Við þurfum loftslagsaðgerðir, ekki grænþvott Andrés Ingi Jónsson skrifar 4. maí 2024 08:01 Hver er loftslagsstefna ríkisstjórnar Íslands? Ríkisstjórnin starfar enn þá eftir aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem hefur ekki verið uppfærð í fjögur ár – það er á síðasta kjörtímabili. Stutta svarið er því að loftslagsstefnan er hvergi til þó hún birtist hins vegar í ýmsum verkum ríkisstjórnarinnar. Og loftslagsstefnan birtist í því að framlög til loftslagsmála voru skorin niður um milljarða á fjárlögum þessa árs og stefnt er að enn meiri lækkun á næstu fimm árum samkvæmt fjármálaáætlun. Til að draga upp skýrari mynd af stöðunni kallaði ég umhverfisráðherra í sérstaka umræðu á Alþingi fyrr í vikunni. Helstu markmið óljós Fyrir síðustu kosningar byggðum við Píratar umhverfis- og loftslagsstefnu okkar á vísindum. Það skilaði markmiði upp á 70% samdrátt í losun árið 2030. Það skilaði Pírötum líka hæstu einkunninni í Sólinni hjá Ungum umhverfissinnum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er því miður ekki gengið jafnlangt, heldur er þar sett sjálfstætt landsmarkmið um 55% samdrátt. Þar virðist þó settur fram meiri metnaður en í skuldbindingum með Evrópusambandinu frá 2020, sem ráðherra reiknar með að skili Íslandi kröfu um 40% samdrátt í samfélagslosun. Og þar eru kröfurnar enn meiri en í úreltri aðgerðaáætluninni, sem miðar við 29% lækkun samfélagslosunar. Vandinn er að jafnvel metnaðarlausu markmiðin eru ekki að nást. Þegar umhverfisráðherra svaraði því hvernig málin standa sagði hann útreikninga Umhverfisstofnunar í drögum að uppfærðri aðgerðaáætlun sem mögulega verði birt í þessum mánuði sýni fram á 35% samdrátt árið 2030. Í þrjú ár höfum við beðið eftir því að ríkisstjórnin stígi inn í nýtt kjörtímabil með nýtt og betra plan. Er þetta þá allur árangurinn, að ný áætlun á ekki að ná upp í 40% alþjóðlegu skuldbindinguna, hvað þá falsmyndina sem birtist í stjórnarsáttmála um að stjórnin stefni á 55% samdrátt. Aðgerðir ómarkvissar Píratar leggja áherslu á að aðgerðir í loftslagsmálum séu réttlátar og gagnist öllu samfélaginu. Þannig fáum við öll með í það verk sem þarf að vinna í þágu framtíðarkynslóða. Þess vegna höfum við veitt ríkisstjórninni virkt aðhald í sínum áætlunum. Þetta reyndi á þegar ríkisstjórnin studdi fólk til rafbílakaupa, án þess að nota tækifærið til að fækka einkabílum, og aftur þegar hún breytti stuðningskerfinu svo klúðurslega að sala á rafbílum hrundi um síðustu áramót. Á sama tíma ætlaði ríkisstjórnin að fella algjörlega niður ívilnun til reiðhjóla. Við Píratar tókumst á við ráðherrann um þessa ákvörðun – enda er þetta ein einfaldasta og skilvirkasta loftslagsaðgerðin, sem virkjar ótrúlega stóran hóp fólks til að stunda virkar samgöngur í staðinn fyrir að stóla á einkabílinn. Á endanum hafði meirihluti Alþingis vit fyrir ríkisstjórninni og hélt áfram stuðningi við reiðhjólakaup. Þó að umhverfisráðherra tali um að nota peninginn þar sem hver króna skili sem mestum árangri var engin af þessum hugmyndum metin frá loftslagsáhrifum. Langfæstar aðgerðir ríkisstjórnarinnar fara í gegnum slíkt mat. Á sama tíma hefur ráðherrann dregið allar tennur úr Loftslagsráði, eina opinbera apparatinu sem hefur vísi að formlegu aðhaldshlutverki gagnvart loftslagsaðgerðum stjórnvalda. Lausn loftslagsvandans má ekki vera á kostnað náttúru Píratar jarðtengja alla sína umhverfis- og loftslagsstefnu með varúðarreglunni, þeirri grundvallarreglu umhverfisréttar sem krefst þess að við ígrundum vandlega allar ákvarðanir sem hafa áhrif á náttúru og lífríki. Vöxtur samfélagsins þarf að vera í sátt við náttúruna sem við erum hluti af. Ríkisstjórnin er á öðrum stað. Á peppfundi til að fagna endurlífgun stjórnarinnar eftir páska gekk varaformaður Sjálfstæðisflokksins svo langt að segja að við þurfum ekki fleiri áætlanir um minni losun heldur bara virkja, virkja, virkja. Í því landi sem framleiðir hlutfallslega meira af endurnýjanlegri raforku en nokkuð annað ríki, þá verður loftslagsvandinn ekki leystur með eintómum virkjunum. Þannig hugsar bara stjórnmálafólk sem sér ekki stóru myndina: Loftslagsvandinn er líka vandi líffræðilegrar fjölbreytni og náttúruverndar. Þegar ráðherra svaraði því hvernig hann ætlaði að sjá til þess að markmið í loftslagsmálum væru ekki sett á kostnað náttúruverndar, var eins og hann kæmi algjörlega af fjöllum. Á sama tíma og hann talaði um að nota náttúrumiðaðar lausnir til samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar, þá var eins og hann hefði alveg misst af sinni eigin ofuráherslu á að virkja sig framhjá loftslagsvandanum. Áhersla sem hann setur fram á þann hátt að bendir til þess að umhverfisráðherra vilji ýta til hliðar öllum sjónarmiðum náttúruverndar og líffræðilegrar fjölbreytni. Orkuskipti út í loftið skila engu Við Píratar höfum talað fyrir því að gera raunhæfa áætlun um orkuþörf til framtíðar og hverfa frá ósjálfbærri stóriðjustefnu. Rými til slíkrar umræðu er ekkert hjá núverandi ríkisstjórn. Frá fyrsta degi hefur umhverfisráðherra farið mikinn í því að nýta sér baráttuna í loftslagsmálum til að ýta á úrelta virkjunarstefnu Sjálfstæðisflokksins. Hann klifar á því að þurfi að tvöfalda raforkuframleiðslu – tvöfalda framleiðslu í útbólgnasta raforkukerfi heims. Það er hins vegar fullkomlega innistæðulaust meðan ríkisstjórnin hefur ekki fest í sessi neinar reglur sem tryggja að ný orka fari í orkuskipti. Þegar umhverfisráðherra var spurður hvernig hann ætli að tryggja að bæði núverandi og ný orka nýtist í bein orkuskipti umfram aðra starfsemi kom ótrúlegasta fullyrðing umræðunnar: „Öll orka sem við setjum núna inn skilar sér í orkuskiptum,“ segir umhverfisráðherra Íslands. Eins og fyrir töfra, án þess að neinar reglur kveði á um það, þá trúir ráðherrann því að hvert einasta megavatt nýtist sjálfkrafa í græn umskipti. Er það nema von að fólk hafi áhyggjur af botnvirkjunarkórum í stjórnarráðinu? Stefnuleysinu þarf að ljúka Þegar núverandi ríkisstjórn endurnýjaði samstarfið eftir kosningar 2021 var áherslumunurinn hvergi skýrari en í umhverfis- og loftslagsmálum. Hver verður niðurstaðan þegar svona ólíkir flokkar grautast saman, spurðum við mörg. Hvernig ná þeir að stilla saman strengi, flokkurinn sem fékk 80% í Sólinni og flokkarnir sem fengu 13% og 21%? Niðurstaðan er sú að raunverulegur metnaður hefur verið keyrður niður, aðgerðir tefjast en ríkisstjórnin slær um sig með innistæðulausum upphrópunum um eigin árangur. Það er löngu kominn tími á að breyta um kúrs í loftslagsmálum. Ríkisstjórnin þarf að setja raunverulega og metnaðarfulla loftslagsstefnu fyrir Ísland. Stefnu sem endurspeglar þann mikla vija sem almenningur sýnir til grænna umskipta. Stefnu sem byggir á þeim góða grunni sem ríkulegar auðlindir Íslands búa okkur. Stefnu byggir upp betra, heilnæmara og skemmtilegra samfélag til framtíðar. En til þess þarf nýja ríkisstjórn, þar sem sitja saman flokkar sem eru sammála um að ná raunverulegum árangri í staðinn fyrir grænþvottabandalagið sem situr að völdum í dag. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Píratar Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Hver er loftslagsstefna ríkisstjórnar Íslands? Ríkisstjórnin starfar enn þá eftir aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem hefur ekki verið uppfærð í fjögur ár – það er á síðasta kjörtímabili. Stutta svarið er því að loftslagsstefnan er hvergi til þó hún birtist hins vegar í ýmsum verkum ríkisstjórnarinnar. Og loftslagsstefnan birtist í því að framlög til loftslagsmála voru skorin niður um milljarða á fjárlögum þessa árs og stefnt er að enn meiri lækkun á næstu fimm árum samkvæmt fjármálaáætlun. Til að draga upp skýrari mynd af stöðunni kallaði ég umhverfisráðherra í sérstaka umræðu á Alþingi fyrr í vikunni. Helstu markmið óljós Fyrir síðustu kosningar byggðum við Píratar umhverfis- og loftslagsstefnu okkar á vísindum. Það skilaði markmiði upp á 70% samdrátt í losun árið 2030. Það skilaði Pírötum líka hæstu einkunninni í Sólinni hjá Ungum umhverfissinnum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er því miður ekki gengið jafnlangt, heldur er þar sett sjálfstætt landsmarkmið um 55% samdrátt. Þar virðist þó settur fram meiri metnaður en í skuldbindingum með Evrópusambandinu frá 2020, sem ráðherra reiknar með að skili Íslandi kröfu um 40% samdrátt í samfélagslosun. Og þar eru kröfurnar enn meiri en í úreltri aðgerðaáætluninni, sem miðar við 29% lækkun samfélagslosunar. Vandinn er að jafnvel metnaðarlausu markmiðin eru ekki að nást. Þegar umhverfisráðherra svaraði því hvernig málin standa sagði hann útreikninga Umhverfisstofnunar í drögum að uppfærðri aðgerðaáætlun sem mögulega verði birt í þessum mánuði sýni fram á 35% samdrátt árið 2030. Í þrjú ár höfum við beðið eftir því að ríkisstjórnin stígi inn í nýtt kjörtímabil með nýtt og betra plan. Er þetta þá allur árangurinn, að ný áætlun á ekki að ná upp í 40% alþjóðlegu skuldbindinguna, hvað þá falsmyndina sem birtist í stjórnarsáttmála um að stjórnin stefni á 55% samdrátt. Aðgerðir ómarkvissar Píratar leggja áherslu á að aðgerðir í loftslagsmálum séu réttlátar og gagnist öllu samfélaginu. Þannig fáum við öll með í það verk sem þarf að vinna í þágu framtíðarkynslóða. Þess vegna höfum við veitt ríkisstjórninni virkt aðhald í sínum áætlunum. Þetta reyndi á þegar ríkisstjórnin studdi fólk til rafbílakaupa, án þess að nota tækifærið til að fækka einkabílum, og aftur þegar hún breytti stuðningskerfinu svo klúðurslega að sala á rafbílum hrundi um síðustu áramót. Á sama tíma ætlaði ríkisstjórnin að fella algjörlega niður ívilnun til reiðhjóla. Við Píratar tókumst á við ráðherrann um þessa ákvörðun – enda er þetta ein einfaldasta og skilvirkasta loftslagsaðgerðin, sem virkjar ótrúlega stóran hóp fólks til að stunda virkar samgöngur í staðinn fyrir að stóla á einkabílinn. Á endanum hafði meirihluti Alþingis vit fyrir ríkisstjórninni og hélt áfram stuðningi við reiðhjólakaup. Þó að umhverfisráðherra tali um að nota peninginn þar sem hver króna skili sem mestum árangri var engin af þessum hugmyndum metin frá loftslagsáhrifum. Langfæstar aðgerðir ríkisstjórnarinnar fara í gegnum slíkt mat. Á sama tíma hefur ráðherrann dregið allar tennur úr Loftslagsráði, eina opinbera apparatinu sem hefur vísi að formlegu aðhaldshlutverki gagnvart loftslagsaðgerðum stjórnvalda. Lausn loftslagsvandans má ekki vera á kostnað náttúru Píratar jarðtengja alla sína umhverfis- og loftslagsstefnu með varúðarreglunni, þeirri grundvallarreglu umhverfisréttar sem krefst þess að við ígrundum vandlega allar ákvarðanir sem hafa áhrif á náttúru og lífríki. Vöxtur samfélagsins þarf að vera í sátt við náttúruna sem við erum hluti af. Ríkisstjórnin er á öðrum stað. Á peppfundi til að fagna endurlífgun stjórnarinnar eftir páska gekk varaformaður Sjálfstæðisflokksins svo langt að segja að við þurfum ekki fleiri áætlanir um minni losun heldur bara virkja, virkja, virkja. Í því landi sem framleiðir hlutfallslega meira af endurnýjanlegri raforku en nokkuð annað ríki, þá verður loftslagsvandinn ekki leystur með eintómum virkjunum. Þannig hugsar bara stjórnmálafólk sem sér ekki stóru myndina: Loftslagsvandinn er líka vandi líffræðilegrar fjölbreytni og náttúruverndar. Þegar ráðherra svaraði því hvernig hann ætlaði að sjá til þess að markmið í loftslagsmálum væru ekki sett á kostnað náttúruverndar, var eins og hann kæmi algjörlega af fjöllum. Á sama tíma og hann talaði um að nota náttúrumiðaðar lausnir til samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar, þá var eins og hann hefði alveg misst af sinni eigin ofuráherslu á að virkja sig framhjá loftslagsvandanum. Áhersla sem hann setur fram á þann hátt að bendir til þess að umhverfisráðherra vilji ýta til hliðar öllum sjónarmiðum náttúruverndar og líffræðilegrar fjölbreytni. Orkuskipti út í loftið skila engu Við Píratar höfum talað fyrir því að gera raunhæfa áætlun um orkuþörf til framtíðar og hverfa frá ósjálfbærri stóriðjustefnu. Rými til slíkrar umræðu er ekkert hjá núverandi ríkisstjórn. Frá fyrsta degi hefur umhverfisráðherra farið mikinn í því að nýta sér baráttuna í loftslagsmálum til að ýta á úrelta virkjunarstefnu Sjálfstæðisflokksins. Hann klifar á því að þurfi að tvöfalda raforkuframleiðslu – tvöfalda framleiðslu í útbólgnasta raforkukerfi heims. Það er hins vegar fullkomlega innistæðulaust meðan ríkisstjórnin hefur ekki fest í sessi neinar reglur sem tryggja að ný orka fari í orkuskipti. Þegar umhverfisráðherra var spurður hvernig hann ætli að tryggja að bæði núverandi og ný orka nýtist í bein orkuskipti umfram aðra starfsemi kom ótrúlegasta fullyrðing umræðunnar: „Öll orka sem við setjum núna inn skilar sér í orkuskiptum,“ segir umhverfisráðherra Íslands. Eins og fyrir töfra, án þess að neinar reglur kveði á um það, þá trúir ráðherrann því að hvert einasta megavatt nýtist sjálfkrafa í græn umskipti. Er það nema von að fólk hafi áhyggjur af botnvirkjunarkórum í stjórnarráðinu? Stefnuleysinu þarf að ljúka Þegar núverandi ríkisstjórn endurnýjaði samstarfið eftir kosningar 2021 var áherslumunurinn hvergi skýrari en í umhverfis- og loftslagsmálum. Hver verður niðurstaðan þegar svona ólíkir flokkar grautast saman, spurðum við mörg. Hvernig ná þeir að stilla saman strengi, flokkurinn sem fékk 80% í Sólinni og flokkarnir sem fengu 13% og 21%? Niðurstaðan er sú að raunverulegur metnaður hefur verið keyrður niður, aðgerðir tefjast en ríkisstjórnin slær um sig með innistæðulausum upphrópunum um eigin árangur. Það er löngu kominn tími á að breyta um kúrs í loftslagsmálum. Ríkisstjórnin þarf að setja raunverulega og metnaðarfulla loftslagsstefnu fyrir Ísland. Stefnu sem endurspeglar þann mikla vija sem almenningur sýnir til grænna umskipta. Stefnu sem byggir á þeim góða grunni sem ríkulegar auðlindir Íslands búa okkur. Stefnu byggir upp betra, heilnæmara og skemmtilegra samfélag til framtíðar. En til þess þarf nýja ríkisstjórn, þar sem sitja saman flokkar sem eru sammála um að ná raunverulegum árangri í staðinn fyrir grænþvottabandalagið sem situr að völdum í dag. Höfundur er þingmaður Pírata.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun