Hvar er eldhúsglugginn? Elsa Ævarsdóttir skrifar 28. apríl 2024 13:31 Áherslur á hönnun heimilisins eru í stöðugri þróun. Breytingarnar eru hraðar og erfitt að fylgjast með öllum nýjungum. Og kannski engin ástæða til. Tískan á hverjum tíma hefur engu að síður áhrif á hvernig við horfum á hlutina í kringum okkur. Eldhúseyjan er táknræn fyrir nútíðina; áhugann á góðum mat, matarboðum og fallegri hönnun. Við eyjuna má skála við gesti og reiða fram veislurétti. Þar á fjölskyldan sínar gæðastundir, börnin borða morgunmat á meðan fullorðnir útbúa nesti, foreldrar elda á meðan börnin sinna heimanáminu. Við eyjuna má halda fjarfundi og slaka á með kaffibolla. Nýir straumar segja okkur að mestu skipti að umgjörð heimilins stuðli að vellíðan og samveru. Eyjur eru alltaf málið, heyrist sagt. Náttúrusteinn og tækjaskápar virðast lífsnauðsyn. Snúi eyjan í rétta átt má horfa út um glugga en sjaldan er fjallað um staðsetningu eldhússins og þátta á borð við loftun, birtu og hljóðvist eða þá staðreynd að ekki eru allir svo heppnir að hafa val um eyju. Sumsstaðar finnur fólk leiðir með því að brjóta niður veggi eða færir eldhúsið á milli herbergja en íbúðirnar eru fleiri þar sem aldrei verður hægt að búa til pláss fyrir eldhúseyju. Vegleg eldhús og eyjur eru góð söluvara. Í nýjum fjölbýlishúsum er áherslan á eyjuna stundum slík að í alrýminu verður lítið pláss eftir fyrir borðstofu og stofu. Á sama tíma má segja að með tilkomu alrýmisins hafi þrengt verulega að eldhúsinu. Alltof oft stendur eldhúsinnréttingin innarlega í íbúðinni, langt frá glugga, eða liggur jafnvel meðfram gangvegi eins og um hótelíbúð væri að ræða. Formleg borðstofa heyrir sögunni til og sérstakur borðkrókur þykir óþarfur. Tilfærsla eldhússins úr sérstöku herbergi yfir í alrýmið fylgir þróun samfélagsins, í opna eldhúsinu geta allir í fjölskyldunni verið með og gestirnir líka. Það er óheppileg þróun að þessum mikilvæga samverureit sé æ oftar komið fyrir á dimmum stað, einnig í þéttri byggð. Hvað sem öllum tæknilausnum líður eru náttúruleg birta og ferskt loft grundvöllur vellíðunar. Fátt er hversdagslegra en eldhúsglugginn en minningar sem tengjast honum hafa þó oft dýpri merkingu. Skrifað hefur verið á skáldlegan hátt og jafnvel haldnar sýningar um fagurfræði eldhúsgluggans. Gluggi framtíðarinnar verður í alrými nýju fjölbýlishúsanna. Í stað þess að horfa út snúa þar margir baki í birtuna við eldhússstörfin. Aðrir eru með eyju og útsýni. Hvort eyjan nái sama flugi og eldhúsglugginn í frásögnum framtíðarinnar er ekki gott að segja. En það má hugsa sér að það væri bjartara yfir minningunum ef eldhúsið, hjarta heimilisins, færðist aftur nær glugga. Eða, og það væri enn betra, að tryggt verði að eldhúsið fái aftur sína fermetra og taki sitt pláss í alrýminu, ekki á kostnað annarra þarfa heldur sem staður þar sem fólki getur raunverulega liðið vel. Höfundur er innanhússarkitekt og talar máli Híbýlaauðs. Hópurinn býður til skrafs og ráðagerða í porti Hafnarhússins á Hönnunarmars 2024. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hús og heimili Arkitektúr Tíska og hönnun HönnunarMars Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Áherslur á hönnun heimilisins eru í stöðugri þróun. Breytingarnar eru hraðar og erfitt að fylgjast með öllum nýjungum. Og kannski engin ástæða til. Tískan á hverjum tíma hefur engu að síður áhrif á hvernig við horfum á hlutina í kringum okkur. Eldhúseyjan er táknræn fyrir nútíðina; áhugann á góðum mat, matarboðum og fallegri hönnun. Við eyjuna má skála við gesti og reiða fram veislurétti. Þar á fjölskyldan sínar gæðastundir, börnin borða morgunmat á meðan fullorðnir útbúa nesti, foreldrar elda á meðan börnin sinna heimanáminu. Við eyjuna má halda fjarfundi og slaka á með kaffibolla. Nýir straumar segja okkur að mestu skipti að umgjörð heimilins stuðli að vellíðan og samveru. Eyjur eru alltaf málið, heyrist sagt. Náttúrusteinn og tækjaskápar virðast lífsnauðsyn. Snúi eyjan í rétta átt má horfa út um glugga en sjaldan er fjallað um staðsetningu eldhússins og þátta á borð við loftun, birtu og hljóðvist eða þá staðreynd að ekki eru allir svo heppnir að hafa val um eyju. Sumsstaðar finnur fólk leiðir með því að brjóta niður veggi eða færir eldhúsið á milli herbergja en íbúðirnar eru fleiri þar sem aldrei verður hægt að búa til pláss fyrir eldhúseyju. Vegleg eldhús og eyjur eru góð söluvara. Í nýjum fjölbýlishúsum er áherslan á eyjuna stundum slík að í alrýminu verður lítið pláss eftir fyrir borðstofu og stofu. Á sama tíma má segja að með tilkomu alrýmisins hafi þrengt verulega að eldhúsinu. Alltof oft stendur eldhúsinnréttingin innarlega í íbúðinni, langt frá glugga, eða liggur jafnvel meðfram gangvegi eins og um hótelíbúð væri að ræða. Formleg borðstofa heyrir sögunni til og sérstakur borðkrókur þykir óþarfur. Tilfærsla eldhússins úr sérstöku herbergi yfir í alrýmið fylgir þróun samfélagsins, í opna eldhúsinu geta allir í fjölskyldunni verið með og gestirnir líka. Það er óheppileg þróun að þessum mikilvæga samverureit sé æ oftar komið fyrir á dimmum stað, einnig í þéttri byggð. Hvað sem öllum tæknilausnum líður eru náttúruleg birta og ferskt loft grundvöllur vellíðunar. Fátt er hversdagslegra en eldhúsglugginn en minningar sem tengjast honum hafa þó oft dýpri merkingu. Skrifað hefur verið á skáldlegan hátt og jafnvel haldnar sýningar um fagurfræði eldhúsgluggans. Gluggi framtíðarinnar verður í alrými nýju fjölbýlishúsanna. Í stað þess að horfa út snúa þar margir baki í birtuna við eldhússstörfin. Aðrir eru með eyju og útsýni. Hvort eyjan nái sama flugi og eldhúsglugginn í frásögnum framtíðarinnar er ekki gott að segja. En það má hugsa sér að það væri bjartara yfir minningunum ef eldhúsið, hjarta heimilisins, færðist aftur nær glugga. Eða, og það væri enn betra, að tryggt verði að eldhúsið fái aftur sína fermetra og taki sitt pláss í alrýminu, ekki á kostnað annarra þarfa heldur sem staður þar sem fólki getur raunverulega liðið vel. Höfundur er innanhússarkitekt og talar máli Híbýlaauðs. Hópurinn býður til skrafs og ráðagerða í porti Hafnarhússins á Hönnunarmars 2024.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar