Vanefndir Flugakademíu Íslands Gunnar Hjörtur Hagbarðsson skrifar 1. maí 2024 06:01 Á dögunum lýsti Flugakademía Íslands, einn af skólum Keilis, yfir gjaldþroti sem nam um hálfum miljarði króna. Margir fyrrum nemendur og kennarar segja farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti sín við Flugakademíuna og hefur þetta fengið nokkra fjölmiðlaumjöllun á undanförnum vikum og mánuðum. Þó Flugakademían hafi farið í þrot er stærsti eigandi hennar og umráðamaður, Keilir, enn í fullum rekstri. Á dögunum fór stjórnarformaður Keilis í hlaðvarpsþátt um flugmál þar sem hann reyndi að útskýra ástæður þess að Flugakademían varð gjaldþrota og hvernig stjórnendur sjá framtíðina fyrir sér. Mig langar hér að neðan að benda á nokkrar rangfærslur sem komu fram í þessum þætti og minnast á atriði sem nauðsynlegt er að komi fram svo hlustendur þessa annars ágæta hlaðvarps fái skýrari og heildstæðari mynd af málinu. Stjórnarformaðurinn hélt því fram að þegar Flugakademían seldi eignir sínar (t.d. flugvélar, flugherma og fleira) hefði nemendum verið endurgreitt inneignir sínar, en nemendur fyrirframgreiddu skólagjöld, þ.e. áður en þeir flugu flugtímana, og áttu þá margir eðli málsins samkvæmt inneignir hjá skólanum þegar hann hætti rekstri. Þó svo það sé sannleikskorn í þessari fullyrðingu stjórnarformannsins, þá er hún efnislega röng. Margir nemendanna fengu töluvert minna en þeir telja sig eiga innistæðu fyrir og ekki fengið fullnægjandi svör þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Aðrir fengu ekki endurgreiðslu fyrr en eftir mikið stapp (oft með aðstoð lögfræðinga) og löngu eftir lokun skólans, enn aðrir hafa ekki fengið neitt. Hann talaði um að til stæði að selja aðalbyggingu Keilis og af velvilja stjórnarinnar stæði til að endurgreiða svokölluðum „óvirkum“ nemendum. En hvað eru óvirkir nemendur? Ef fólk tók sér hlé frá námi í meira en ár (eins og t.d. í Covid) var viðkomandi sagður „óvirkur“. Að segja nemenda vera „óvirkan“ var huglægt mat stjórnenda á námsframvindu, sem í einhverjum tilfellum var notað til að reyna krefjast hárrar fjárhæðar ef nemandi hugðist halda áfram námi. Þrátt fyrir að hafa þegar fyrirframgreitt flugtíma sem viðkomandi þurfti til að geta lokið námi. Flugakademían bar fyrir sig að inneignin væri fyrnd þar sem peningunum hafði verið eytt. Þó hafði viðkomandi ekki flogið fyrir andvirði þeirra. Flugakademían hafði enga heimild fyrir þessum aðgerðum sem gerðar voru einhliða og án samráðs við nemendur. Það var enginn tímarammi á því hvenær skyldi fljúga fyrir andvirði inneigna þegar þær voru keyptar. Margir myndu kalla þetta að stela, en það er gott að Keilir finnur það í hjarta sínu að endurgreiða vöru sem félag í þeirra eigu afhenti ekki. Stjórnarformanninum láðist að nefna hvort þessi velvilji stjórnar Keilis komi líka til með að ná til launagreiðslna til kennara sem hafa ekki fengið greitt fyrir störf sín á lokadögum skólans. Stjórnendur skólans fullvissuðu kennara um áður en yfir lauk, að búið væri að „tryggja innistæður fyrir öllum launum“, með hvatningu um að kenna sem mest. Þetta reyndist allt vera orðin tóm, og sitja nú margir eftir með sárt ennið. Maður spyr sig því óhjákvæmilega hvort þessi velvilji sé frátekinn fyrir tilvik þar sem Keilir er í stöðu til að fegra ímynd sína. Viðmælandi hlaðvarpsins hélt því fram að rekstur Flugakademíunnar hafi farið að ganga illa þegar Covid-19 skall á og nefndi það sem ástæðu núverandi rekstrarvanda. Það er ekki rétt. Reksturinn var farinn að ganga illa löngu áður, þó svo Covid hafi vissulega ekki hjálpað til. Samgönguyfirvöld kyrrsettu kennsluflota skólans árið 2018 vegna þess að viðhaldi hafði ekki verið sinnt sem skildi og ámælisverð vinnubrögð í þeim málum verið viðhöfð um eitthvert skeið. Um þetta var fjallað í fjölmiðlum á sínum tíma. Beint tap af þessari kyrrsettningu hljóp á hundruðum miljóna og í kjölfarið snarfækkaði umsóknum í flugnám hjá skólanum. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að skólinn fengi veglega ríkisstyrki í Covid-19. Ríkið keypti hlutafé í Keili árið 2021 fyrir 190. miljónir króna og varð þar með meirihlutaeigandi, þar að auki fékk Flugakademían beina styrki í langan tíma á eftir. Það er athyglisvert að hugsa til þess að þegar þetta var gert var Menntamálaráðherra flokksbróðir framkvæmdastjóra Keilis, en frá stofnun Keilis hafa tveir af þrem framkvæmdastjórum skólans setið á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn. Annar (framkvæmdstjóri 2007-2019) var þingflokksformaður Framsóknar áður en hann varð fyrsti framkvæmdastjóri Keilis, og hinn (framkvæmdastjóri 2019-2021) er í dag starfsbróðir ráðherra á Alþingi. Hlaðvarpsþátturinn er svo kórónaður með fullyrðingum viðmælanda að flestir Íslendingar sem hyggja á flugnám fari erlendis vegna þess að þeir séu hræddir um að flugkennsla á Íslandi standi ótraustum fótum, meðan hið rétta er að starfshættir fyrirtækisins sem hann er í forsvari fyrir hafa eyðilagt orðspor íslenskrar flugkennslu. Hann varð fyrirtækinu sem hann er í forsvari fyrir til minnkunar í þessu viðtali, þó tæplega hafi verið úr háum söðli að falla. Höfundur er fyrrverandi kennari við Flugakademíu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Skóla- og menntamál Mest lesið Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á dögunum lýsti Flugakademía Íslands, einn af skólum Keilis, yfir gjaldþroti sem nam um hálfum miljarði króna. Margir fyrrum nemendur og kennarar segja farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti sín við Flugakademíuna og hefur þetta fengið nokkra fjölmiðlaumjöllun á undanförnum vikum og mánuðum. Þó Flugakademían hafi farið í þrot er stærsti eigandi hennar og umráðamaður, Keilir, enn í fullum rekstri. Á dögunum fór stjórnarformaður Keilis í hlaðvarpsþátt um flugmál þar sem hann reyndi að útskýra ástæður þess að Flugakademían varð gjaldþrota og hvernig stjórnendur sjá framtíðina fyrir sér. Mig langar hér að neðan að benda á nokkrar rangfærslur sem komu fram í þessum þætti og minnast á atriði sem nauðsynlegt er að komi fram svo hlustendur þessa annars ágæta hlaðvarps fái skýrari og heildstæðari mynd af málinu. Stjórnarformaðurinn hélt því fram að þegar Flugakademían seldi eignir sínar (t.d. flugvélar, flugherma og fleira) hefði nemendum verið endurgreitt inneignir sínar, en nemendur fyrirframgreiddu skólagjöld, þ.e. áður en þeir flugu flugtímana, og áttu þá margir eðli málsins samkvæmt inneignir hjá skólanum þegar hann hætti rekstri. Þó svo það sé sannleikskorn í þessari fullyrðingu stjórnarformannsins, þá er hún efnislega röng. Margir nemendanna fengu töluvert minna en þeir telja sig eiga innistæðu fyrir og ekki fengið fullnægjandi svör þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Aðrir fengu ekki endurgreiðslu fyrr en eftir mikið stapp (oft með aðstoð lögfræðinga) og löngu eftir lokun skólans, enn aðrir hafa ekki fengið neitt. Hann talaði um að til stæði að selja aðalbyggingu Keilis og af velvilja stjórnarinnar stæði til að endurgreiða svokölluðum „óvirkum“ nemendum. En hvað eru óvirkir nemendur? Ef fólk tók sér hlé frá námi í meira en ár (eins og t.d. í Covid) var viðkomandi sagður „óvirkur“. Að segja nemenda vera „óvirkan“ var huglægt mat stjórnenda á námsframvindu, sem í einhverjum tilfellum var notað til að reyna krefjast hárrar fjárhæðar ef nemandi hugðist halda áfram námi. Þrátt fyrir að hafa þegar fyrirframgreitt flugtíma sem viðkomandi þurfti til að geta lokið námi. Flugakademían bar fyrir sig að inneignin væri fyrnd þar sem peningunum hafði verið eytt. Þó hafði viðkomandi ekki flogið fyrir andvirði þeirra. Flugakademían hafði enga heimild fyrir þessum aðgerðum sem gerðar voru einhliða og án samráðs við nemendur. Það var enginn tímarammi á því hvenær skyldi fljúga fyrir andvirði inneigna þegar þær voru keyptar. Margir myndu kalla þetta að stela, en það er gott að Keilir finnur það í hjarta sínu að endurgreiða vöru sem félag í þeirra eigu afhenti ekki. Stjórnarformanninum láðist að nefna hvort þessi velvilji stjórnar Keilis komi líka til með að ná til launagreiðslna til kennara sem hafa ekki fengið greitt fyrir störf sín á lokadögum skólans. Stjórnendur skólans fullvissuðu kennara um áður en yfir lauk, að búið væri að „tryggja innistæður fyrir öllum launum“, með hvatningu um að kenna sem mest. Þetta reyndist allt vera orðin tóm, og sitja nú margir eftir með sárt ennið. Maður spyr sig því óhjákvæmilega hvort þessi velvilji sé frátekinn fyrir tilvik þar sem Keilir er í stöðu til að fegra ímynd sína. Viðmælandi hlaðvarpsins hélt því fram að rekstur Flugakademíunnar hafi farið að ganga illa þegar Covid-19 skall á og nefndi það sem ástæðu núverandi rekstrarvanda. Það er ekki rétt. Reksturinn var farinn að ganga illa löngu áður, þó svo Covid hafi vissulega ekki hjálpað til. Samgönguyfirvöld kyrrsettu kennsluflota skólans árið 2018 vegna þess að viðhaldi hafði ekki verið sinnt sem skildi og ámælisverð vinnubrögð í þeim málum verið viðhöfð um eitthvert skeið. Um þetta var fjallað í fjölmiðlum á sínum tíma. Beint tap af þessari kyrrsettningu hljóp á hundruðum miljóna og í kjölfarið snarfækkaði umsóknum í flugnám hjá skólanum. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að skólinn fengi veglega ríkisstyrki í Covid-19. Ríkið keypti hlutafé í Keili árið 2021 fyrir 190. miljónir króna og varð þar með meirihlutaeigandi, þar að auki fékk Flugakademían beina styrki í langan tíma á eftir. Það er athyglisvert að hugsa til þess að þegar þetta var gert var Menntamálaráðherra flokksbróðir framkvæmdastjóra Keilis, en frá stofnun Keilis hafa tveir af þrem framkvæmdastjórum skólans setið á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn. Annar (framkvæmdstjóri 2007-2019) var þingflokksformaður Framsóknar áður en hann varð fyrsti framkvæmdastjóri Keilis, og hinn (framkvæmdastjóri 2019-2021) er í dag starfsbróðir ráðherra á Alþingi. Hlaðvarpsþátturinn er svo kórónaður með fullyrðingum viðmælanda að flestir Íslendingar sem hyggja á flugnám fari erlendis vegna þess að þeir séu hræddir um að flugkennsla á Íslandi standi ótraustum fótum, meðan hið rétta er að starfshættir fyrirtækisins sem hann er í forsvari fyrir hafa eyðilagt orðspor íslenskrar flugkennslu. Hann varð fyrirtækinu sem hann er í forsvari fyrir til minnkunar í þessu viðtali, þó tæplega hafi verið úr háum söðli að falla. Höfundur er fyrrverandi kennari við Flugakademíu Íslands.
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun