SVT greinir frá því að fólkið hafi verið á kafi í um fimmtíu mínútur. Kafarar hafi sótt fólkið og þau flutt á sjúkrahús með þyrlum. Mats Eriksson fjölmiðlafulltrúi sænsku lögreglunnar segir við SVT að það sé óljóst hvernig þetta hafi komið til. Lögreglan ætlar að hífa bílinn upp á morgun og athuga hvort að þar finnist merki um bilanir sem gætu hafa valdið slysinu.
Tveir látnir eftir að bíll hafnaði í sjónum við Stokkhólm

Karl og kona á 75. aldursári létust þegar bíll hafnaði í sjónum nálægt Stokkhólmi við Furusund. Verið var að aka bílnum um borð í ferju þegar bíllinn fór fyrir borð.