„Það er mikill efniviður í Fram“ Hinrik Wöhler skrifar 29. apríl 2024 21:05 Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink Leikmenn Fram gáfust ekki upp á móti Val í 4. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Fram jafnaði leikinn á 90. mínútu og endaði leikurinn 1-1. Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var ánægður með baráttu sinna manna undir lok leiks. „Alltaf að gaman að sýna karakter og halda áfram og gefast ekki upp. Halda skipulagi og við náðum að þrýsta Valsmönnum til baka nokkrum sinnum þegar við unnum boltann. Ég hefði viljað sjá boltann oftar inn í teig en það er erfitt að brjóta sterkt lið á bak aftur. Við skorum úr föstu leikatriði eins og þeir gerðu og ég held að þetta var sanngjarnt að við náðum að jafna,“ sagði Rúnar eftir leik. Leikmenn Fram fagna marki Viktors Bjarka Daðasonar. Hann gengur í raðir FC Kaupmannahfnar í sumar.Vísir/Anton Brink Stjörnum prýtt lið Vals hefur ekki gengið vel í upphafi móts og var Rúnar afar sáttur með frammistöðu liðsins á móti Val í kvöld. „Að mjög mörgu leyti á móti frábæru Valsliði. Það er erfitt að hlaupa og elta þá því þeir spila boltanum vel sín á milli. Mér fannst við loka vel á þá og þeir áttu einhver færi en held að við áttum stærri færi en þeir í leiknum, þeir bjarga tvisvar á línu í fyrri hálfleik og Frederik [Schram] bjargar frábæru skoti frá Kennie [Chopart]. Við björgum vissulega á línu hinum megin en ég held að við áttum yfirhöndina í færum í fyrri hálfleik,“ sagði Rúnar um frammistöðu liðsins. „Í síðari hálfleik voru Valsmenn aðeins sterkari og voru að ógna okkur meira, komust yfir eftir hornspyrnu sem maður er fúll yfir og þeir líklegast mjög fúlir yfir að fá mark eftir aukaspyrnu en hún var vel útfærð hjá okkur. Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan, ég ætla að vona að ég sé ekki að bulla núna,“ bætti hinn reynslumikli þjálfari við. Ungu leikmenn Fram hafa verið að skína í upphafi móts. Viktor Bjarki Daðason sem er fæddur árið 2008 jafnaði leikinn fyrir Fram á 90. mínútu. Í þriðju umferð á móti KR var það hinn nítján ára Freyr Sigurðsson sem skoraði sigurmarkið. „Það er mikill efniviður í Fram og við erum með mjög breiðan og góðan hóp. Það er mikill samkeppni um stöður og við tókum þá ákvörðun rétt fyrir leik að hafa Viktor í hópnum í stað þess að hafa Otta [Egil Otta Vilhjálmsson] sem hefur verið nálægt þessu líka og sem betur fer held ég að við höfum valið rétt í þetta skiptið. Við hentum honum inn á, hann er stór, tekur mikið til sín og góður slúttari. Gerði þetta frábærlega að skora í Bestu deildinni, 15 ára gamall,“ sagði Rúnar að lokum um ungu leikmennina í Úlfarsárdal. Rúnar fylgist grannt með gangi mála í kvöld.Vísir/Anton Brink Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
„Alltaf að gaman að sýna karakter og halda áfram og gefast ekki upp. Halda skipulagi og við náðum að þrýsta Valsmönnum til baka nokkrum sinnum þegar við unnum boltann. Ég hefði viljað sjá boltann oftar inn í teig en það er erfitt að brjóta sterkt lið á bak aftur. Við skorum úr föstu leikatriði eins og þeir gerðu og ég held að þetta var sanngjarnt að við náðum að jafna,“ sagði Rúnar eftir leik. Leikmenn Fram fagna marki Viktors Bjarka Daðasonar. Hann gengur í raðir FC Kaupmannahfnar í sumar.Vísir/Anton Brink Stjörnum prýtt lið Vals hefur ekki gengið vel í upphafi móts og var Rúnar afar sáttur með frammistöðu liðsins á móti Val í kvöld. „Að mjög mörgu leyti á móti frábæru Valsliði. Það er erfitt að hlaupa og elta þá því þeir spila boltanum vel sín á milli. Mér fannst við loka vel á þá og þeir áttu einhver færi en held að við áttum stærri færi en þeir í leiknum, þeir bjarga tvisvar á línu í fyrri hálfleik og Frederik [Schram] bjargar frábæru skoti frá Kennie [Chopart]. Við björgum vissulega á línu hinum megin en ég held að við áttum yfirhöndina í færum í fyrri hálfleik,“ sagði Rúnar um frammistöðu liðsins. „Í síðari hálfleik voru Valsmenn aðeins sterkari og voru að ógna okkur meira, komust yfir eftir hornspyrnu sem maður er fúll yfir og þeir líklegast mjög fúlir yfir að fá mark eftir aukaspyrnu en hún var vel útfærð hjá okkur. Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan, ég ætla að vona að ég sé ekki að bulla núna,“ bætti hinn reynslumikli þjálfari við. Ungu leikmenn Fram hafa verið að skína í upphafi móts. Viktor Bjarki Daðason sem er fæddur árið 2008 jafnaði leikinn fyrir Fram á 90. mínútu. Í þriðju umferð á móti KR var það hinn nítján ára Freyr Sigurðsson sem skoraði sigurmarkið. „Það er mikill efniviður í Fram og við erum með mjög breiðan og góðan hóp. Það er mikill samkeppni um stöður og við tókum þá ákvörðun rétt fyrir leik að hafa Viktor í hópnum í stað þess að hafa Otta [Egil Otta Vilhjálmsson] sem hefur verið nálægt þessu líka og sem betur fer held ég að við höfum valið rétt í þetta skiptið. Við hentum honum inn á, hann er stór, tekur mikið til sín og góður slúttari. Gerði þetta frábærlega að skora í Bestu deildinni, 15 ára gamall,“ sagði Rúnar að lokum um ungu leikmennina í Úlfarsárdal. Rúnar fylgist grannt með gangi mála í kvöld.Vísir/Anton Brink
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti