Framsókn leggst ekki í duftið Guðmundur Birkir Þorkelsson skrifar 26. apríl 2024 10:01 Framsókn styður forvarnir. Það er betra að verja fyrir fram heldur en að laga eftir á. Framsókn leggst ekki í duftið þegar að forvörnum kemur. Stefnan er skýr. Framsókn ályktaði á flokksþingi sínu í apríl um sjóðheitt mál sem legið hefur eins og eitrað peð á skákborði ríkisstjórnarflokkanna. Það mál hverfist um ólöglega netsölu áfengis sem hefur viðgengist í skjóli Sjálfstæðisflokksins í nokkur ár. Ólögleg netsala til höfuðs ÁTVR. Flokksþing ályktaði Framsókn vill viðhalda einkasölu ríkisins á áfengi og leggst gegn lögfestingu heimildar til reksturs innlendra vefverslana með áfengi í smásölu til neytenda í samkeppni við ríkið í ljósi mikilvægra lýðheilsusjónarmiða. Ævintýraleg atlaga Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg. Í skjóli dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra hafa á þriðja tug netverslana dúkkað upp síðustu ár sem selja áfengi ólöglega í smásölu í samkeppni við ÁTVR. Samkvæmt lögum er ÁTVR með einkaleyfi til smásölu áfengis. Af hverju er þetta ekki stoppað? Af hverju gera ráðherrar ekkert árum saman? Jú, það er til að mylja einkasölu ríkisins niður því þeirra flokkur telur skv. stefnu þeirra að það sé Löngu tímabært er að afnema samkeppnisrekstur ríkisins í smásölu og gefa verslun með áfengi frjálsa. Þessu er Framsókn ósammála vegna lýðheilsusjónarmiða. Þessu eru forvarnarsamtök á Íslandi einnig ósammála. Ég tek hattinn ofan fyrir samtökunum að hafa upplýst almenning um stöðuna eins og sjá má á heimasíðum þeirra s.s. forvarnir. is, foreldrasamtok.is og iogt.is. Þar segir t.d. að lögreglan hafi ekki svara kæru ÁTVR um ólöglega netsölu áfengis í um 4 ár. Er þetta í lagi? Heilbrigðisráðherra og borgarstjóri Nýlega setti heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson af stað starfshóp sem m.a. á að semja stefnu í áfengis og vímuvörnum þar sem hafa skal hliðsjón af vísindum og gagnreyndri þekkingu. Flott og faglegt hjá Willum og hans fólki. Forvarnaráætlun barna og ungmenna 2024-2026 var kynnt í borgarráði í upphafi mars. Fram kemur í bréfi Einars Þorsteinssonar borgarstjóra til borgarráðs að áhersla er á að lýðheilsa sé ofin inn í alla starfsemi og stefnumörkun og að öll forvarnarvinna byggi á bestu þekkingu og reynslu á hverjum tíma. Unnið verður þvert á svið borgarinnar m.a. í tengslum við verkefnið Betri borg fyrir börn og áhersluna á farsæld barna. Flott og faglegt hjá borgarstjóra og hans fólki. Stefnan var samþykkt 7. mars. Þar segir að Mikill árangur hefur náðst við að draga úr neyslu áfengis og tóbaks með samvinnu þeirra aðila sem koma að málefnum barna og ungmenna ásamt þeim sjálfum. Það er því tilefni til að halda áfram, taka höndum saman um nýjar áskoranir og setja aukinn kraft í forvarnarstarf og heilsueflingu með markvissum aðgerðum. Ef Sjálfstæðisflokkurinn fær að mylja niður ÁTVR er unnið gegn gagnreyndri þekkingu í forvörnum og lýðheilsu á Íslandi. Árangur síðustu ára gæti orðið að engu. Það má ekki gerast. Höfundur er fyrrverandi skólameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Áfengi og tóbak Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Framsókn styður forvarnir. Það er betra að verja fyrir fram heldur en að laga eftir á. Framsókn leggst ekki í duftið þegar að forvörnum kemur. Stefnan er skýr. Framsókn ályktaði á flokksþingi sínu í apríl um sjóðheitt mál sem legið hefur eins og eitrað peð á skákborði ríkisstjórnarflokkanna. Það mál hverfist um ólöglega netsölu áfengis sem hefur viðgengist í skjóli Sjálfstæðisflokksins í nokkur ár. Ólögleg netsala til höfuðs ÁTVR. Flokksþing ályktaði Framsókn vill viðhalda einkasölu ríkisins á áfengi og leggst gegn lögfestingu heimildar til reksturs innlendra vefverslana með áfengi í smásölu til neytenda í samkeppni við ríkið í ljósi mikilvægra lýðheilsusjónarmiða. Ævintýraleg atlaga Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg. Í skjóli dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra hafa á þriðja tug netverslana dúkkað upp síðustu ár sem selja áfengi ólöglega í smásölu í samkeppni við ÁTVR. Samkvæmt lögum er ÁTVR með einkaleyfi til smásölu áfengis. Af hverju er þetta ekki stoppað? Af hverju gera ráðherrar ekkert árum saman? Jú, það er til að mylja einkasölu ríkisins niður því þeirra flokkur telur skv. stefnu þeirra að það sé Löngu tímabært er að afnema samkeppnisrekstur ríkisins í smásölu og gefa verslun með áfengi frjálsa. Þessu er Framsókn ósammála vegna lýðheilsusjónarmiða. Þessu eru forvarnarsamtök á Íslandi einnig ósammála. Ég tek hattinn ofan fyrir samtökunum að hafa upplýst almenning um stöðuna eins og sjá má á heimasíðum þeirra s.s. forvarnir. is, foreldrasamtok.is og iogt.is. Þar segir t.d. að lögreglan hafi ekki svara kæru ÁTVR um ólöglega netsölu áfengis í um 4 ár. Er þetta í lagi? Heilbrigðisráðherra og borgarstjóri Nýlega setti heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson af stað starfshóp sem m.a. á að semja stefnu í áfengis og vímuvörnum þar sem hafa skal hliðsjón af vísindum og gagnreyndri þekkingu. Flott og faglegt hjá Willum og hans fólki. Forvarnaráætlun barna og ungmenna 2024-2026 var kynnt í borgarráði í upphafi mars. Fram kemur í bréfi Einars Þorsteinssonar borgarstjóra til borgarráðs að áhersla er á að lýðheilsa sé ofin inn í alla starfsemi og stefnumörkun og að öll forvarnarvinna byggi á bestu þekkingu og reynslu á hverjum tíma. Unnið verður þvert á svið borgarinnar m.a. í tengslum við verkefnið Betri borg fyrir börn og áhersluna á farsæld barna. Flott og faglegt hjá borgarstjóra og hans fólki. Stefnan var samþykkt 7. mars. Þar segir að Mikill árangur hefur náðst við að draga úr neyslu áfengis og tóbaks með samvinnu þeirra aðila sem koma að málefnum barna og ungmenna ásamt þeim sjálfum. Það er því tilefni til að halda áfram, taka höndum saman um nýjar áskoranir og setja aukinn kraft í forvarnarstarf og heilsueflingu með markvissum aðgerðum. Ef Sjálfstæðisflokkurinn fær að mylja niður ÁTVR er unnið gegn gagnreyndri þekkingu í forvörnum og lýðheilsu á Íslandi. Árangur síðustu ára gæti orðið að engu. Það má ekki gerast. Höfundur er fyrrverandi skólameistari.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun