Tíminn að renna út Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 1. maí 2024 08:01 Í dag er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Við þurfum að senda frá okkur skýr skilaboð til stjórnvalda og stjórnmálanna að tími aðgerðarleysis og óstjórnar er að renna út. Aðgerðarleysið í húsnæðismálum og botnlaust dekur við sérhagsmunaöflin er komið á það stig að útilokað hlýtur að vera fyrir almenning að sitja lengur þegjandi og hljóðalaus hjá. Á meðan afurðastöðvar nudda saman lófum, eftir að Alþingi Íslendinga gerði þær undanþegnar frá samkeppnislögum, stendur til að gefa frá okkur gríðarlega verðmætar auðlindir með frumvarpi um lagareldi. Á sama tíma eru vextir á húsnæðislánum almennings í tveggja stafa tölu og algjört neyðarástand ríkir á leigumarkaði. Þessi staða er ekki vegna utanaðkomandi, óumflýjanlegra eða ófyrirsjáanlegra aðstæðna. Þvert á móti er þessi staða þaulhugsuð, skipulögð og framkvæmd á stjórnarheimilinu með stuðningi Seðlabankans. Svar stjórnmálanna í húsnæðismálum er aumkunarvert þar sem allir lykilflokkar í pólitík hafa skilað auðu og bera alla ábyrgð. Stærsta sveitarfélag landsins ber sér á brjóst með að hafa komið með nokkru fleiri flatkökur í matarlausa fermingarveisluna en önnur hafa gert á meðan þau bjóða þúsundum ferðamanna í veisluna sem enginn gerði ráð fyrir. Þúsundir íbúða hafa þannig farið af markaði í skammtímaleigu til ferðamanna. Allt með blessun borgaryfirvalda og stjórnvalda sem enga viðleitni hafa sýnt í að takast á við vandann nema með áætlunum og stefnum sem aðeins innihalda marklaust og ábyrgðarlaust hjal án raunverulegra aðgerða. Til að bæta gráu ofan á svart var seðlabankastjóri nýverið skipaður áfram í embætti þrátt fyrir miskunnarlausa okurvaxtastefnu sem er á góðri leið með að ganga frá skuldsettum heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þar er ólíklegt að um stórfelld og ítrekuð hagstjórnarmistök sé að ræða, eins og Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði benti nýverið á og seðlabankastjóri Evrópubankans hefur tekið undir, heldur enn eitt dæmið um grímulausa sérhagsmunagæslu. Hversu lengi og hve langt munu stjórnvöld seilast í að koma verðmætum þjóðarinnar í hendur sérhagsmuna sem þau styðja? Og hversu lengi og hve langt mun Seðlabankinn komast í að færa bönkunum eignir og ráðstöfunartekjur almennings með stuðningi stjórnvalda? Það er undir þolmörkum okkar komið því ef þetta er sú framtíðarsýn sem við erum tilbúin að veita þegjandi samþykki okkar fyrir, þá fer illa. Mjög illa fyrir okkar ríka samfélagi og börnunum okkar sem fá það verkefni að vinda ofan af þeirri misskiptingu og eignatilfærslu sem er að byggjast upp, ef það verður á annað borð hægt. Hvar í samanburðarlöndum væri það látið óátalið að húsnæðisvextir væru í tveggja stafa tölu, leigumarkaður óregluvæddur, fyrirtæki undanskilin samkeppniseftirliti og auðlindir þjóðar gefnar auðhringjum með lögum? Hvergi hefðu stjórnmálin þor eða hugmyndaflug til að gera flest af því sem einkennir ferilskrá núverandi ríkisstjórnar. Það ætti að vera okkur öllum ljóst að ástandið mun versna, og það mun versna þar til við höfum kjark til að rísa upp. Eins og við gerðum í búsáhaldarbyltingunni. Kæru félagar, ég hvet ykkur til að taka þátt í kröfugöngum og útifundum í tilefni dagsins. Baráttan heldur áfram! Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Verkalýðsdagurinn Kjaramál Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Við þurfum að senda frá okkur skýr skilaboð til stjórnvalda og stjórnmálanna að tími aðgerðarleysis og óstjórnar er að renna út. Aðgerðarleysið í húsnæðismálum og botnlaust dekur við sérhagsmunaöflin er komið á það stig að útilokað hlýtur að vera fyrir almenning að sitja lengur þegjandi og hljóðalaus hjá. Á meðan afurðastöðvar nudda saman lófum, eftir að Alþingi Íslendinga gerði þær undanþegnar frá samkeppnislögum, stendur til að gefa frá okkur gríðarlega verðmætar auðlindir með frumvarpi um lagareldi. Á sama tíma eru vextir á húsnæðislánum almennings í tveggja stafa tölu og algjört neyðarástand ríkir á leigumarkaði. Þessi staða er ekki vegna utanaðkomandi, óumflýjanlegra eða ófyrirsjáanlegra aðstæðna. Þvert á móti er þessi staða þaulhugsuð, skipulögð og framkvæmd á stjórnarheimilinu með stuðningi Seðlabankans. Svar stjórnmálanna í húsnæðismálum er aumkunarvert þar sem allir lykilflokkar í pólitík hafa skilað auðu og bera alla ábyrgð. Stærsta sveitarfélag landsins ber sér á brjóst með að hafa komið með nokkru fleiri flatkökur í matarlausa fermingarveisluna en önnur hafa gert á meðan þau bjóða þúsundum ferðamanna í veisluna sem enginn gerði ráð fyrir. Þúsundir íbúða hafa þannig farið af markaði í skammtímaleigu til ferðamanna. Allt með blessun borgaryfirvalda og stjórnvalda sem enga viðleitni hafa sýnt í að takast á við vandann nema með áætlunum og stefnum sem aðeins innihalda marklaust og ábyrgðarlaust hjal án raunverulegra aðgerða. Til að bæta gráu ofan á svart var seðlabankastjóri nýverið skipaður áfram í embætti þrátt fyrir miskunnarlausa okurvaxtastefnu sem er á góðri leið með að ganga frá skuldsettum heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þar er ólíklegt að um stórfelld og ítrekuð hagstjórnarmistök sé að ræða, eins og Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði benti nýverið á og seðlabankastjóri Evrópubankans hefur tekið undir, heldur enn eitt dæmið um grímulausa sérhagsmunagæslu. Hversu lengi og hve langt munu stjórnvöld seilast í að koma verðmætum þjóðarinnar í hendur sérhagsmuna sem þau styðja? Og hversu lengi og hve langt mun Seðlabankinn komast í að færa bönkunum eignir og ráðstöfunartekjur almennings með stuðningi stjórnvalda? Það er undir þolmörkum okkar komið því ef þetta er sú framtíðarsýn sem við erum tilbúin að veita þegjandi samþykki okkar fyrir, þá fer illa. Mjög illa fyrir okkar ríka samfélagi og börnunum okkar sem fá það verkefni að vinda ofan af þeirri misskiptingu og eignatilfærslu sem er að byggjast upp, ef það verður á annað borð hægt. Hvar í samanburðarlöndum væri það látið óátalið að húsnæðisvextir væru í tveggja stafa tölu, leigumarkaður óregluvæddur, fyrirtæki undanskilin samkeppniseftirliti og auðlindir þjóðar gefnar auðhringjum með lögum? Hvergi hefðu stjórnmálin þor eða hugmyndaflug til að gera flest af því sem einkennir ferilskrá núverandi ríkisstjórnar. Það ætti að vera okkur öllum ljóst að ástandið mun versna, og það mun versna þar til við höfum kjark til að rísa upp. Eins og við gerðum í búsáhaldarbyltingunni. Kæru félagar, ég hvet ykkur til að taka þátt í kröfugöngum og útifundum í tilefni dagsins. Baráttan heldur áfram! Höfundur er formaður VR.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun