Lakers féll úr leik gegn ríkjandi meisturum Denver Nuggets í 1. umferð úrslitakeppninnar. Liðið tapaði á endanum 4-1 en leikirnir voru flestir mjög jafnir en Darvin Ham, þjálfari Lakers, þótti ekki taka nægilega góðar ákvarðanir í seríunni.
Nú hefur Shams Charania, sérfræðingur The Athletic um NBA-deildina, sagt að Lakers sé að íhuga að láta Ham fara.
Hann hefur nú stýrt liðinu í tvö tímabil, í fyrra fór liðið alla leið í úrslit Vesturdeildar þar sem því var sópað úr leik gegn Denver. Nú mætti það Denver í 1. umferð úrslitakeppninnar og tapaði 4-1.
Lakers finish to season has left coach Darvin Ham’s future in serious peril, as some stakeholders indicate he is highly unlikely to return, sources say.
— Shams Charania (@ShamsCharania) April 30, 2024
What went wrong for L.A. and inside LeBron James’ future at @TheAthletic with @sam_amick, @jovanbuha: https://t.co/soHAI7QRpk
Ekki kemur fram hver gæti tekið við Lakers en orðrómar um að leikmenn hafi hætt að hlusta á Ham fyrr á þessu ári hafa orðið háværari og háværari. Í frétt á The Athletic kom fram að ónefndur leikmaður liðsins hafi sagt „við þurfum líka á þjálfun að halda.“
Forráðafólk Lakers fær nægan tíma til að hugsa sinn gang þar sem það er enn töluvert í að yfirstandandi leiktíð klárist.