Fengið nóg af því að vera ruslakista fyrir viðbjóð frá fólki Aron Guðmundsson skrifar 30. apríl 2024 10:30 Davíð Tómas Tómasson hefur yfir mikilli reynslu að skipa sem körfuboltadómari. Í gegnum áranna rás hefur hann mátt þola alls konar áreiti tengt sínum störfum. Vísir/Arnar Halldórsson „Þetta er bara komið gott,“ segir körfuboltadómarinn Davíð Tómas Tómasson sem hefur fengið sig fullsaddan af ófyrirleitnum skilaboðum. Aðkasti í garð dómara. Hann segir fyrst og fremst umbreytingu þurfa að eiga sér stað hjá dómurum. Svona áreiti eigi ekki að stinga í vasann. Hann vill skítkastið upp á yfirborðið. Þá fyrst sé möguleiki á því að þeir sem sendi slík skilaboð sjái að sér. Davíð Tómas hefur dæmt körfubolta í um átján ár. Hann hefur oft fengið viðlíka skilaboð og þessi hér til hliðar, sem hann fékk send frá einstaklingi, sem hann þekkir ekki neitt, eftir oddaleik Njarðvíkur og Þór Þorlákshafnar á dögunum, leik sem dómaratríóið gekk stolt frá borði eftir. Skilaboð sem reyndust kornið sem fyllti mælinn. Þessi skilaboð fékk Davíð Tómas eftir oddaleik Njarðvíkur og Þór Þorlákshafnar í átta liða úrslitum Subway deildar karla á dögunum „Ég hef verið að dæma í einhver átján ár og hef fengið mörg hundruð svona skilaboð. Þau telja örugglega þúsundatali. Á öllum miðlum, í öllu formi. Það var einhver partur innra með mér sem að sagði að nú væri þetta bara komið gott,“ segir Davíð Tómas. „Ég hef aldrei talað um þetta opinberlega áður. Aldrei sent þetta út í umheiminn.“ Súrealískt umhverfi Oddaleikurinn umræddi, milli Njarðvíkur og Þór Þorlákshafnar í átta liða úrslitum Subway deildarinnar, fékk dramatískan endi. Dómararnir gengu þó sáttir frá borði, ánægðir með sitt dagsverk. En kornið sem fyllti mælinn fyrir Davíð Tómas, kornið sem varð til þess að hann ákvað að draga skítkastið upp á yfirborðið var skammt undan. „Við komum þarna niður eftir þennan leik. Búið að ganga, að okkar mati, gríðarlega vel. Auðvitað koma upp mistök í þessum leik eins og öðrum en að okkar mati komumst við vel frá þessu verkefni. Í því ljósi var það extra skrítið að sjá að fimm svona niðrandi skilaboð bíða manns eftir vel unnið starf.“ „Þetta var eitthvað svo súrealískt því við dómarar leiksins komum inn í klefann eftir leik. Það var ríkjandi mikil bræðralagsstemning og við tökum utan um hvorn annan. Við vorum þarna að koma úr ótrúlega erfiðu umhverfi og maður tengist fólkinu, sem maður gengur í gegnum svona stríð með, einhverjum sérstökum böndum.“ „Einn þeirra sem var að dæma með mér, Davíð Kristján. Við höfum verið samferða í dómgæslunni í þessi átján ár. Hann labbar inn í klefann á undan mér, snýr sér við og segir: „komdu hérna strákur.“ Tekur utan um mig og þetta var svona vinakærleiksstund. Ég varð svo hugsi yfir því í kjölfarið. Að þegar að við erum að eiga svona stund bíði manns svona skilaboð á sama tíma. Þér að segja er þetta ekki eitthvað sem að hefur áhrif á mig persónulega. Ég hef fengið mörg svona skilaboð. Maður er orðinn vanur þessu. Hefur myndað harða skel fyrir svona löguðu. En það sem að stakk mig svolítið mikið er aðallega hvernig vinnuumhverfið er. Nú er nýliðun í dómarastéttinni nánast engin og það skilur enginn af hverju það er. Það eru allir voða hissa yfir því að enginn vilji koma að dæma. Kannski er það af því að alveg sama hversu vel þú stendur þig þá bíða þín samt fimmtíu skilaboð í pósthólfinu um það hvað þú sért ömurlegur og mikið hitt og þetta.“ En er þetta að versna? „Já, ég myndi klárlega segja að þetta sé að versna. Nú eru allir svo aðgengilegir. Ég er á Instagram, Facebook, LinkedIn, með netfang og símanúmer. Þú hefur aðgengi að mér á ótrúlega mörgum stöðum. Það er auðvelt að taka upp símann í einhverju bræði og spýta út einhverri drullu. Davíð Tómas að störfum.vísir/vilhelm Maður er bara búin að vera, í að verða átján ár, einhvers konar ruslakista af viðbjóði fyrir fólk sem er óánægt með það sem maður er að gera inn á vellinum. Þetta er bara komið gott. Þið getið verið með hrópin og köllin úr stúkunni. Maður ber virðingu fyrir því. En að vera draga persónuna manns inn í þetta. Fara inn í persónulega líf manns með því að senda skilaboð beint á mann. Fyrir mér er þetta yfir strikið. Á ekki að líðast. Fyrir fólk sem er að koma nýtt inn í dómgæslu. Ungt fólk. Þetta er ekki mjög aðlaðandi umhverfi.“ Áreiti sem á ekki að eiga sér stað Skilaboð, símhringingar, hótanir. „En það var ekki hótun sem ég tók alvarlega. Ég hef verið kallaður öllum illum nöfnum. Að ef einhver sæi mig út á götu myndi hann gera hitt og þetta við mig. Þetta er eitthvað sem maður tekur endilega ekkert alltof alvarlega. Áður fyrr var ég með símanúmerið mitt á Já.is. Símanúmerið mitt var sömuleiðis aðgengilegt á vefsíðu KKÍ. Á þeim tíma var ég stundum að fá símhringingar og skilaboð á nóttunni. Rétta orðið yfir þetta er bara áreiti. Þetta er áreiti sem á ekki að þurfa að eiga sér stað að mínu mati. Þegar að þú færð svona áreiti eftir leiki. Tekur það þig langan tíma að vinna úr þessu. Ýta þessu til hliðar? „Þegar að ég var að byrja var maður kannski ekki með eins harða skel fyrir þessu. Maður tók hlutunum meira persónulega. Var óöruggari í sínum aðgerðum. Ég veit hins vegar hver ég er. Fyrir hvað ég stend. Og hversu vel eða ekki mér gengur inn á vellinum. Ég tek svona skilaboðum ekkert sérstaklega nærri mér lengur. Auðvitað fannst mér þetta erfitt þegar að ég var að byrja. Maður er kannski fastur í þeirri hugmyndafræði að vilja gera öllum til geðs og er auðvitað ekki í rétta starfinu, sem íþróttadómari, ef maður vill gera öllum til geðs. Maður þurfti bara hægt og rólega að sætta sig við það. Það er ekki hægt að gera öllum til geðs. En burtséð frá því hvort þetta hafi mikil eða lítil áhrif á mig. Þá í stóra samhenginu, sem er auðvitað bara íþróttir. Þá á þetta ekki heima þar. Þetta á ekki heima í kringum kappleiki. Það er það sem ég vildi einna helst koma á framfæri.“ Ekki bara vandamál körfuboltans Og ljóst að ekki er bara um vandamál körfuboltans að ræða. Í fyrra var til að mynda greint frá því að tveir dómarar á vegum KSÍ hefðu fengið sendar líflátshótanir og eftir að Davíð Tómas setti færslu sína fram á Facebook hafa dómarar úr öðrum íþróttagreinum sett sig í samband við hann. „Fótboltadómarar, handboltadómarar, alls konar fólk sem hefur upplifað það nákvæmlega sama. Þetta á ekki að vera til staðar. Þetta er svo mikil innrás í persónulega líf manns. Þetta á ekki heima þar.“ Skítkastið upp á yfirborðið En hvað er til ráða? Er þetta eitthvað sem íþróttahreyfingin þar að koma að saman. Að senda skýr skilaboð um að svona sé ekki líðandi? Hvað getum við gert? „Í fyrsta lagi þarf að vera einhvers konar umbreyting á hegðun meðal dómara. Það sem allir dómarar hingað til hafa verið að gera er að setja svona mál í vasann. Líkt og ég hafði gert hingað til. Bara eytt þessum skilaboðum sem ég fæ send, lokað á viðkomandi einstakling og haldið svo áfram.“ VÍSIR/VILHELM „En til þess að það verði einhvers konar umbreyting á hugum fólks þarf í fyrsta lagi að draga hegðunina út í dagsljósið. Maður sér það gert í öðrum mikil vægum hreyfingum. Ég gæti nefnt sem dæmi MeToo hreyfinguna. Þar var allur viðbjóðurinn og skíturinn dreginn upp á yfirborðið og þá neyðist fólk til þess að breyta hegðun sinni. Fyrir mér var þetta bara fyrsta skrefið í þessu. Ég fékk bara nóg. Af hverju á ég stanslaust í átján ár að verða fyrir barðinu á þessu? Eftir að hafa lagt líf og sál í þetta fyrir íþróttahreyfinguna, fyrir það sem sumir kalla smáaura því ekki er ég að gera þetta til þess að verða ríkur. Ég geri þetta eingöngu af ástríðu. Eingöngu. Auðvitað hef ég í gegnum þennan tíma einnig fengið fullt af skilaboðum þar sem að mér er hrósað fyrir vel unnin störf. Að framkoma okkar dómarar hafi verið frábær. Þá hefur fólk einnig komið að máli við mig og sent mér skilaboð, á rólegu nótunum, þar sem að það segist ekki sammála einhverjum ákvörðunum sem maður tók. Það er gott og vel. Þegar að þetta er komið í svona persónulegt níð. Uppnefningar og annað. Þetta á ekki heima hjá minni persónu.“ Viðtalið við Davíð Tómas í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Davíð Tómas: „Fyrir mér er þetta yfir strikið“ Subway-deild karla Subway-deild kvenna Körfubolti Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Sjá meira
Davíð Tómas hefur dæmt körfubolta í um átján ár. Hann hefur oft fengið viðlíka skilaboð og þessi hér til hliðar, sem hann fékk send frá einstaklingi, sem hann þekkir ekki neitt, eftir oddaleik Njarðvíkur og Þór Þorlákshafnar á dögunum, leik sem dómaratríóið gekk stolt frá borði eftir. Skilaboð sem reyndust kornið sem fyllti mælinn. Þessi skilaboð fékk Davíð Tómas eftir oddaleik Njarðvíkur og Þór Þorlákshafnar í átta liða úrslitum Subway deildar karla á dögunum „Ég hef verið að dæma í einhver átján ár og hef fengið mörg hundruð svona skilaboð. Þau telja örugglega þúsundatali. Á öllum miðlum, í öllu formi. Það var einhver partur innra með mér sem að sagði að nú væri þetta bara komið gott,“ segir Davíð Tómas. „Ég hef aldrei talað um þetta opinberlega áður. Aldrei sent þetta út í umheiminn.“ Súrealískt umhverfi Oddaleikurinn umræddi, milli Njarðvíkur og Þór Þorlákshafnar í átta liða úrslitum Subway deildarinnar, fékk dramatískan endi. Dómararnir gengu þó sáttir frá borði, ánægðir með sitt dagsverk. En kornið sem fyllti mælinn fyrir Davíð Tómas, kornið sem varð til þess að hann ákvað að draga skítkastið upp á yfirborðið var skammt undan. „Við komum þarna niður eftir þennan leik. Búið að ganga, að okkar mati, gríðarlega vel. Auðvitað koma upp mistök í þessum leik eins og öðrum en að okkar mati komumst við vel frá þessu verkefni. Í því ljósi var það extra skrítið að sjá að fimm svona niðrandi skilaboð bíða manns eftir vel unnið starf.“ „Þetta var eitthvað svo súrealískt því við dómarar leiksins komum inn í klefann eftir leik. Það var ríkjandi mikil bræðralagsstemning og við tökum utan um hvorn annan. Við vorum þarna að koma úr ótrúlega erfiðu umhverfi og maður tengist fólkinu, sem maður gengur í gegnum svona stríð með, einhverjum sérstökum böndum.“ „Einn þeirra sem var að dæma með mér, Davíð Kristján. Við höfum verið samferða í dómgæslunni í þessi átján ár. Hann labbar inn í klefann á undan mér, snýr sér við og segir: „komdu hérna strákur.“ Tekur utan um mig og þetta var svona vinakærleiksstund. Ég varð svo hugsi yfir því í kjölfarið. Að þegar að við erum að eiga svona stund bíði manns svona skilaboð á sama tíma. Þér að segja er þetta ekki eitthvað sem að hefur áhrif á mig persónulega. Ég hef fengið mörg svona skilaboð. Maður er orðinn vanur þessu. Hefur myndað harða skel fyrir svona löguðu. En það sem að stakk mig svolítið mikið er aðallega hvernig vinnuumhverfið er. Nú er nýliðun í dómarastéttinni nánast engin og það skilur enginn af hverju það er. Það eru allir voða hissa yfir því að enginn vilji koma að dæma. Kannski er það af því að alveg sama hversu vel þú stendur þig þá bíða þín samt fimmtíu skilaboð í pósthólfinu um það hvað þú sért ömurlegur og mikið hitt og þetta.“ En er þetta að versna? „Já, ég myndi klárlega segja að þetta sé að versna. Nú eru allir svo aðgengilegir. Ég er á Instagram, Facebook, LinkedIn, með netfang og símanúmer. Þú hefur aðgengi að mér á ótrúlega mörgum stöðum. Það er auðvelt að taka upp símann í einhverju bræði og spýta út einhverri drullu. Davíð Tómas að störfum.vísir/vilhelm Maður er bara búin að vera, í að verða átján ár, einhvers konar ruslakista af viðbjóði fyrir fólk sem er óánægt með það sem maður er að gera inn á vellinum. Þetta er bara komið gott. Þið getið verið með hrópin og köllin úr stúkunni. Maður ber virðingu fyrir því. En að vera draga persónuna manns inn í þetta. Fara inn í persónulega líf manns með því að senda skilaboð beint á mann. Fyrir mér er þetta yfir strikið. Á ekki að líðast. Fyrir fólk sem er að koma nýtt inn í dómgæslu. Ungt fólk. Þetta er ekki mjög aðlaðandi umhverfi.“ Áreiti sem á ekki að eiga sér stað Skilaboð, símhringingar, hótanir. „En það var ekki hótun sem ég tók alvarlega. Ég hef verið kallaður öllum illum nöfnum. Að ef einhver sæi mig út á götu myndi hann gera hitt og þetta við mig. Þetta er eitthvað sem maður tekur endilega ekkert alltof alvarlega. Áður fyrr var ég með símanúmerið mitt á Já.is. Símanúmerið mitt var sömuleiðis aðgengilegt á vefsíðu KKÍ. Á þeim tíma var ég stundum að fá símhringingar og skilaboð á nóttunni. Rétta orðið yfir þetta er bara áreiti. Þetta er áreiti sem á ekki að þurfa að eiga sér stað að mínu mati. Þegar að þú færð svona áreiti eftir leiki. Tekur það þig langan tíma að vinna úr þessu. Ýta þessu til hliðar? „Þegar að ég var að byrja var maður kannski ekki með eins harða skel fyrir þessu. Maður tók hlutunum meira persónulega. Var óöruggari í sínum aðgerðum. Ég veit hins vegar hver ég er. Fyrir hvað ég stend. Og hversu vel eða ekki mér gengur inn á vellinum. Ég tek svona skilaboðum ekkert sérstaklega nærri mér lengur. Auðvitað fannst mér þetta erfitt þegar að ég var að byrja. Maður er kannski fastur í þeirri hugmyndafræði að vilja gera öllum til geðs og er auðvitað ekki í rétta starfinu, sem íþróttadómari, ef maður vill gera öllum til geðs. Maður þurfti bara hægt og rólega að sætta sig við það. Það er ekki hægt að gera öllum til geðs. En burtséð frá því hvort þetta hafi mikil eða lítil áhrif á mig. Þá í stóra samhenginu, sem er auðvitað bara íþróttir. Þá á þetta ekki heima þar. Þetta á ekki heima í kringum kappleiki. Það er það sem ég vildi einna helst koma á framfæri.“ Ekki bara vandamál körfuboltans Og ljóst að ekki er bara um vandamál körfuboltans að ræða. Í fyrra var til að mynda greint frá því að tveir dómarar á vegum KSÍ hefðu fengið sendar líflátshótanir og eftir að Davíð Tómas setti færslu sína fram á Facebook hafa dómarar úr öðrum íþróttagreinum sett sig í samband við hann. „Fótboltadómarar, handboltadómarar, alls konar fólk sem hefur upplifað það nákvæmlega sama. Þetta á ekki að vera til staðar. Þetta er svo mikil innrás í persónulega líf manns. Þetta á ekki heima þar.“ Skítkastið upp á yfirborðið En hvað er til ráða? Er þetta eitthvað sem íþróttahreyfingin þar að koma að saman. Að senda skýr skilaboð um að svona sé ekki líðandi? Hvað getum við gert? „Í fyrsta lagi þarf að vera einhvers konar umbreyting á hegðun meðal dómara. Það sem allir dómarar hingað til hafa verið að gera er að setja svona mál í vasann. Líkt og ég hafði gert hingað til. Bara eytt þessum skilaboðum sem ég fæ send, lokað á viðkomandi einstakling og haldið svo áfram.“ VÍSIR/VILHELM „En til þess að það verði einhvers konar umbreyting á hugum fólks þarf í fyrsta lagi að draga hegðunina út í dagsljósið. Maður sér það gert í öðrum mikil vægum hreyfingum. Ég gæti nefnt sem dæmi MeToo hreyfinguna. Þar var allur viðbjóðurinn og skíturinn dreginn upp á yfirborðið og þá neyðist fólk til þess að breyta hegðun sinni. Fyrir mér var þetta bara fyrsta skrefið í þessu. Ég fékk bara nóg. Af hverju á ég stanslaust í átján ár að verða fyrir barðinu á þessu? Eftir að hafa lagt líf og sál í þetta fyrir íþróttahreyfinguna, fyrir það sem sumir kalla smáaura því ekki er ég að gera þetta til þess að verða ríkur. Ég geri þetta eingöngu af ástríðu. Eingöngu. Auðvitað hef ég í gegnum þennan tíma einnig fengið fullt af skilaboðum þar sem að mér er hrósað fyrir vel unnin störf. Að framkoma okkar dómarar hafi verið frábær. Þá hefur fólk einnig komið að máli við mig og sent mér skilaboð, á rólegu nótunum, þar sem að það segist ekki sammála einhverjum ákvörðunum sem maður tók. Það er gott og vel. Þegar að þetta er komið í svona persónulegt níð. Uppnefningar og annað. Þetta á ekki heima hjá minni persónu.“ Viðtalið við Davíð Tómas í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Davíð Tómas: „Fyrir mér er þetta yfir strikið“
Subway-deild karla Subway-deild kvenna Körfubolti Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Sjá meira