Hægst hefur á hraða landrissins við Svartsengi og þrýstingur viðrist vera að aukast í kvikuhólfinu. Mikil óvissa er sögð um framhaldið en sérfræðingar Veðurstofunnar telja líklegt að það dragi fljótlega til tíðinda. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur mætir í myndver og rýnir í stöðuna.
Hægt verður að sekta fyrirtæki í sjókvíaeldi um allt að fimm milljónir á hvern frjóan laxfisk sem finnst þar sem hætta er á erfðablöndun, samkvæmt frumvarpi um lagareldi. Heimir Már Pétursson fer yfir viðbrögð matvælaráðherra við gagnrýni á umdeild frumvarp.
Þá hittum við konu sem hefur fundið sniðuga lausn fyrir hjólastólinn sinn og verðum í beinni frá skiltagerð og andstöðutónleikum. Í Sportpakkanum hittum við yngsta markaskorara Fram og í Íslandi í dag kíkir Sindri Sindrason í morgunkaffi til Katrínar Jakobsdóttur.
Þetta og fleira í opinni dagskrá í kvöldfréttum Stöðvar 2 á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.