Rúnar Páll: Við eigum þetta ekki skilið en svona er þetta Árni Jóhannsson skrifar 29. apríl 2024 22:18 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, fannst niðurstaðan ósanngjörn í kvöld Vísir/Anton Brink Eins og Jökull Elísabetarson gat verið ánægður þá var Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkismanna mjög súr í bragði skömmu eftir leik. Hans menn í Fylki fengu mark á sig á loka andartökum leiksins og misstu tvö stig sem gætu verið mikilvæg. „Gríðarleg vonbrigði. Ég er mjög svekktur fyrir hönd drengjanna sem áttu eiginlega bara frábæran leik“, sagði hann fyrst og fremst um tilfinningar sínar eftir svona högg. „Að fá á sig svona mark þegar fjórar sekúndur eru eftir er mjög sárt. Þetta er ekki sanngjarnt og mér fannst við ekki eiga þetta skilið en það er ekki spurt að því í fótboltanum. Við fáum aftur á móti mörg góð' færi í þessum og við náum ekki að nýta þau því miður. Stjörnumenn fá ekki mörg góð færi en vinna samt leikinn. Það er svolítið saga okkar. Við höfum átt góðar frammistöður og allir voða ánægðir, sérstaklega við þjálfararnir en við fáum ekkert út úr því og við þurfum að snúa því við.“ „Við þurfum að færa þessa leiki okkur í vil og fá þessi þrjú stig sem okkur vantar. Eins og staðan er núna er ég drullusvekktur og fúll en ég er ánægður með frammistöðuna. Við vorum drullugóðir í dag. Vörðumst þvílíkt vel og sköpuðum okkur fullt af góðum færum þannig að við eigum þetta ekki skilið en svona er þetta.“ Rúnar var þá spurður að því hvort hann sæi eitthvað í fljótu bragði sem gæti breytt gengi síns liðs. „Við fáum alveg urmul af færum. Fáum alveg þrjú fjögur góð færi sem við eigum að skora úr. Við höldum svo markinu tiltölulega hreinu. Stjörnumenn fengu ekki mörg færi og um það snýst leikurinn. Hefðum við nýtt eitthvað af þessum færum hefðum við unnið leikinn.“ Að lokum var Rúnar spurður að því hvort hann þyrfti að segja eitthvað sérstakt við sína menn eftir svona högg. „Nei nei, bara reyna að hughreysta þá og svo áfram gakk bara.“ Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 0-1 | Stjörnumenn stálu öllum stigunum Stjarnan náði að stela öllum stigunum sem í boði voru í Árbænum. Varamaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason var hetjan. Leikurinn hafði verið í járnum í 92 mínútur. 29. apríl 2024 18:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira
„Gríðarleg vonbrigði. Ég er mjög svekktur fyrir hönd drengjanna sem áttu eiginlega bara frábæran leik“, sagði hann fyrst og fremst um tilfinningar sínar eftir svona högg. „Að fá á sig svona mark þegar fjórar sekúndur eru eftir er mjög sárt. Þetta er ekki sanngjarnt og mér fannst við ekki eiga þetta skilið en það er ekki spurt að því í fótboltanum. Við fáum aftur á móti mörg góð' færi í þessum og við náum ekki að nýta þau því miður. Stjörnumenn fá ekki mörg góð færi en vinna samt leikinn. Það er svolítið saga okkar. Við höfum átt góðar frammistöður og allir voða ánægðir, sérstaklega við þjálfararnir en við fáum ekkert út úr því og við þurfum að snúa því við.“ „Við þurfum að færa þessa leiki okkur í vil og fá þessi þrjú stig sem okkur vantar. Eins og staðan er núna er ég drullusvekktur og fúll en ég er ánægður með frammistöðuna. Við vorum drullugóðir í dag. Vörðumst þvílíkt vel og sköpuðum okkur fullt af góðum færum þannig að við eigum þetta ekki skilið en svona er þetta.“ Rúnar var þá spurður að því hvort hann sæi eitthvað í fljótu bragði sem gæti breytt gengi síns liðs. „Við fáum alveg urmul af færum. Fáum alveg þrjú fjögur góð færi sem við eigum að skora úr. Við höldum svo markinu tiltölulega hreinu. Stjörnumenn fengu ekki mörg færi og um það snýst leikurinn. Hefðum við nýtt eitthvað af þessum færum hefðum við unnið leikinn.“ Að lokum var Rúnar spurður að því hvort hann þyrfti að segja eitthvað sérstakt við sína menn eftir svona högg. „Nei nei, bara reyna að hughreysta þá og svo áfram gakk bara.“
Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 0-1 | Stjörnumenn stálu öllum stigunum Stjarnan náði að stela öllum stigunum sem í boði voru í Árbænum. Varamaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason var hetjan. Leikurinn hafði verið í járnum í 92 mínútur. 29. apríl 2024 18:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 0-1 | Stjörnumenn stálu öllum stigunum Stjarnan náði að stela öllum stigunum sem í boði voru í Árbænum. Varamaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason var hetjan. Leikurinn hafði verið í járnum í 92 mínútur. 29. apríl 2024 18:30