DeAndre Kane sleppur við bann og spilar í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2024 08:43 DeAndre Kane missti algjörlega stjórn á sér í Smáranum á þriðjudagskvöldið. Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar munu njóta krafta DeAndre Kane í kvöld í öðrum leik sínum á móti Keflavík í undanúrslitaeinvígi félaganna í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Kane fer ekki í bann en fær peningasekt fyrir hegðun sína í fyrsta leiknum. Mikil umræða skapaðist um þann langa tíma sem aganefndin tók sér í að vinna málið enda þurftu bæði Grindavík og Keflavík að undirbúa gríðarlega mikilvægan leik án þess að vita hvort Kane mætti spila eða ekki. Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur loksins tekið mál hans fyrir og skilað niðurstöðu sinni. Hana má finna á heimasíðu KKÍ og hér fyrir neðan. Agamál 54/2023-2024 Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, DeAndre Kane, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Grindavíkur og Keflavíkur, úrslitakeppni Subwaydeildar karla, sem fram fór þann 30. apríl 2024. Með vísan til ákvæðis l. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði aukinheldur greiða sekt að fjárhæð 50.000 kr. vegna óprúðmannlegrar framkomu sinnar í kjölfar brottvísunar úr áðurnefndum leik. Kane sleppur við leikbann og fær því aðeins áminningu vegna háttsemi sinnar. Hann þarf hins vegar að greiða fimmtíu þúsund krónur í sekt vegna óprúðmannlegrar framkomu sinnar í kjölfar brottvísunar úr áðurnefndum leik. Kane var þarna vísað úr húsi eftir að hafa fengi bæði óíþróttamannslega villu og tæknivillu í leiknum. Það sem kom Kane í vandræði voru þó ekki óíþróttamannslega villan sem hann fékk eða tæknivillan sem hann fékk svo fyrir leikaraskap. Viðbrögð hans við seinni dómnum, og að þurfa þar með að yfirgefa völlinn eru ástæðan fyrir því að málið endaði inn á borð aganefndar. Kane var heillengi að yfirgefa salinn, sló í sjónvarpsmyndavél og hlið á leiðinni út og hreytti einhverju í átt að varamannabekk Keflavíkur. Þetta gerði Kane fyrir framan nefið á Jóni Bender, eftirlitsmanni leiksins. Kane var búinn að missa af einum leik í þessari úrslitakeppni vegna leikbanns en hann var heldur ekki með í öðrum leiknum á móti Tindastól í átta liða úrslitunum. Grindavík vann þann leik þó án hans. Ljóst er að Keflvíkingar verða án lykilmanns í leiknum vegna meiðsla Remys Martin sem reif hásin fyrr í þessum saman leik. Hann verður ekki meira með í þessari úrslitakeppni. Hér fyrir neðan má sjá atvikið þegar Kane missti stjórn á skapi sínu. Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Mikil umræða skapaðist um þann langa tíma sem aganefndin tók sér í að vinna málið enda þurftu bæði Grindavík og Keflavík að undirbúa gríðarlega mikilvægan leik án þess að vita hvort Kane mætti spila eða ekki. Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur loksins tekið mál hans fyrir og skilað niðurstöðu sinni. Hana má finna á heimasíðu KKÍ og hér fyrir neðan. Agamál 54/2023-2024 Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, DeAndre Kane, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Grindavíkur og Keflavíkur, úrslitakeppni Subwaydeildar karla, sem fram fór þann 30. apríl 2024. Með vísan til ákvæðis l. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði aukinheldur greiða sekt að fjárhæð 50.000 kr. vegna óprúðmannlegrar framkomu sinnar í kjölfar brottvísunar úr áðurnefndum leik. Kane sleppur við leikbann og fær því aðeins áminningu vegna háttsemi sinnar. Hann þarf hins vegar að greiða fimmtíu þúsund krónur í sekt vegna óprúðmannlegrar framkomu sinnar í kjölfar brottvísunar úr áðurnefndum leik. Kane var þarna vísað úr húsi eftir að hafa fengi bæði óíþróttamannslega villu og tæknivillu í leiknum. Það sem kom Kane í vandræði voru þó ekki óíþróttamannslega villan sem hann fékk eða tæknivillan sem hann fékk svo fyrir leikaraskap. Viðbrögð hans við seinni dómnum, og að þurfa þar með að yfirgefa völlinn eru ástæðan fyrir því að málið endaði inn á borð aganefndar. Kane var heillengi að yfirgefa salinn, sló í sjónvarpsmyndavél og hlið á leiðinni út og hreytti einhverju í átt að varamannabekk Keflavíkur. Þetta gerði Kane fyrir framan nefið á Jóni Bender, eftirlitsmanni leiksins. Kane var búinn að missa af einum leik í þessari úrslitakeppni vegna leikbanns en hann var heldur ekki með í öðrum leiknum á móti Tindastól í átta liða úrslitunum. Grindavík vann þann leik þó án hans. Ljóst er að Keflvíkingar verða án lykilmanns í leiknum vegna meiðsla Remys Martin sem reif hásin fyrr í þessum saman leik. Hann verður ekki meira með í þessari úrslitakeppni. Hér fyrir neðan má sjá atvikið þegar Kane missti stjórn á skapi sínu.
Agamál 54/2023-2024 Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, DeAndre Kane, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Grindavíkur og Keflavíkur, úrslitakeppni Subwaydeildar karla, sem fram fór þann 30. apríl 2024. Með vísan til ákvæðis l. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði aukinheldur greiða sekt að fjárhæð 50.000 kr. vegna óprúðmannlegrar framkomu sinnar í kjölfar brottvísunar úr áðurnefndum leik.
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira