Norska veiðistöðin Friðrik Erlingsson skrifar 3. maí 2024 11:01 Elsta nafnið sem norrænir menn gáfu Íslandi var nafnið „Veiðistöð.“ Það er annars vegar sterk vísbending um að vitneskjuna um landið fengu þeir frá fólki á Bretlandseyjum, sem sótt hafði hingað upp í einhverjar kynslóðir til veiða, og hins vegar vísbending um að erindi þeirra hingað var fyrst og fremst að nýta auðlindir landsins sem verslunarvöru: fugl, fisk, æðardún, sel og rostunga til dæmis, eins og glöggt má ráða af bók Bergsveins Birgissonar, Leitin að svarta víkingnum. Í Landnámu er sagt um Vestmannaeyjar: „Þar var áður veiðistöð en veturseta engin.“ Fræg eru ummæli Ketils flatnefs, norræns höfðingja í Suðureyjum, föður Auðar, Björns, Þórunnar og Helga, þegar þau systkini vildu fá hann með sér hingað upp að nema land: „Í þá veiðistöð kem ég aldrei á gamals aldri.“ Af þeim ummælum má ráða að landið hafi um langa hríð verið þekkt sem veiðistöð, þangað sem þrælar voru sendir til að strita, en höfðingjar eins og Ketill áttu ekkert erindi, þótt þeir hirtu að sjálfsögðu hagnaðinn. Loks er það (Veiði-)Stöðvarfjörður, þar sem Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur hefur með sínu fólki grafið upp stærsta og elsta skála sem fundist hefur á landinu, og þótt víðar væri leitað, þar sem var fengist við veiðar og úrvinnslu til útflutnings. Nýja veiðistöðin. Enn á ný er landið veiðistöð norrænna manna, norskra höfðingja sem senda hingað þræla sína til að ausa af auðlindum þess, í þetta sinn aðallega á Vestfjörðum, þar sem höfðingjarnir hafa lagt undir sig hvern fjörðinn á fætur öðrum. Hér er sagan augljóslega að endurtaka sig á vissan hátt - en þó er afgerandi munur á. Munurinn felst einkum í því að það sem hingað er verið að sækja eru ekki innfædd veiðidýr, heldur undanlátssemi og meðvirkni íslenskra stjórnmála- og embættismanna – sem augljóslega eru nokkuð auðveld bráð og því mjög eftirsóttir. Nei, veiðidýrin sjálf eru ekki innfædd heldur innflutt frjó laxaseiði sem alin eru í opnum sjókvíum um alla Vestfirði, að því er virðist einna helst til að fjölga hinni mikilvægu laxalús – og til að kynbæta villta íslenska laxastofninn. Nú þegar eru meiri líkur á því að sjá opnar sjókvíar á Vestfjörðum heldur en til dæmis æðarfugl, því staðreyndin er sú að laxeldi í sjó – og eiturbrasið sem því fylgir - drepur allt lífríki í kringum sig. Við mannfólkið lifum í vistkerfi þar sem náttúruleg hringrás á sér stað. Hér á landi er sú hringrás bæði nálægari og augljósari en annars staðar. Sú var líka raunin í Noregi þangað til lífríki fjarðanna var ekki lengur til staðar vegna ofeldis á löxum í sjókvíum. Svo norskir laxeldisvíkingar rifjuðu upp frægðarför forfeðra sinna til veiðistöðvarinnar í norðri og ákváðu að láta reyna á hvort þrælakynið þar væri enn samt við sig. Svo reyndist vera. Líklega erum við þá komin af þrælum og illmennum eftir allt, sem norskir höfðingjar geta vafið um fingur sér að vild og gert að undirsátum sínum í einu og öllu. Sagan endurtekur sig að því leyti að hinir nýju norsku höfðingjar hirða allan hagnað og greiða ekki skilding fyrir þá óafturkræfu eyðileggingu sem starfsemi þeirra veldur. Og íslenskir stjórnmála- og embættismenn horfa bara út um gluggann og sötra kaffið sitt og þykjast ekki skilja yfir hverju fólk er að kvarta. „ Samþjöppun eignarhalds, stefnulaus uppbygging og rekstur sjókvía á svæðum sem vinna gegn því að auðlindin skili hámarks ávinningi fyrir ríkissjóð hefur fest sig í sessi án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda. Verðmætum í formi eldissvæða og lífmassa hefur verið úthlutað til lengri tíma án endurgjalds og dæmi eru um að uppbygging sjókvíaeldis skarist á við aðra mikilvæga nýtingu strandsvæða, svo sem siglingaleiðir, helgunarsvæði fjarskipta- og raforkustrengja og við hvíta ljósgeira siglingavita. “ (Úr skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2023. Sjá nánar: rikisendurskodun.is) Íslenska rostungastofninum var útrýmt, geirfuglinum sömuleiðis og þótt sjálfsagt megi skapa myndir með gervigreind af því hvernig þessar skepnur litu út, þá kemur það ekki í staðinn fyrir skepnurnar sjálfar. Sama gildir um lífríki fjarðanna fyrir vestan: þegar það er dautt þá er það dautt og verður ekki endurheimt. Laxar í sjókvíum eru húsdýr, alin eins og sauðfé í þeim tilgangi að vera slátrað. Þess vegna hljóta þeir að falla undir sömu löggjöf og sauðfjár-, svína- og kjúklingarækt. Myndi einhver leyfa að lúsétnar, andlitslausar og bæklaðar rollur og lömb fengju að haltra um heiðarnar? Tæplega. En eldislaxar eru auðvitað neðansjávar og sjást ekki – nema að einhver með myndavél í kajak eigi leið hjá. Þökk sé Veigu Grétarsdóttur. Brúnu umslögin. Sjálfsagt hefur mikið af þykkum brúnum umslögum verið laumað í sérsaumuð jakkaföt einhverra virðingarmanna – og í Gucci töskur heldri kvenna – til að fá það auma þrælakyn til að líta undan og þykjast ekki sjá það sem allir aðrir sjá. En þykku brúnu umslögin skila sínu: undirskrift á einum stað, blindu auga á öðrum og þvaðri um daginn og veginn þegar spurt er hreint og beint um orsök og afleiðingu. Afleiðinguna þekkjum við. En orsökin: Hver er hún? Hverjir hérlendis hagnast, leynt eða ljóst, á þessari náttúru-nauðgun í beinni útsendingu? Og hver þegir um slík náttúruspjöll á þeim tímum sem nú eru uppi þegar almenn vitund um náttúruvernd, um samspil vistkerfa og hið viðkvæma jafnvægi hefur aldrei verið meiri? Á sama tíma eru úrvals eldislaxar að vaxa upp í landkvíum, þar sem full stjórn er á öllum aðstæðum og umhverfisáhrif nær engin. – Hvers vegna sjá menn ekki vitið í því? Jú, ástæðan er augljós: sjókvíaeldi er ódýrari skammtímalausn fyrir skammtímagróða. Þeir eru ekki komnir hingað til að byggja upp til framtíðar, heldur til að hirða nútíðina og skilja framtíðina eftir í rúst. Svo er auðvitað hin hliðin á „brúna umslaginu“ og hún er sú að það séu hreinlega ekki nein brún umslög í umferð, heldur sé um að ræða gömlu íslensku þrælslundina og meðvirknina: „Auðvitað máttu fá þennan fjörð. Borga fyrir hann? Afhverju? Þú mátt bara eiga hann!“ Þeir sem rannskað hafa mannssálina hafa komist að því að undirlægjuháttur birtist einna helst í oflæti: viðkomandi er svo óskaplega mikið í mun að fá viðurkenningu að hann gefur allt utan af sjálfum sér. Og ekki er verra ef viðurkenningin kemur að utan - How do you like Iceland? og allt það. Eitt er víst að norsku höfðingjarnir koma aldrei til með að svara neinu, eða sjá ástæðu til að heimsækja veiðistöðina frekar en Ketill flatnefur. Höfðingjarnir fengu það sem þeir vildu á silfurfati og meira að segja glænýtt lagafrumvarp um starfsemi sína, sem undirlægjurnar af þrælakyninu leyfðu þeim sjálfum að semja. Þrælslundin er svo staurblind að embættismenn sjá ekki þegar þeir fremja landráð. Og hver á aftur að fylgja því eftir að lögin séu virt? Jú, höfðingjarnir sjálfir. Einmitt: Brotamaðurinn er eigin eftirlitsmaður og lögregla. Svona er lífið í Leikfangalandi. Nú er spurning hvort takist að svæla hið svikula innlenda þrælakyn úr holum sínum og pína þá til sagna. Eða þurfa allar Íslendingasögur virkilega að enda á Njáls brennu þegar upp er staðið? Það ætti kannski ekki að vera erfitt að koma því í kring. Nóg er nú til af dýnamíti hjá þessari miklu framkvæmaþjóð. Sérstaða vistkerfis okkar réttlætir fullkomlega að banna sjókvíeldi með öllu. Þess í stað ætti að stuðla að landeldi með myndarlegum hætti, þar sem nærsamfélagið sjálft er aðaleigendi. Ummæli reynslu og þekkingar. Ég leyfi mér að benda á afar upplýsandi umsögn nr. 303 í samráðsgáttinni, sem er frá Frederik W. Mowincel, en fjölskylda hans stofnaði fyrirtæki í sjókvíaeldi í norskum firði árið 1960. Einnig er mjög upplýsandi að lesa samþykkt Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem leggja áherslu á að stefnt skuli að því að allt skuli vera voða vistkerfisvænt, sjálfbært og fínt, en samt má ekki hamla hagnaði eða koma á þungu eftirlitskerfi. Og maður spyr sig: Hvort elementið skyldi fá meira vægi hjá SFS, vistkerfið eða hagnaðurinn? Ég leyfi mér að lokum að vitna í magnaða umsögn Jóhannesar Sturlaugssonar, líffræðings hjá rannsóknarfyrirtækinu Laxfiskum. Umsögn hans er nr. 294. Meðal annars segir Jóhannes: „ Víst er að sjókvíaeldisiðnaðurinn á um þessar mundir meira upp á pallborð ríkisstjórnar þessa lands en íslenskir laxastofnar og annað það sem vitnar um þá líffræðilegu fjölbreytni sem náttúruöfl þessa lands hafa meitlað á vegferð sinni árþúsundum saman. Þeirri sköpun náttúrunnar skal nú stefnt í voða vegna gróðahagsmuna erlendra auðjöfra. Í því sambandi er rétt að minna á að atvinnusköpunin sem svo gjarnan er vísað til sem forsendu þessa sóðaiðnaðar felur í sér að eyðileggingu annarra atvinnutækifæra á landsbyggðinni vegna þess að sjókvíaeldið skaðar þá sjálfbæru náttúru og tilheyrandi ímynd sem sú atvinnustarfsemi byggir á. “ Einnig segir Jóhannes þetta: „ Ég hef árlega í 9 ár rannsakað áhrif sjókvíaeldis á villta íslenska laxastofna. Þær rannsóknir sýna með skýrum hætti fram á eyðileggjandi áhrif sem hrygningarþátttaka eldislaxa úr sjókvíaeldi hérlendis hefur á villta laxastofna hérlendis og um sömu náttúruvá vitna niðurstöður Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun villtra íslenskra laxastofna. “ Og aðeins síðar segir Jóhannes: „ Sú stefna að heimila sjókvíaeldi hér við land vitnar um stjórnvaldsaðgerð sem kalla má með réttu stríð gegn náttúru Íslands. “ Vituð þér enn, eða hvað? Höfundur er skattgreiðandi með kosningarétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Friðrik Erlingsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Elsta nafnið sem norrænir menn gáfu Íslandi var nafnið „Veiðistöð.“ Það er annars vegar sterk vísbending um að vitneskjuna um landið fengu þeir frá fólki á Bretlandseyjum, sem sótt hafði hingað upp í einhverjar kynslóðir til veiða, og hins vegar vísbending um að erindi þeirra hingað var fyrst og fremst að nýta auðlindir landsins sem verslunarvöru: fugl, fisk, æðardún, sel og rostunga til dæmis, eins og glöggt má ráða af bók Bergsveins Birgissonar, Leitin að svarta víkingnum. Í Landnámu er sagt um Vestmannaeyjar: „Þar var áður veiðistöð en veturseta engin.“ Fræg eru ummæli Ketils flatnefs, norræns höfðingja í Suðureyjum, föður Auðar, Björns, Þórunnar og Helga, þegar þau systkini vildu fá hann með sér hingað upp að nema land: „Í þá veiðistöð kem ég aldrei á gamals aldri.“ Af þeim ummælum má ráða að landið hafi um langa hríð verið þekkt sem veiðistöð, þangað sem þrælar voru sendir til að strita, en höfðingjar eins og Ketill áttu ekkert erindi, þótt þeir hirtu að sjálfsögðu hagnaðinn. Loks er það (Veiði-)Stöðvarfjörður, þar sem Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur hefur með sínu fólki grafið upp stærsta og elsta skála sem fundist hefur á landinu, og þótt víðar væri leitað, þar sem var fengist við veiðar og úrvinnslu til útflutnings. Nýja veiðistöðin. Enn á ný er landið veiðistöð norrænna manna, norskra höfðingja sem senda hingað þræla sína til að ausa af auðlindum þess, í þetta sinn aðallega á Vestfjörðum, þar sem höfðingjarnir hafa lagt undir sig hvern fjörðinn á fætur öðrum. Hér er sagan augljóslega að endurtaka sig á vissan hátt - en þó er afgerandi munur á. Munurinn felst einkum í því að það sem hingað er verið að sækja eru ekki innfædd veiðidýr, heldur undanlátssemi og meðvirkni íslenskra stjórnmála- og embættismanna – sem augljóslega eru nokkuð auðveld bráð og því mjög eftirsóttir. Nei, veiðidýrin sjálf eru ekki innfædd heldur innflutt frjó laxaseiði sem alin eru í opnum sjókvíum um alla Vestfirði, að því er virðist einna helst til að fjölga hinni mikilvægu laxalús – og til að kynbæta villta íslenska laxastofninn. Nú þegar eru meiri líkur á því að sjá opnar sjókvíar á Vestfjörðum heldur en til dæmis æðarfugl, því staðreyndin er sú að laxeldi í sjó – og eiturbrasið sem því fylgir - drepur allt lífríki í kringum sig. Við mannfólkið lifum í vistkerfi þar sem náttúruleg hringrás á sér stað. Hér á landi er sú hringrás bæði nálægari og augljósari en annars staðar. Sú var líka raunin í Noregi þangað til lífríki fjarðanna var ekki lengur til staðar vegna ofeldis á löxum í sjókvíum. Svo norskir laxeldisvíkingar rifjuðu upp frægðarför forfeðra sinna til veiðistöðvarinnar í norðri og ákváðu að láta reyna á hvort þrælakynið þar væri enn samt við sig. Svo reyndist vera. Líklega erum við þá komin af þrælum og illmennum eftir allt, sem norskir höfðingjar geta vafið um fingur sér að vild og gert að undirsátum sínum í einu og öllu. Sagan endurtekur sig að því leyti að hinir nýju norsku höfðingjar hirða allan hagnað og greiða ekki skilding fyrir þá óafturkræfu eyðileggingu sem starfsemi þeirra veldur. Og íslenskir stjórnmála- og embættismenn horfa bara út um gluggann og sötra kaffið sitt og þykjast ekki skilja yfir hverju fólk er að kvarta. „ Samþjöppun eignarhalds, stefnulaus uppbygging og rekstur sjókvía á svæðum sem vinna gegn því að auðlindin skili hámarks ávinningi fyrir ríkissjóð hefur fest sig í sessi án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda. Verðmætum í formi eldissvæða og lífmassa hefur verið úthlutað til lengri tíma án endurgjalds og dæmi eru um að uppbygging sjókvíaeldis skarist á við aðra mikilvæga nýtingu strandsvæða, svo sem siglingaleiðir, helgunarsvæði fjarskipta- og raforkustrengja og við hvíta ljósgeira siglingavita. “ (Úr skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2023. Sjá nánar: rikisendurskodun.is) Íslenska rostungastofninum var útrýmt, geirfuglinum sömuleiðis og þótt sjálfsagt megi skapa myndir með gervigreind af því hvernig þessar skepnur litu út, þá kemur það ekki í staðinn fyrir skepnurnar sjálfar. Sama gildir um lífríki fjarðanna fyrir vestan: þegar það er dautt þá er það dautt og verður ekki endurheimt. Laxar í sjókvíum eru húsdýr, alin eins og sauðfé í þeim tilgangi að vera slátrað. Þess vegna hljóta þeir að falla undir sömu löggjöf og sauðfjár-, svína- og kjúklingarækt. Myndi einhver leyfa að lúsétnar, andlitslausar og bæklaðar rollur og lömb fengju að haltra um heiðarnar? Tæplega. En eldislaxar eru auðvitað neðansjávar og sjást ekki – nema að einhver með myndavél í kajak eigi leið hjá. Þökk sé Veigu Grétarsdóttur. Brúnu umslögin. Sjálfsagt hefur mikið af þykkum brúnum umslögum verið laumað í sérsaumuð jakkaföt einhverra virðingarmanna – og í Gucci töskur heldri kvenna – til að fá það auma þrælakyn til að líta undan og þykjast ekki sjá það sem allir aðrir sjá. En þykku brúnu umslögin skila sínu: undirskrift á einum stað, blindu auga á öðrum og þvaðri um daginn og veginn þegar spurt er hreint og beint um orsök og afleiðingu. Afleiðinguna þekkjum við. En orsökin: Hver er hún? Hverjir hérlendis hagnast, leynt eða ljóst, á þessari náttúru-nauðgun í beinni útsendingu? Og hver þegir um slík náttúruspjöll á þeim tímum sem nú eru uppi þegar almenn vitund um náttúruvernd, um samspil vistkerfa og hið viðkvæma jafnvægi hefur aldrei verið meiri? Á sama tíma eru úrvals eldislaxar að vaxa upp í landkvíum, þar sem full stjórn er á öllum aðstæðum og umhverfisáhrif nær engin. – Hvers vegna sjá menn ekki vitið í því? Jú, ástæðan er augljós: sjókvíaeldi er ódýrari skammtímalausn fyrir skammtímagróða. Þeir eru ekki komnir hingað til að byggja upp til framtíðar, heldur til að hirða nútíðina og skilja framtíðina eftir í rúst. Svo er auðvitað hin hliðin á „brúna umslaginu“ og hún er sú að það séu hreinlega ekki nein brún umslög í umferð, heldur sé um að ræða gömlu íslensku þrælslundina og meðvirknina: „Auðvitað máttu fá þennan fjörð. Borga fyrir hann? Afhverju? Þú mátt bara eiga hann!“ Þeir sem rannskað hafa mannssálina hafa komist að því að undirlægjuháttur birtist einna helst í oflæti: viðkomandi er svo óskaplega mikið í mun að fá viðurkenningu að hann gefur allt utan af sjálfum sér. Og ekki er verra ef viðurkenningin kemur að utan - How do you like Iceland? og allt það. Eitt er víst að norsku höfðingjarnir koma aldrei til með að svara neinu, eða sjá ástæðu til að heimsækja veiðistöðina frekar en Ketill flatnefur. Höfðingjarnir fengu það sem þeir vildu á silfurfati og meira að segja glænýtt lagafrumvarp um starfsemi sína, sem undirlægjurnar af þrælakyninu leyfðu þeim sjálfum að semja. Þrælslundin er svo staurblind að embættismenn sjá ekki þegar þeir fremja landráð. Og hver á aftur að fylgja því eftir að lögin séu virt? Jú, höfðingjarnir sjálfir. Einmitt: Brotamaðurinn er eigin eftirlitsmaður og lögregla. Svona er lífið í Leikfangalandi. Nú er spurning hvort takist að svæla hið svikula innlenda þrælakyn úr holum sínum og pína þá til sagna. Eða þurfa allar Íslendingasögur virkilega að enda á Njáls brennu þegar upp er staðið? Það ætti kannski ekki að vera erfitt að koma því í kring. Nóg er nú til af dýnamíti hjá þessari miklu framkvæmaþjóð. Sérstaða vistkerfis okkar réttlætir fullkomlega að banna sjókvíeldi með öllu. Þess í stað ætti að stuðla að landeldi með myndarlegum hætti, þar sem nærsamfélagið sjálft er aðaleigendi. Ummæli reynslu og þekkingar. Ég leyfi mér að benda á afar upplýsandi umsögn nr. 303 í samráðsgáttinni, sem er frá Frederik W. Mowincel, en fjölskylda hans stofnaði fyrirtæki í sjókvíaeldi í norskum firði árið 1960. Einnig er mjög upplýsandi að lesa samþykkt Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem leggja áherslu á að stefnt skuli að því að allt skuli vera voða vistkerfisvænt, sjálfbært og fínt, en samt má ekki hamla hagnaði eða koma á þungu eftirlitskerfi. Og maður spyr sig: Hvort elementið skyldi fá meira vægi hjá SFS, vistkerfið eða hagnaðurinn? Ég leyfi mér að lokum að vitna í magnaða umsögn Jóhannesar Sturlaugssonar, líffræðings hjá rannsóknarfyrirtækinu Laxfiskum. Umsögn hans er nr. 294. Meðal annars segir Jóhannes: „ Víst er að sjókvíaeldisiðnaðurinn á um þessar mundir meira upp á pallborð ríkisstjórnar þessa lands en íslenskir laxastofnar og annað það sem vitnar um þá líffræðilegu fjölbreytni sem náttúruöfl þessa lands hafa meitlað á vegferð sinni árþúsundum saman. Þeirri sköpun náttúrunnar skal nú stefnt í voða vegna gróðahagsmuna erlendra auðjöfra. Í því sambandi er rétt að minna á að atvinnusköpunin sem svo gjarnan er vísað til sem forsendu þessa sóðaiðnaðar felur í sér að eyðileggingu annarra atvinnutækifæra á landsbyggðinni vegna þess að sjókvíaeldið skaðar þá sjálfbæru náttúru og tilheyrandi ímynd sem sú atvinnustarfsemi byggir á. “ Einnig segir Jóhannes þetta: „ Ég hef árlega í 9 ár rannsakað áhrif sjókvíaeldis á villta íslenska laxastofna. Þær rannsóknir sýna með skýrum hætti fram á eyðileggjandi áhrif sem hrygningarþátttaka eldislaxa úr sjókvíaeldi hérlendis hefur á villta laxastofna hérlendis og um sömu náttúruvá vitna niðurstöður Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun villtra íslenskra laxastofna. “ Og aðeins síðar segir Jóhannes: „ Sú stefna að heimila sjókvíaeldi hér við land vitnar um stjórnvaldsaðgerð sem kalla má með réttu stríð gegn náttúru Íslands. “ Vituð þér enn, eða hvað? Höfundur er skattgreiðandi með kosningarétt.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun