„Krakkarnir í stúkunni eru byrjaðir að taka upp á þessu líka“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2024 13:01 Þorvaldur Orri Árnason fagnar sigurkörfunni sinni. S2 Sport Njarðvíkingar spila í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í ár og það er vegna hetjudáða Vesturbæingsins Þorvaldar Orra Árnasonar í Ljónagryfjunni í gær. Þorvaldur Orri er á sínu fyrsta tímabili í Njarðvík og hann skoraði í gær sigurkörfu sem verður talað um lengi. Það voru aðeins 0,9 sekúndur eftir af leiknum og Njarðvíkingar voru tveimur stigum undir. Þorvaldur fékk boltann langt fyrir utan þriggja stiga línuna og lét vaða. Boltinn rataði rétta leið og Njarðvíkingar eru komnir í undanúrslitin. Subway Körfuboltakvöld valdi Þorvald Orra að sjálfsögðu PlayAir leiksins fyrir þessa stórkostlegu sigurkörfu sína en hann var þó bara með níu stig í leiknum. „Maður er bara í spennufalli hérna eftir þennan magnaða körfuboltaleik. Hetja kvöldsins er sestur hérna hjá hjá okkur, PlayAir leiksins, Þorvaldur Orri. Það liggur beinast við að spyrja, hvernig líður þér núna,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Ég er enn þá að melta þetta. Maður getur eiginlega ekki lýst þessu þannig að ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Þorvaldur Orri en hvernig var þetta teiknað upp hjá Benedikt Guðmundssyni, þjálfara Njarðvíkur? Mario átti að fá boltann „Mario (Matasovic) átti að fá ‚lob' undir körfunni og reyna að jafna leikinn. Þeir lokuðu á það og ég ‚poppa' upp og var bara galopinn. Ég læt bara vaða,“ sagði Þorvaldur. „Ég stend undir körfunni og leið strax vel með þetta skot hjá þér. Leið þér eins,“ spurði Stefán. „Ég fann þetta bara strax og þegar ég sleppti honum. Þessi er inni,“ sagði Þorvaldur. „Þetta er Play leiksins og þetta er náttúrulega augljóslega Play tímabilsins. Þetta er ekkert nema net. Þetta er sennilega heimskulega spurning hjá mér núna en þetta hlýtur að vera stærsta karfan sem þú hefur skorað á þínum ferli,“ spurði Stefán. „Já algjörlega. Kannski troðslan yfir Mario í úrslitakeppninni fyrir tveimur árum,“ sagði Þorvaldur léttur. Rosalega stór karfa „Þú ert að skjóta liðinu í undanúrslit og þetta hefði getað verið síðasti leikurinn í sögu Ljónagryfjunnar. Þetta er rosalega stór karfa þegar kemur að sögunni,“ sagði Stefán. „Það er skemmtilegt að fá aðra seríu hér. Það var svakaleg stemmning hérna í kvöld og ég er spenntur fyrir því að sjá svona mikið af fólki í komandi seríu,“ sagði Þorvaldur. Hann fagnaði með því að setja höndina upp fyrir andlitið eins og hann væri að setja upp grímu. Hermir eftir Jalen Brunson „Ég byrjaði á þessu í úrslitakeppninni að prófa eitthvað nýtt. Ég sá Jalen Brunson geri þetta í leik með Knicks og mér fannst það flott. Um leið og ég byrja að setja niður þriggja stiga skotin þá get ég gert þetta aftur,“ sagði Þorvaldur. „Krakkarnir í stúkunni eru byrjaðir að taka upp á þessu líka. Það er bara geggjað,“ sagði Þorvaldur. Það má sjá allt spjallið hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Þorvaldur Orri Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Sjá meira
Þorvaldur Orri er á sínu fyrsta tímabili í Njarðvík og hann skoraði í gær sigurkörfu sem verður talað um lengi. Það voru aðeins 0,9 sekúndur eftir af leiknum og Njarðvíkingar voru tveimur stigum undir. Þorvaldur fékk boltann langt fyrir utan þriggja stiga línuna og lét vaða. Boltinn rataði rétta leið og Njarðvíkingar eru komnir í undanúrslitin. Subway Körfuboltakvöld valdi Þorvald Orra að sjálfsögðu PlayAir leiksins fyrir þessa stórkostlegu sigurkörfu sína en hann var þó bara með níu stig í leiknum. „Maður er bara í spennufalli hérna eftir þennan magnaða körfuboltaleik. Hetja kvöldsins er sestur hérna hjá hjá okkur, PlayAir leiksins, Þorvaldur Orri. Það liggur beinast við að spyrja, hvernig líður þér núna,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Ég er enn þá að melta þetta. Maður getur eiginlega ekki lýst þessu þannig að ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Þorvaldur Orri en hvernig var þetta teiknað upp hjá Benedikt Guðmundssyni, þjálfara Njarðvíkur? Mario átti að fá boltann „Mario (Matasovic) átti að fá ‚lob' undir körfunni og reyna að jafna leikinn. Þeir lokuðu á það og ég ‚poppa' upp og var bara galopinn. Ég læt bara vaða,“ sagði Þorvaldur. „Ég stend undir körfunni og leið strax vel með þetta skot hjá þér. Leið þér eins,“ spurði Stefán. „Ég fann þetta bara strax og þegar ég sleppti honum. Þessi er inni,“ sagði Þorvaldur. „Þetta er Play leiksins og þetta er náttúrulega augljóslega Play tímabilsins. Þetta er ekkert nema net. Þetta er sennilega heimskulega spurning hjá mér núna en þetta hlýtur að vera stærsta karfan sem þú hefur skorað á þínum ferli,“ spurði Stefán. „Já algjörlega. Kannski troðslan yfir Mario í úrslitakeppninni fyrir tveimur árum,“ sagði Þorvaldur léttur. Rosalega stór karfa „Þú ert að skjóta liðinu í undanúrslit og þetta hefði getað verið síðasti leikurinn í sögu Ljónagryfjunnar. Þetta er rosalega stór karfa þegar kemur að sögunni,“ sagði Stefán. „Það er skemmtilegt að fá aðra seríu hér. Það var svakaleg stemmning hérna í kvöld og ég er spenntur fyrir því að sjá svona mikið af fólki í komandi seríu,“ sagði Þorvaldur. Hann fagnaði með því að setja höndina upp fyrir andlitið eins og hann væri að setja upp grímu. Hermir eftir Jalen Brunson „Ég byrjaði á þessu í úrslitakeppninni að prófa eitthvað nýtt. Ég sá Jalen Brunson geri þetta í leik með Knicks og mér fannst það flott. Um leið og ég byrja að setja niður þriggja stiga skotin þá get ég gert þetta aftur,“ sagði Þorvaldur. „Krakkarnir í stúkunni eru byrjaðir að taka upp á þessu líka. Það er bara geggjað,“ sagði Þorvaldur. Það má sjá allt spjallið hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Þorvaldur Orri
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Sjá meira